Alltaf aukadiskur og extrastóll Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2017 14:00 Ewa Kromer. Vísir/Eyþór Ewa Kromer er ein þeirra fjölmörgu Pólverja sem sest hafa að á Íslandi og halda í sínar jólahefðir frá heimalandinu. Þar sem Ewa er kaþólsk fer hún í Landakotskirkju í messu á aðfangadagskvöld en fyrst ber hún fram dýrindis máltíð sem samanstendur af rauðrófusúpu og margs konar fiskréttum. „Við byrjum jólin um klukkan sex á aðfangadagskvöld eins og siður er hér á landi. Í Póllandi er talað um að hefja hátíðina þegar fyrsta stjarnan er komin á himininn. Áður en jólamáltíðin hefst brjótum við niður oblátur, eins og prestarnir gefa fólki þegar það fer til altaris, og biðjum hvert fyrir öðru og óskum gleðilegra jóla,“ segir Ewa Kromer þegar hún er beðin að lýsa jólahaldi sínu að pólskum sið. Að þessu sinni verða bróðir Ewu og fjölskylda hans, kona og tveir synir, hjá henni um jólin. „Þau koma til mín frá Englandi. Svo verður systir mín sem býr í Breiðholti hjá mér á aðfangadagskvöld og líka mamma mín. Mamma er orðin áttræð og hún er blind. Ég veit að það verður gaman að hittast.“ Auðvitað eru lagðir diskar á borð fyrir alla sem ætla að borða saman og svo er alltaf bætt við aukadiski og viðbótarstól ef einhver skyldi banka óvænt á dyr. Það er gamall pólskur siður, að sögn Ewu. „Mamma gerði þetta alltaf og ég held í þá hefð,“ segir hún og bætir við: „Ég hugsa að allir geri það enn í Póllandi. Þar eru svo margir heimilislausir.“ „Súpan er sérstaklega búin til vegna litarins – og auðvitað líka bragðsins,“ segir Ewa.Vísir/Eyþór Ewa segir ekki til siðs að borða kjöt á aðfangadagskvöld, heldur samanstandi jólamáltíðin af rauðrófusúpu – barszcz czerwony á pólsku – og soðnum hálfmánum með súrkáls- og sveppafyllingu – pierogi z kapusta i grzybami – á pólsku. „Súpan er sérstaklega gerð fyrir litinn og auðvitað bragðið líka,“ segir hún og kveðst líka bera fram ýmsar tegundir af fiski. „Ein pólsk fisktegund er mjög vinsæl, hún heitir karp, við fáum hana í Mini Market í Breiðholtinu. Karp er gulllitur fiskur, við skerum hann niður í litla bita og steikjum á pönnu. Svo hef ég margar tegundir af síld, kryddsíld, jólasíld, síldarsalat. Bara eins og tíðkast Íslandi en ég kaupi síldina líka í Mini Market. Hún er pólsk og bæði smærri en sú íslenska og ekki eins feit.“ Svo er það helgihaldið. „Í Póllandi förum við í miðnæturmessu en hér sækjum við messu í Landakotskirkju sem hefst klukkan níu á aðfangadagskvöld,“ segir Ewa og heldur áfram. „Eftir messu, sem hjá okkur í Póllandi er auðvitað eftir miðnætti, er allt í lagi að borða kjöt. Það er mikið til það sama og hér á landi, hamborgarhryggur, jólaskinka og alls konar steikur. Mikill matur – enda verða miklir afgangar sem eru borðaðir í heila viku á eftir. Bornir fram í minni og minni skálum eftir því sem líður á og því síðasta hent!“ Ewa segir stundum mikið stress fyrir jólin hjá Pólverjum, rétt eins og Íslendingum, því margt þurfi að gera. En drekka þeir eitthvað sérstakt með jólamatnum? „Eins og Íslendingar kaupi ég malt og appelsín. Svo er drukkið hvítvín með kvöldmatnum enda passar það með fiskinum. Annars drekkur fólk bæði hvítt og rautt vín, eftir því sem við á.“ Jólamatur Mest lesið Ódýrt og einfalt jólaföndur sem allir geta gert Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Jólalag dagsins: Magni og Heimir flytja Þegar jólin koma Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Ewa Kromer er ein þeirra fjölmörgu Pólverja sem sest hafa að á Íslandi og halda í sínar jólahefðir frá heimalandinu. Þar sem Ewa er kaþólsk fer hún í Landakotskirkju í messu á aðfangadagskvöld en fyrst ber hún fram dýrindis máltíð sem samanstendur af rauðrófusúpu og margs konar fiskréttum. „Við byrjum jólin um klukkan sex á aðfangadagskvöld eins og siður er hér á landi. Í Póllandi er talað um að hefja hátíðina þegar fyrsta stjarnan er komin á himininn. Áður en jólamáltíðin hefst brjótum við niður oblátur, eins og prestarnir gefa fólki þegar það fer til altaris, og biðjum hvert fyrir öðru og óskum gleðilegra jóla,“ segir Ewa Kromer þegar hún er beðin að lýsa jólahaldi sínu að pólskum sið. Að þessu sinni verða bróðir Ewu og fjölskylda hans, kona og tveir synir, hjá henni um jólin. „Þau koma til mín frá Englandi. Svo verður systir mín sem býr í Breiðholti hjá mér á aðfangadagskvöld og líka mamma mín. Mamma er orðin áttræð og hún er blind. Ég veit að það verður gaman að hittast.“ Auðvitað eru lagðir diskar á borð fyrir alla sem ætla að borða saman og svo er alltaf bætt við aukadiski og viðbótarstól ef einhver skyldi banka óvænt á dyr. Það er gamall pólskur siður, að sögn Ewu. „Mamma gerði þetta alltaf og ég held í þá hefð,“ segir hún og bætir við: „Ég hugsa að allir geri það enn í Póllandi. Þar eru svo margir heimilislausir.“ „Súpan er sérstaklega búin til vegna litarins – og auðvitað líka bragðsins,“ segir Ewa.Vísir/Eyþór Ewa segir ekki til siðs að borða kjöt á aðfangadagskvöld, heldur samanstandi jólamáltíðin af rauðrófusúpu – barszcz czerwony á pólsku – og soðnum hálfmánum með súrkáls- og sveppafyllingu – pierogi z kapusta i grzybami – á pólsku. „Súpan er sérstaklega gerð fyrir litinn og auðvitað bragðið líka,“ segir hún og kveðst líka bera fram ýmsar tegundir af fiski. „Ein pólsk fisktegund er mjög vinsæl, hún heitir karp, við fáum hana í Mini Market í Breiðholtinu. Karp er gulllitur fiskur, við skerum hann niður í litla bita og steikjum á pönnu. Svo hef ég margar tegundir af síld, kryddsíld, jólasíld, síldarsalat. Bara eins og tíðkast Íslandi en ég kaupi síldina líka í Mini Market. Hún er pólsk og bæði smærri en sú íslenska og ekki eins feit.“ Svo er það helgihaldið. „Í Póllandi förum við í miðnæturmessu en hér sækjum við messu í Landakotskirkju sem hefst klukkan níu á aðfangadagskvöld,“ segir Ewa og heldur áfram. „Eftir messu, sem hjá okkur í Póllandi er auðvitað eftir miðnætti, er allt í lagi að borða kjöt. Það er mikið til það sama og hér á landi, hamborgarhryggur, jólaskinka og alls konar steikur. Mikill matur – enda verða miklir afgangar sem eru borðaðir í heila viku á eftir. Bornir fram í minni og minni skálum eftir því sem líður á og því síðasta hent!“ Ewa segir stundum mikið stress fyrir jólin hjá Pólverjum, rétt eins og Íslendingum, því margt þurfi að gera. En drekka þeir eitthvað sérstakt með jólamatnum? „Eins og Íslendingar kaupi ég malt og appelsín. Svo er drukkið hvítvín með kvöldmatnum enda passar það með fiskinum. Annars drekkur fólk bæði hvítt og rautt vín, eftir því sem við á.“
Jólamatur Mest lesið Ódýrt og einfalt jólaföndur sem allir geta gert Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Jólalag dagsins: Magni og Heimir flytja Þegar jólin koma Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira