Corolla hefur verið framleidd í 44 milljónum eintaka Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2017 10:00 Toyota Corolla af nýjustu og elstu gerð. Toyota Corolla er sá bíll sem framleiddur hefur verið í flestum eintökum allra bílgerða frá upphafi og hefur nú verið framleiddur í 44 milljónum eintaka á ríflega 5 áratugum. Í verksmiðju Toyota í Mississippi í Bandaríkjunum var því fagnað í gær að þar hafa verið framleidd 1 milljón eintaka af bílnum frá árinu 2011. Því hefur aðeins á 6 árum verið framleidd að meðaltali 167.000 eintök af Corolla. Það er þó langt undir sölu bílsins á hverju ári í Bandaríkjunum því þar voru seld 360.000 eintök af bílnum á síðasta ári og að auki voru seldar 45.000 Corollur í Kanada í fyrra. Til samanburðar voru seldar 67.000 Corolla bílar í Evrópu í fyrra. Því er sala Corolla 6 sinnum meiri í N-Ameríku en í Evrópu. Toyota Corolla er framleidd á tíu stöðum í heiminum og því um sannkallaðan heimsbíl að ræða, enda selst bíllinn í meira en 1 milljón eintaka á hverju ári, eða næstum í 50 sinnum meira magni en öll bílsala á Íslandi í ár. Corolla er framleidd í Bandaríkjunum, Japan, Brasilíu, Kanada, Kína, Indlandi, Pakistan, S-Afríku, Taiwan, Tælandi, Tyrklandi og Venezuela. Toyota selur um 10 milljónir bíla á ári í heiminum öllum og því er sala Corolla um tíundi hluti allrar bílasölu Toyota. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent
Toyota Corolla er sá bíll sem framleiddur hefur verið í flestum eintökum allra bílgerða frá upphafi og hefur nú verið framleiddur í 44 milljónum eintaka á ríflega 5 áratugum. Í verksmiðju Toyota í Mississippi í Bandaríkjunum var því fagnað í gær að þar hafa verið framleidd 1 milljón eintaka af bílnum frá árinu 2011. Því hefur aðeins á 6 árum verið framleidd að meðaltali 167.000 eintök af Corolla. Það er þó langt undir sölu bílsins á hverju ári í Bandaríkjunum því þar voru seld 360.000 eintök af bílnum á síðasta ári og að auki voru seldar 45.000 Corollur í Kanada í fyrra. Til samanburðar voru seldar 67.000 Corolla bílar í Evrópu í fyrra. Því er sala Corolla 6 sinnum meiri í N-Ameríku en í Evrópu. Toyota Corolla er framleidd á tíu stöðum í heiminum og því um sannkallaðan heimsbíl að ræða, enda selst bíllinn í meira en 1 milljón eintaka á hverju ári, eða næstum í 50 sinnum meira magni en öll bílsala á Íslandi í ár. Corolla er framleidd í Bandaríkjunum, Japan, Brasilíu, Kanada, Kína, Indlandi, Pakistan, S-Afríku, Taiwan, Tælandi, Tyrklandi og Venezuela. Toyota selur um 10 milljónir bíla á ári í heiminum öllum og því er sala Corolla um tíundi hluti allrar bílasölu Toyota.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent