Lawrence leikur Agnesi Magnúsdóttur Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2017 06:02 Jennifer Lawrence hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Silver Linings Playbook. Vísir/Getty Stórstjarnan Jennifer Lawrence, sem er hvað þekktust fyrir leik sinni í Hungurleika-þríleiknum, mun fara með hlutverk Agnesar Magnúsdóttur í kvikmyndinni Burial Rites. Þá mun Lawrence einnig vera einn framleiðenda myndarinnar sem leikstýrt verður af hinum ítalska Luca Guadagnino. Myndin Burial Rites byggir á samnefndri bók Hönnun Kent frá árinu 2013 en hún bar nafnið Náðarstund á íslensku. Í bókinni er fjallað um örlög Agnesar Magnúsdóttur sem var hálshöggvin þann 12. janúar 1830 í síðustu aftökunni sem framkvæmd var á Íslandi. Ef marka má Variety, sem greindi frá ráðningunni í gær, mun myndin hverfast um þann tíma sem líður frá morði Agnesar á elskhuga sínum allt þar til dauðadómurinn er staðfestur. Á því tímabili myndar hún „tilfinningaleg og rómantísk tengsl á meðan hún veltir vöngum yfir brotum sínum,“ eins og það er orðað á vef Variety. Ekki liggur fyrir hver mun fara með hlutverk hins myrta Natans Ketilssonar eða unga aðstoðarprestsins sem Agnes fellur fyrir. Meðal annarra framleiðenda myndarinnar verða Allison Shearmur sem meðal annars kom að gerð kvikmyndarinnar Rogue One: A Star Wars Story. Hún mun jafnframt koma að gera annarri kvikmynd í Stjörnustríðsbálknum - Solo: A Star Wars Story. Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Stórstjarnan Jennifer Lawrence, sem er hvað þekktust fyrir leik sinni í Hungurleika-þríleiknum, mun fara með hlutverk Agnesar Magnúsdóttur í kvikmyndinni Burial Rites. Þá mun Lawrence einnig vera einn framleiðenda myndarinnar sem leikstýrt verður af hinum ítalska Luca Guadagnino. Myndin Burial Rites byggir á samnefndri bók Hönnun Kent frá árinu 2013 en hún bar nafnið Náðarstund á íslensku. Í bókinni er fjallað um örlög Agnesar Magnúsdóttur sem var hálshöggvin þann 12. janúar 1830 í síðustu aftökunni sem framkvæmd var á Íslandi. Ef marka má Variety, sem greindi frá ráðningunni í gær, mun myndin hverfast um þann tíma sem líður frá morði Agnesar á elskhuga sínum allt þar til dauðadómurinn er staðfestur. Á því tímabili myndar hún „tilfinningaleg og rómantísk tengsl á meðan hún veltir vöngum yfir brotum sínum,“ eins og það er orðað á vef Variety. Ekki liggur fyrir hver mun fara með hlutverk hins myrta Natans Ketilssonar eða unga aðstoðarprestsins sem Agnes fellur fyrir. Meðal annarra framleiðenda myndarinnar verða Allison Shearmur sem meðal annars kom að gerð kvikmyndarinnar Rogue One: A Star Wars Story. Hún mun jafnframt koma að gera annarri kvikmynd í Stjörnustríðsbálknum - Solo: A Star Wars Story.
Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira