Kærleikurinn í umferðinni Frosti Logason skrifar 14. desember 2017 07:00 Það getur reynst nokkuð góður mælikvarði á geðheilsu manna hversu vel þeir kunna að bregðast við áreiti í umferðinni á götum höfuðborgarsvæðisins. Sjálfur lærði ég fyrir mörgum árum að mikilvægt er halda þar ró sinni í hvívetna, sýna þolinmæði og stillingu. Þrátt fyrir að hafa aldrei trúað á neitt sem kalla megi æðri máttarvöld þykir jafnvel mér, trúvillingnum, viðeigandi að kyrja þar stundum æðruleysisbænina góðu, en hún minnir á að stundum reynist best að sætta sig bara við það sem maður ekki fær breytt. Já, við eigum að forðast að láta skapið hlaupa með okkur í gönur. Það veldur skærum og illdeilum sem við megum vel vera án í okkar litla og samheldna samfélagi. Þess vegna er gott að hafa í huga að öll höfum við gengið í gegnum sama umferðarskóla og þreytt sameiginlegt próf til ökuréttinda. Það sameinar okkur öll í lífsins ólgusjó og hjálpar okkur að komast klakklaust í gegnum frumskóginn sem samgöngukerfi landsins er. Það var því með nokkuð ævintýralegum ólíkindum að fylgjast með apaheilanum á hvíta Toyota Hybrid bílnum sem ók norður eftir Reykjanesbrautinni í morgun. Manngerpið var á undan mér í aðrein að brautinni en í stað þess að ná upp hraða umferðarinnar, gefa stefnuljós og sveigja svo varlega inn í strauminn ákvað fíflið að aka á fimm kílómetra hraða og bíða þess að bílar á hraðbrautinni myndu nema staðar til að hleypa honum inn sem þeir gerðu auðvitað ekki. Í huga mínum hélt ég inni flautunni og gargaði hressilega á kauða. Sumir eru bara fæðingarhálfvitar sem eiga alls ekki að vera með ökuréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun
Það getur reynst nokkuð góður mælikvarði á geðheilsu manna hversu vel þeir kunna að bregðast við áreiti í umferðinni á götum höfuðborgarsvæðisins. Sjálfur lærði ég fyrir mörgum árum að mikilvægt er halda þar ró sinni í hvívetna, sýna þolinmæði og stillingu. Þrátt fyrir að hafa aldrei trúað á neitt sem kalla megi æðri máttarvöld þykir jafnvel mér, trúvillingnum, viðeigandi að kyrja þar stundum æðruleysisbænina góðu, en hún minnir á að stundum reynist best að sætta sig bara við það sem maður ekki fær breytt. Já, við eigum að forðast að láta skapið hlaupa með okkur í gönur. Það veldur skærum og illdeilum sem við megum vel vera án í okkar litla og samheldna samfélagi. Þess vegna er gott að hafa í huga að öll höfum við gengið í gegnum sama umferðarskóla og þreytt sameiginlegt próf til ökuréttinda. Það sameinar okkur öll í lífsins ólgusjó og hjálpar okkur að komast klakklaust í gegnum frumskóginn sem samgöngukerfi landsins er. Það var því með nokkuð ævintýralegum ólíkindum að fylgjast með apaheilanum á hvíta Toyota Hybrid bílnum sem ók norður eftir Reykjanesbrautinni í morgun. Manngerpið var á undan mér í aðrein að brautinni en í stað þess að ná upp hraða umferðarinnar, gefa stefnuljós og sveigja svo varlega inn í strauminn ákvað fíflið að aka á fimm kílómetra hraða og bíða þess að bílar á hraðbrautinni myndu nema staðar til að hleypa honum inn sem þeir gerðu auðvitað ekki. Í huga mínum hélt ég inni flautunni og gargaði hressilega á kauða. Sumir eru bara fæðingarhálfvitar sem eiga alls ekki að vera með ökuréttindi.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun