(lang)Skemmtilegasta bókin Helga Birgisdóttir skrifar 14. desember 2017 12:00 Bækur (lang)Elstur í bekknum Bergrún Íris Sævarsdóttir Útgefandi: Bókabeitan Prentun: Prentmiðlun, Lettlandi Síðufjöldi: 78 Kápa: Villi Warén Nú er Bergrún Íris Sævarsdóttir búin að teikna og skrifa það margar bækur að það er við hæfi að segja: Það er ávallt gleðiefni þegar Bergrún Íris sendir frá sér nýja bóka. Hér er engu logið, enda er bókin (lang)Elstur í bekknum mjög skemmtileg og afskaplega falleg. Hér segir af Eyju, 6 ára telpu sem stendur frammi fyrir því að þurfa að hefja grunnskólagöngu sína í glænýju hverfi og glænýjum skóla þar sem hún þekkir ekki nokkurn mann. Hún dauðkvíðir fyrsta skóladeginum og telur sig hafa klúðrað öllum möguleikum um einhver vinsældastig þegar hún verður þess valdandi að þrjár stelpur í bekknum rennblotna og hlaupa hrínandi inn í skóla. Vinalaus og vondauf eygir hún þó eitt ljós í myrkrinu: Sessunaut sinn, hann Rögnvald, en sá er enginn venjulegur skólastrákur. Rögnvaldur hefur setið eftir í 1. bekk árum og áratugum saman því hann neitar að læra að lesa. Þrátt fyrir ákveðna byrjunarörðugleika verður þeim vel til vina og gera með sér samning sem felst í því að Eyja eignist fleiri vini í bekknum og Rögnvaldur læri stafina. Bæði þurfa þau að takast á við og yfirstíga, að því er þeim þykir, gríðarlegar hindranir en hafa sigur að lokum, með hjálp hvort annars. Bókin sjálf er mjög læsileg, bæði hvað varðar uppsetningu og leturgerð. Fallegar myndir Bergrúnar Írisar lífga að auki upp á síðurnar og sérlega skemmtileg er dökk grá og svört mynd á heilli opnu framarlega í bókinni sem sýnir vel hversu erfitt er fyrir Eyju að mæta í skólann fyrsta skóladaginn. Textinn er blátt áfram og einfaldur en einstaka „erfiðari“ orð lífga upp á síðurnar, auðkennd með breiðu letri. (lang)Elstur í bekknum talar beint inn í reynsluheim barna á yngsta stigi grunnskólans, bæði gleði þeirra og sorgir, og hentar örugglega flestum krökkum á aldrinum 6-10 ára.Niðurstaða: Þrælskemmtileg krakkasaga, uppfull af góðum húmor og fallegum boðskap.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. desember. Bókmenntir Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur (lang)Elstur í bekknum Bergrún Íris Sævarsdóttir Útgefandi: Bókabeitan Prentun: Prentmiðlun, Lettlandi Síðufjöldi: 78 Kápa: Villi Warén Nú er Bergrún Íris Sævarsdóttir búin að teikna og skrifa það margar bækur að það er við hæfi að segja: Það er ávallt gleðiefni þegar Bergrún Íris sendir frá sér nýja bóka. Hér er engu logið, enda er bókin (lang)Elstur í bekknum mjög skemmtileg og afskaplega falleg. Hér segir af Eyju, 6 ára telpu sem stendur frammi fyrir því að þurfa að hefja grunnskólagöngu sína í glænýju hverfi og glænýjum skóla þar sem hún þekkir ekki nokkurn mann. Hún dauðkvíðir fyrsta skóladeginum og telur sig hafa klúðrað öllum möguleikum um einhver vinsældastig þegar hún verður þess valdandi að þrjár stelpur í bekknum rennblotna og hlaupa hrínandi inn í skóla. Vinalaus og vondauf eygir hún þó eitt ljós í myrkrinu: Sessunaut sinn, hann Rögnvald, en sá er enginn venjulegur skólastrákur. Rögnvaldur hefur setið eftir í 1. bekk árum og áratugum saman því hann neitar að læra að lesa. Þrátt fyrir ákveðna byrjunarörðugleika verður þeim vel til vina og gera með sér samning sem felst í því að Eyja eignist fleiri vini í bekknum og Rögnvaldur læri stafina. Bæði þurfa þau að takast á við og yfirstíga, að því er þeim þykir, gríðarlegar hindranir en hafa sigur að lokum, með hjálp hvort annars. Bókin sjálf er mjög læsileg, bæði hvað varðar uppsetningu og leturgerð. Fallegar myndir Bergrúnar Írisar lífga að auki upp á síðurnar og sérlega skemmtileg er dökk grá og svört mynd á heilli opnu framarlega í bókinni sem sýnir vel hversu erfitt er fyrir Eyju að mæta í skólann fyrsta skóladaginn. Textinn er blátt áfram og einfaldur en einstaka „erfiðari“ orð lífga upp á síðurnar, auðkennd með breiðu letri. (lang)Elstur í bekknum talar beint inn í reynsluheim barna á yngsta stigi grunnskólans, bæði gleði þeirra og sorgir, og hentar örugglega flestum krökkum á aldrinum 6-10 ára.Niðurstaða: Þrælskemmtileg krakkasaga, uppfull af góðum húmor og fallegum boðskap.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. desember.
Bókmenntir Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira