Perlan sem eldist eins og gott vín 11. desember 2017 15:00 Fimmmenningarnir á bak við lagið vinsæla og myndbandið. F.v.: Ómar Ragnarsson, Gunnar Þórðarson, Ragnar Bjarnason, Magnús Ólafsson og Þórhallur Sigurðsson (Laddi). Vísir/Eyþór Jólalagið sígilda Er líða fer að jólum er eitt vinsælasta og lífseigasta jólalag þjóðarinnar en myndband við lagið var frumflutt í skemmtiþættinum Á síðasta snúningi árið 1980 en sá þáttur kom í stað áramótaskaupsinss það árið sem féll niður vegna verkfalls leikara. Ragnar Bjarnason syngur lagið eins og flestum er kunnugt en það eru ekki allir sem átta sig á því að fimm af ástsælustu tónlistarmönnum og leikurum þjóðarinnar komu að gerð lagsins og myndbands þess. Auk Ragga Bjarna eru það Gunnar Þórðarson sem samdi lagið, Ómar Ragnarsson sem samdi textann og þeir Þórhallur Sigurðsson (Laddi) og Magnús Ólafsson sem leika í myndbandinu. Lagið var á jólaplötunni Í hátíðarskapi sem kom út fyrir jólin 1980 og naut mikilla vinsælda. Nýjar leiðir Ómar Ragnarsson, textahöfundar lagsins, man vel eftir þessum tíma. „Við Gunnar höfum unnið mikið saman í meira en hálfa öld og stundum hefur hann beðið mig um að gera texta við lög sín. Þannig var það í þessu tilfelli. Hann sagðist hafa í huga eina ljóðlínu: Er líða fer að jólum – hátíð fer í hönd. Ég ákvað að reyna að fara svipaða leið og birtist í nokkrum einstökum línum í fyrri textum mínum eins og Jólin koma, Sjö litlar mýs og Jólasveinninn minn, að fjalla um nauðsyn þess að huga að boðskap jólanna um frið, rósemd hugans og kyrrð. Í þessum texta ákvað ég að gera mismunandi hliðar á svonefndri jólaös meira áberandi en áður og reyna að lýsa andstæðunum í þjóðlífinu á raunsæjan hátt en þó með jákvæðri von. Fram að 1980 höfðu jólin sjálf og koma þeirra verið viðfangsefni flestra jólatexta. Þessi texti var kannski einn af þeim fyrstu, eða sá fyrsti, sem voru með aðventuna og drunga, depurð og þrúgandi myrkur og kulda hennar sem höfuðatriði ásamt því að margir eiga á þessum árstíma við erfiðleika og skort að etja.“ En hverju þakkar hann langlífi lagsins og vinsældir? „Lagið er ein af ótal perlum Gunnars Þórðarsonar. Ég man ekki lengur hvort það hafði verið ákveðið áður en ég gerði textann að Ragnar myndi syngja það, en það hefði svo sem engu máli skipt um efni textans. Það var allt toppfólk sem flutti lögin á plötunni og Raggi var eins og skapaður fyrir textann og síðar myndbandið.“ Fínar viðtökur Jónatan Garðarsson, dagskrárritstjóri RÚV, starfaði hjá hljómplötufyrirtækinu Steinum á þessum tíma ásamt Steinari Berg Ísleifssyni. Hann rifjar upp tilurð plötunnar. „Gunnar Þórðarson vann mikið með okkur á þessum tíma. Hann gerði t.d. plötu að okkar ósk með tveimur söngvurum árið 1979, Helgu Möller og Jóhanni Helgasyni, og kom platan út með dúettinum Þú og ég.“ Árið eftir leit út fyrir að það kæmi ekki út nein jólaplata svo að þeir félagar funduðu með Gunnari og stungu upp á því að hann stjórnaði vinnslu jólaplötu. „Hann samdi nokkur lög en við fundum líka til nokkur erlend lög sem þurfti að gera texta við. Síðan var haft samband við Þorstein Eggertsson sem gerði nokkra texta og Ómar, sem gerði líka nokkra texta. Upphaflega planið var að gera jólaplötu þar sem dúettinn Þú og ég myndi syngja flest lögin en fljótlega kom upp sú hugmynd að láta Ellen Kristjánsdóttur, unga og efnilega söngkonu, syngja eitt lag og til að fá meiri breidd var einnig haft samband við Ragnar Bjarnason. Ómar var sömuleiðis beðinn um að syngja tvö lög. Þannig varð þessi plata til. Hún fékk fínar viðtökur og seldist ljómandi vel.“ Klassískt myndband Eins og fyrr segir var myndbandið frumsýnt 1980 en Ómar kom ekki að gerð þess. „Ég hefði á þessum tíma frekar viljað að það hefði þjónað textanum og efni hans beint. Að því leyti til tel ég að enn eigi eftir að gera viðeigandi myndband við þetta lag sem þjónaði efni textans og efldi boðskap og skilaboð hans í stað þess að dreifa athyglinni að allt öðru. En ég skil vel, að í vandræðunum vegna brottfalls áramótaskaupsins, yrði að grípa til fljótunninna aðgerða og myndbands, sem höfðaði til stemningarinnar á gamlárskvöld, og myndbandið sjálft er fyrir löngu orðið klassík.“ Er líða fer að jólum Drungi í desember, dagskíman föl svo skelfing lítil er en myrkrið er svo magnað og myrkrið er svo kalt Þá kvikna kertaljós og kvikir fætur tifa á hal og drós senn frelsara er fagnað þá færist líf í allt Þótt úti öskri hríð allt verður bjart og hlýtt það er alls staðar tónlist ylhýr og fín sem ómar undurblítt Er líða fer að jólum (líða fer að jólum) og hátíð fer í hönd (hátíð fer í hönd) Er líða fer að jólum (líða fer að jólum) og hátíð fer í hönd Glóandi í gluggunum glöð ljósin víkja burtu skuggunum Allir gott nú gjöri en gleymi sút og sorg Áður svo auð og köld uppljómast borgin nú með bílafjöld fótataki og fjöri sem fyllir stræti og torg Þó margir finni’ ei frið og fari við gæfuna á mis þá lífgar samt upp og léttir þungt skap líflegur ys og þys Er líða fer að jólum (líða fer að jólum) og hátíð fer í hönd (hátíð fer í hönd) Er líða fer að jólum (líða fer að jólum) og hátíð fer í hönd Höfundur texta: Ómar Ragnarsson Höfundur lags: Gunnar Þórðarson Jólalög Tónlist Mest lesið Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Jóladagatal Vísis: Rúmfastur í tvo daga eftir myndbandsupptökur Jól Táraðist yfir jólagjöfinni frá eiginmanninum Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Súrmjólkurbúðingur: Óvænt sælkeratromp á jólum Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Jólalagið sígilda Er líða fer að jólum er eitt vinsælasta og lífseigasta jólalag þjóðarinnar en myndband við lagið var frumflutt í skemmtiþættinum Á síðasta snúningi árið 1980 en sá þáttur kom í stað áramótaskaupsinss það árið sem féll niður vegna verkfalls leikara. Ragnar Bjarnason syngur lagið eins og flestum er kunnugt en það eru ekki allir sem átta sig á því að fimm af ástsælustu tónlistarmönnum og leikurum þjóðarinnar komu að gerð lagsins og myndbands þess. Auk Ragga Bjarna eru það Gunnar Þórðarson sem samdi lagið, Ómar Ragnarsson sem samdi textann og þeir Þórhallur Sigurðsson (Laddi) og Magnús Ólafsson sem leika í myndbandinu. Lagið var á jólaplötunni Í hátíðarskapi sem kom út fyrir jólin 1980 og naut mikilla vinsælda. Nýjar leiðir Ómar Ragnarsson, textahöfundar lagsins, man vel eftir þessum tíma. „Við Gunnar höfum unnið mikið saman í meira en hálfa öld og stundum hefur hann beðið mig um að gera texta við lög sín. Þannig var það í þessu tilfelli. Hann sagðist hafa í huga eina ljóðlínu: Er líða fer að jólum – hátíð fer í hönd. Ég ákvað að reyna að fara svipaða leið og birtist í nokkrum einstökum línum í fyrri textum mínum eins og Jólin koma, Sjö litlar mýs og Jólasveinninn minn, að fjalla um nauðsyn þess að huga að boðskap jólanna um frið, rósemd hugans og kyrrð. Í þessum texta ákvað ég að gera mismunandi hliðar á svonefndri jólaös meira áberandi en áður og reyna að lýsa andstæðunum í þjóðlífinu á raunsæjan hátt en þó með jákvæðri von. Fram að 1980 höfðu jólin sjálf og koma þeirra verið viðfangsefni flestra jólatexta. Þessi texti var kannski einn af þeim fyrstu, eða sá fyrsti, sem voru með aðventuna og drunga, depurð og þrúgandi myrkur og kulda hennar sem höfuðatriði ásamt því að margir eiga á þessum árstíma við erfiðleika og skort að etja.“ En hverju þakkar hann langlífi lagsins og vinsældir? „Lagið er ein af ótal perlum Gunnars Þórðarsonar. Ég man ekki lengur hvort það hafði verið ákveðið áður en ég gerði textann að Ragnar myndi syngja það, en það hefði svo sem engu máli skipt um efni textans. Það var allt toppfólk sem flutti lögin á plötunni og Raggi var eins og skapaður fyrir textann og síðar myndbandið.“ Fínar viðtökur Jónatan Garðarsson, dagskrárritstjóri RÚV, starfaði hjá hljómplötufyrirtækinu Steinum á þessum tíma ásamt Steinari Berg Ísleifssyni. Hann rifjar upp tilurð plötunnar. „Gunnar Þórðarson vann mikið með okkur á þessum tíma. Hann gerði t.d. plötu að okkar ósk með tveimur söngvurum árið 1979, Helgu Möller og Jóhanni Helgasyni, og kom platan út með dúettinum Þú og ég.“ Árið eftir leit út fyrir að það kæmi ekki út nein jólaplata svo að þeir félagar funduðu með Gunnari og stungu upp á því að hann stjórnaði vinnslu jólaplötu. „Hann samdi nokkur lög en við fundum líka til nokkur erlend lög sem þurfti að gera texta við. Síðan var haft samband við Þorstein Eggertsson sem gerði nokkra texta og Ómar, sem gerði líka nokkra texta. Upphaflega planið var að gera jólaplötu þar sem dúettinn Þú og ég myndi syngja flest lögin en fljótlega kom upp sú hugmynd að láta Ellen Kristjánsdóttur, unga og efnilega söngkonu, syngja eitt lag og til að fá meiri breidd var einnig haft samband við Ragnar Bjarnason. Ómar var sömuleiðis beðinn um að syngja tvö lög. Þannig varð þessi plata til. Hún fékk fínar viðtökur og seldist ljómandi vel.“ Klassískt myndband Eins og fyrr segir var myndbandið frumsýnt 1980 en Ómar kom ekki að gerð þess. „Ég hefði á þessum tíma frekar viljað að það hefði þjónað textanum og efni hans beint. Að því leyti til tel ég að enn eigi eftir að gera viðeigandi myndband við þetta lag sem þjónaði efni textans og efldi boðskap og skilaboð hans í stað þess að dreifa athyglinni að allt öðru. En ég skil vel, að í vandræðunum vegna brottfalls áramótaskaupsins, yrði að grípa til fljótunninna aðgerða og myndbands, sem höfðaði til stemningarinnar á gamlárskvöld, og myndbandið sjálft er fyrir löngu orðið klassík.“ Er líða fer að jólum Drungi í desember, dagskíman föl svo skelfing lítil er en myrkrið er svo magnað og myrkrið er svo kalt Þá kvikna kertaljós og kvikir fætur tifa á hal og drós senn frelsara er fagnað þá færist líf í allt Þótt úti öskri hríð allt verður bjart og hlýtt það er alls staðar tónlist ylhýr og fín sem ómar undurblítt Er líða fer að jólum (líða fer að jólum) og hátíð fer í hönd (hátíð fer í hönd) Er líða fer að jólum (líða fer að jólum) og hátíð fer í hönd Glóandi í gluggunum glöð ljósin víkja burtu skuggunum Allir gott nú gjöri en gleymi sút og sorg Áður svo auð og köld uppljómast borgin nú með bílafjöld fótataki og fjöri sem fyllir stræti og torg Þó margir finni’ ei frið og fari við gæfuna á mis þá lífgar samt upp og léttir þungt skap líflegur ys og þys Er líða fer að jólum (líða fer að jólum) og hátíð fer í hönd (hátíð fer í hönd) Er líða fer að jólum (líða fer að jólum) og hátíð fer í hönd Höfundur texta: Ómar Ragnarsson Höfundur lags: Gunnar Þórðarson
Jólalög Tónlist Mest lesið Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Jóladagatal Vísis: Rúmfastur í tvo daga eftir myndbandsupptökur Jól Táraðist yfir jólagjöfinni frá eiginmanninum Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Súrmjólkurbúðingur: Óvænt sælkeratromp á jólum Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira