VW Arteon R verður 404 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2017 09:46 Volkswagen Arteon verður í boði með 404 hestafla vél. Volkswagen hefur ekki farið leint með áhuga sinn á að fjölga bílum með stafinn R í endann, en hann stendur fyrir öflugar útgáfur þekktra bílgerð Volkswagen bíla. Hinn nýi Arteon bíll Volkswagen mun einmitt fá slíkan fulltrúa og verður sá bíll með 6 strokka, 3,0 lítra forþjöppuvél sem skilar 404 hestöflum til allra hjóla bílsins. Sumir hafa ýjað að því að þessi útfærsla bílsins sé ekki síst hugsuð í samkeppninni við hinn nýja Kia Stinger sem skartar 370 hestafla vél. Þá hefur einnig heyrst að Volkswagen hugi að “shooting-brake”-útfærslu af Arteon bílnum. Öflugasta gerð Volkswagen Arteon í dag er 276 hestöfl og því er þessi fyrirhugaða nýja gerð hans heilum 128 hestöflum öflugri og fyrir vikið verður þarna um að ræða sannkallaðan úlf í sauðagæru. Ekki er talið líklegt að Volkswagen Arteon R verði í boði beinskiptur. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent
Volkswagen hefur ekki farið leint með áhuga sinn á að fjölga bílum með stafinn R í endann, en hann stendur fyrir öflugar útgáfur þekktra bílgerð Volkswagen bíla. Hinn nýi Arteon bíll Volkswagen mun einmitt fá slíkan fulltrúa og verður sá bíll með 6 strokka, 3,0 lítra forþjöppuvél sem skilar 404 hestöflum til allra hjóla bílsins. Sumir hafa ýjað að því að þessi útfærsla bílsins sé ekki síst hugsuð í samkeppninni við hinn nýja Kia Stinger sem skartar 370 hestafla vél. Þá hefur einnig heyrst að Volkswagen hugi að “shooting-brake”-útfærslu af Arteon bílnum. Öflugasta gerð Volkswagen Arteon í dag er 276 hestöfl og því er þessi fyrirhugaða nýja gerð hans heilum 128 hestöflum öflugri og fyrir vikið verður þarna um að ræða sannkallaðan úlf í sauðagæru. Ekki er talið líklegt að Volkswagen Arteon R verði í boði beinskiptur.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent