Audi Q8 án feluklæða Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2017 14:55 Talsvert líkur Lamborghini Urus jeppanum en ekki alveg eins kantaður. Audi sýndi jeppann Q8 concept fyrr á þessu ári á Detroit bílasýningunni og vinnur nú að því að gera þetta flaggskip í jeppaflokki tilbúið til framleiðslu. Nýlega náðust myndir á Spáni af bílnum án feluklæða og á þeim sést að bíllinn ber nokkurn keim af Lamborghini Urus ofurjeppanum, enda tilheyra bæði Audi og Lamborghini stóru Volkswagen bílafjölskyldunni og sami undirvagn er undir bílunum. Þessi tilvonandi Audi Q8 jeppi hallar mjög að aftan, líkt og Lamborghini Urus jeppinn og teljast þeir báðir vera með “coupe”-lagi. Þar heldur Audi sig á kunnuglegum slóðum líkt og Audi A5 er “coupe”-útgáfa A4 bílsins og A7 er einnig “coupe”-útgáfa A6 bílsins. Því má segja að Audi Q8 sé “coupe”-útgáfa Q7 jeppans. Vitað er að mælaborðið í Q8 verður mjög likt gríðarflottu mælaborðinu í hinum nýja Audi A8 bíl og með tveimur stafrænum snertiskjám. Von er á Audi Q8 bílnum á markað snemma á næsta ári og verður hann sýndur í endanlegri mynd á Detroit bílasýningunni snemma á næsta ári. Audi Q8 verður framleiddur seinna meir sem tengiltvinnbíll og líklega sem hreinræktaður rafmagnsbíll líka. Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður
Audi sýndi jeppann Q8 concept fyrr á þessu ári á Detroit bílasýningunni og vinnur nú að því að gera þetta flaggskip í jeppaflokki tilbúið til framleiðslu. Nýlega náðust myndir á Spáni af bílnum án feluklæða og á þeim sést að bíllinn ber nokkurn keim af Lamborghini Urus ofurjeppanum, enda tilheyra bæði Audi og Lamborghini stóru Volkswagen bílafjölskyldunni og sami undirvagn er undir bílunum. Þessi tilvonandi Audi Q8 jeppi hallar mjög að aftan, líkt og Lamborghini Urus jeppinn og teljast þeir báðir vera með “coupe”-lagi. Þar heldur Audi sig á kunnuglegum slóðum líkt og Audi A5 er “coupe”-útgáfa A4 bílsins og A7 er einnig “coupe”-útgáfa A6 bílsins. Því má segja að Audi Q8 sé “coupe”-útgáfa Q7 jeppans. Vitað er að mælaborðið í Q8 verður mjög likt gríðarflottu mælaborðinu í hinum nýja Audi A8 bíl og með tveimur stafrænum snertiskjám. Von er á Audi Q8 bílnum á markað snemma á næsta ári og verður hann sýndur í endanlegri mynd á Detroit bílasýningunni snemma á næsta ári. Audi Q8 verður framleiddur seinna meir sem tengiltvinnbíll og líklega sem hreinræktaður rafmagnsbíll líka.
Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður