Dæla krónum til Landsbjargar Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2017 12:11 Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, og Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í dag og á morgun munu 5 kr. af hverjum seldum eldsneytislítra hjá Olís og ÓB renna til Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Jafnframt verður 17 kr. afsláttur af eldsneytislítranum hjá Olís og ÓB þessa tvo daga. Landsmönnum gefst þannig tækifæri til að styrkja Slysavarnafélagið Landsbjörg með því að dæla krónum inn á reikning samtakanna og fá auk þess verulegan afslátt þegar dælt er á bílinn. Olíuverzlun Íslands hefur undanfarin fimm ár verið einn af aðalstyrktaraðilum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og hefur styrkt þau með fjárframlögum og veglegum afslætti af eldsneyti og öðrum vörum. Þá hefur Olís boðið upp á sérstaka neyðaraðstoð sem felst meðal annars í því að félagið opnar afgreiðslustöðvar sínar að kvöld- og næturlagi ef björgunaraðgerðir eru í gangi til að björgunarsveitir hafi aðgang að eldsneyti og öðrum búnaði á öllum tímum sólarhringsins. ,,Það er okkur sönn ánægja og heiður að standa við bakið á samtökunum. Þúsundir sjálfboðaliða samtakanna vinna ótrúlegt starf við að bjarga mannslífum, oft við mjög erfiðar aðstæður. Við vonum að landsmenn verði til taks fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg þessa tvo daga og sýni þeim stuðning,” segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís. ,,Með áralöngum stuðningi sínum við sjálfboðaliðastarf Slysavarnafélagið Landsbjargar hefur Olís verið okkur gríðarlega mikilvægur bakhjarl sem einn af aðalstyrktaraðilum samtakanna,” segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. ,,Það er alveg ljóst að án stuðnings almennings og fyrirtækja í landinu þá mætti starf Slysavarnafélagsins Landsbjargar sín lítils enda kallar úthald björgunarsveita, þjálfun og uppbygging tækjabúnaður þeirra á mikinn tilkostnað þótt starfið sjálft sé allt unnið í sjálfboðavinnu. Það er því óhætt að segja að þetta samstarf með Olís sé samstarf til góðra verka og í raun fyrirmynd samfélagslegrar ábyrgðar á alla vegu” segir Jón Svanberg ennfremur. Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður
Í dag og á morgun munu 5 kr. af hverjum seldum eldsneytislítra hjá Olís og ÓB renna til Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Jafnframt verður 17 kr. afsláttur af eldsneytislítranum hjá Olís og ÓB þessa tvo daga. Landsmönnum gefst þannig tækifæri til að styrkja Slysavarnafélagið Landsbjörg með því að dæla krónum inn á reikning samtakanna og fá auk þess verulegan afslátt þegar dælt er á bílinn. Olíuverzlun Íslands hefur undanfarin fimm ár verið einn af aðalstyrktaraðilum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og hefur styrkt þau með fjárframlögum og veglegum afslætti af eldsneyti og öðrum vörum. Þá hefur Olís boðið upp á sérstaka neyðaraðstoð sem felst meðal annars í því að félagið opnar afgreiðslustöðvar sínar að kvöld- og næturlagi ef björgunaraðgerðir eru í gangi til að björgunarsveitir hafi aðgang að eldsneyti og öðrum búnaði á öllum tímum sólarhringsins. ,,Það er okkur sönn ánægja og heiður að standa við bakið á samtökunum. Þúsundir sjálfboðaliða samtakanna vinna ótrúlegt starf við að bjarga mannslífum, oft við mjög erfiðar aðstæður. Við vonum að landsmenn verði til taks fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg þessa tvo daga og sýni þeim stuðning,” segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís. ,,Með áralöngum stuðningi sínum við sjálfboðaliðastarf Slysavarnafélagið Landsbjargar hefur Olís verið okkur gríðarlega mikilvægur bakhjarl sem einn af aðalstyrktaraðilum samtakanna,” segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. ,,Það er alveg ljóst að án stuðnings almennings og fyrirtækja í landinu þá mætti starf Slysavarnafélagsins Landsbjargar sín lítils enda kallar úthald björgunarsveita, þjálfun og uppbygging tækjabúnaður þeirra á mikinn tilkostnað þótt starfið sjálft sé allt unnið í sjálfboðavinnu. Það er því óhætt að segja að þetta samstarf með Olís sé samstarf til góðra verka og í raun fyrirmynd samfélagslegrar ábyrgðar á alla vegu” segir Jón Svanberg ennfremur.
Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður