Brakandi ferskt Stjörnustríð í fertugum dýrðarljóma Þórarinn Þórarinsson skrifar 18. desember 2017 11:00 Rey reynir að draga Luke Skywalker, lúinn og uppgefinn, aftur í stjörnustríðin en útlitið er ekki gott þar sem sá sem var nýja vonin fyrir 40 árum er nú útbrunninn. Þegar Star Wars: A New Hope kom í bíó 1977 upphófst stórkostlegt ævintýri sem varð að dáðasta þríleik kvikmyndasögunnar með framhaldsmyndunum The Empire Strikes Back og The Return of the Jedi. George Lucas tókst næstum að gera út af við sköpunarverk sitt löngu síðar með grátlega tilfinningalausum seinni þríleiknum. Eftir að afþreyingarskrímslið Disney keypti Star Wars af Lucas hefur sem betur fer allt horft til betri vegar. Skywalker-fjölskylduharmleiknum var ýtt aftur í gang með The Force Awakens fyrir tveimur árum. Gömlu hetjurnar okkar, Han, Leia og Luke, sneru loksins aftur en leyfðu nýjum persónum að njóta sín. Þar fór mest fyrir eyðimerkurstúlkunni Rey, sem er þegar orðin öflugasta kvenhetja kvikmyndanna á vorum tímum, og sturlaða og illa frekjudallinum Kylo Ren, barnabarni Svarthöfða, sem á þá martröð heitasta að verða verri en afi gamli. The Force Awakens var ansi hávært bergmál af fyrstu Star Wars-myndinni. Einhverjum til ama en til hvaða ráðs átti að grípa eftir skemmdarverk Lucasar? Var ekki bara skynsamlegast að leita aftur til upprunans? Þetta virkaði og nú hefur heldur betur komið á daginn að með The Force Awakens var lagður grunnur að þeirri stórfenglegu Star Wars-mynd sem The Last Jedi er. Samkvæmt þjóðtrúnni er The Empire Strikes Back besta Stjörnustríðsmyndin. Myrkari en fyrirrennarinn og skartar dramatískasta hápunkti sögunnar: „No, I am your father.“ The Last Jedi er slík veisla fyrir augu, eyru og rótgrónar Star Wars-tilfinningar að ekki er útilokað að Empire þurfi að færa sig niður um sæti. Þessi mynd er snarsturlað æði!Hvíl í friði, elsku prinsessa. Carrie Fisher lést skömmu eftir að tökum lauk en kveður okkur með Leiu eins og hún gerist best.The Last Jedi er þvottekta Star Wars-mynd en samt öðruvísi en allar sem á undan hafa komið. Hér kveður við nýja tóna í gamalkunnri sinfóníu. Þetta er lengsta myndin hingað til en hvergi er dauðan punkt að finna þótt teknir séu alls kyns óþarfa útúrdúrar og föndrað við hliðarsögur. Með þessari mynd hefur Star Wars öðlast ansi hreint mikla samfélagslega meðvitund. Konur hafa aldrei verið frekari til fjörsins og hugrakkar stelpur skyggja á strákana í bardögunum. Deilt er á alls konar samfélagsmein og meira að segja Chewbacca er farinn að daðra við að vera vegan! Þetta er alveg nýtt í Star Wars en er jákvætt, fallegt og skemmtilegt. Eftir að gott grín, hugvekjandi ádeilur og mátuleg krúttlegheit eru að baki rýkur myndin á í það minnsta 12 parasecs yfir í svo geggjaðan og tilfinningaþrunginn hasar að annað eins hefur ekki sést áður í Star Wars-mynd og er þá ansi mikið sagt! Maður fær allt sem maður hefði mögulega getað látið sig dreyma um en er samt endalaust komið á óvart. Fyrir okkur sem höfum lifað með Leiu og Luke í fjörutíu ár er þetta svo löng raðfullnæging að sólarhringur til þess að jafna sig er algert lágmark. Mark Hamill, þreyttur og uppgefinn Luke, er frábær. Aldrei verið betri. Og elsku, besta yndislega Carrie okkar Fisher, sem lést skömmu eftir að tökum lauk, er dásamleg. Virðuleikinn, viktin og næmið í túlkun hennar á Leiu gerir þessa mynd að verðugri sálumessu þessarar stórmerku konu. Nýju hetjurnar í The Force Awakens standa sig með stakri prýði. Rey og Kylo eru þungamiðjan í þessum þriðja bálki Star Wars og fara á kostum, hvort á sinn hátt. Daisy Ridley er ómótstæðileg sem hin leitandi Rey og Adam Driver keyrir trylling Kylo upp í ellefu en skilar um leið vel þeirri sömu átakanlegu innri baráttu og afi hans átti í forðum.The Force Awakens sótti full mikið í A New Hope en í The Last Jedi er komið á fullkomið jafnvægi milli þess gamla og nýja þannig að allir fá það sem þeir þrá og þurfa. The Last Jedi er brakandi fersk Star Wars-mynd sem fetar nýjar slóðir og dekrar við okkur fullorðnu Stjörnustríðsbörnin með vísunum í helstu hápunkta gömlu myndanna þriggja. Snúið er snilldarlega upp á þá og þeir magnaðir svo upp að gæsahúðin hríslast um okkur sem vorum þarna í den. Ég var að þerra tár meira eða minna alla myndina og grét með ekkasogum undir lokin. Og skammast mín ekkert fyrir þetta enda hefur mér ekki liðið jafn vel síðan ég gekk út úr Nýja bíói í október 1978, Stjörnuþokan fjarlæga geymir ekki jafn margar stjörnur og mig langar að gefa þessari mynd. Þeir sem kveikja ekki á snilldinni hljóta að hafa týnt barninu í sér, hafa aldrei fattað Star Wars eða eru að reyna að spila sig voða intellektúal og töff með því að tala myndina niður. Við þannig fólk er aðeins eitt að segja: „I find your lack of faith disturbing. Og veriði bara heima. Ykkur var aldrei boðið í þetta partí.“ Öll þið hin, góða skemmtun!Niðurstaða: Æsispennandi og skemmtilegt ævintýri. Stjörnustríð eins og við höfum aldrei séð það áður en samt eins fullkomin Star Wars-mynd og alvöru aðdáendur gætu óskað sér. Gæsahúð í tvo og hálfan klukkutíma. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Áskoraranir í fyrra: Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Bráðum verður hún frú Beast Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Þegar Star Wars: A New Hope kom í bíó 1977 upphófst stórkostlegt ævintýri sem varð að dáðasta þríleik kvikmyndasögunnar með framhaldsmyndunum The Empire Strikes Back og The Return of the Jedi. George Lucas tókst næstum að gera út af við sköpunarverk sitt löngu síðar með grátlega tilfinningalausum seinni þríleiknum. Eftir að afþreyingarskrímslið Disney keypti Star Wars af Lucas hefur sem betur fer allt horft til betri vegar. Skywalker-fjölskylduharmleiknum var ýtt aftur í gang með The Force Awakens fyrir tveimur árum. Gömlu hetjurnar okkar, Han, Leia og Luke, sneru loksins aftur en leyfðu nýjum persónum að njóta sín. Þar fór mest fyrir eyðimerkurstúlkunni Rey, sem er þegar orðin öflugasta kvenhetja kvikmyndanna á vorum tímum, og sturlaða og illa frekjudallinum Kylo Ren, barnabarni Svarthöfða, sem á þá martröð heitasta að verða verri en afi gamli. The Force Awakens var ansi hávært bergmál af fyrstu Star Wars-myndinni. Einhverjum til ama en til hvaða ráðs átti að grípa eftir skemmdarverk Lucasar? Var ekki bara skynsamlegast að leita aftur til upprunans? Þetta virkaði og nú hefur heldur betur komið á daginn að með The Force Awakens var lagður grunnur að þeirri stórfenglegu Star Wars-mynd sem The Last Jedi er. Samkvæmt þjóðtrúnni er The Empire Strikes Back besta Stjörnustríðsmyndin. Myrkari en fyrirrennarinn og skartar dramatískasta hápunkti sögunnar: „No, I am your father.“ The Last Jedi er slík veisla fyrir augu, eyru og rótgrónar Star Wars-tilfinningar að ekki er útilokað að Empire þurfi að færa sig niður um sæti. Þessi mynd er snarsturlað æði!Hvíl í friði, elsku prinsessa. Carrie Fisher lést skömmu eftir að tökum lauk en kveður okkur með Leiu eins og hún gerist best.The Last Jedi er þvottekta Star Wars-mynd en samt öðruvísi en allar sem á undan hafa komið. Hér kveður við nýja tóna í gamalkunnri sinfóníu. Þetta er lengsta myndin hingað til en hvergi er dauðan punkt að finna þótt teknir séu alls kyns óþarfa útúrdúrar og föndrað við hliðarsögur. Með þessari mynd hefur Star Wars öðlast ansi hreint mikla samfélagslega meðvitund. Konur hafa aldrei verið frekari til fjörsins og hugrakkar stelpur skyggja á strákana í bardögunum. Deilt er á alls konar samfélagsmein og meira að segja Chewbacca er farinn að daðra við að vera vegan! Þetta er alveg nýtt í Star Wars en er jákvætt, fallegt og skemmtilegt. Eftir að gott grín, hugvekjandi ádeilur og mátuleg krúttlegheit eru að baki rýkur myndin á í það minnsta 12 parasecs yfir í svo geggjaðan og tilfinningaþrunginn hasar að annað eins hefur ekki sést áður í Star Wars-mynd og er þá ansi mikið sagt! Maður fær allt sem maður hefði mögulega getað látið sig dreyma um en er samt endalaust komið á óvart. Fyrir okkur sem höfum lifað með Leiu og Luke í fjörutíu ár er þetta svo löng raðfullnæging að sólarhringur til þess að jafna sig er algert lágmark. Mark Hamill, þreyttur og uppgefinn Luke, er frábær. Aldrei verið betri. Og elsku, besta yndislega Carrie okkar Fisher, sem lést skömmu eftir að tökum lauk, er dásamleg. Virðuleikinn, viktin og næmið í túlkun hennar á Leiu gerir þessa mynd að verðugri sálumessu þessarar stórmerku konu. Nýju hetjurnar í The Force Awakens standa sig með stakri prýði. Rey og Kylo eru þungamiðjan í þessum þriðja bálki Star Wars og fara á kostum, hvort á sinn hátt. Daisy Ridley er ómótstæðileg sem hin leitandi Rey og Adam Driver keyrir trylling Kylo upp í ellefu en skilar um leið vel þeirri sömu átakanlegu innri baráttu og afi hans átti í forðum.The Force Awakens sótti full mikið í A New Hope en í The Last Jedi er komið á fullkomið jafnvægi milli þess gamla og nýja þannig að allir fá það sem þeir þrá og þurfa. The Last Jedi er brakandi fersk Star Wars-mynd sem fetar nýjar slóðir og dekrar við okkur fullorðnu Stjörnustríðsbörnin með vísunum í helstu hápunkta gömlu myndanna þriggja. Snúið er snilldarlega upp á þá og þeir magnaðir svo upp að gæsahúðin hríslast um okkur sem vorum þarna í den. Ég var að þerra tár meira eða minna alla myndina og grét með ekkasogum undir lokin. Og skammast mín ekkert fyrir þetta enda hefur mér ekki liðið jafn vel síðan ég gekk út úr Nýja bíói í október 1978, Stjörnuþokan fjarlæga geymir ekki jafn margar stjörnur og mig langar að gefa þessari mynd. Þeir sem kveikja ekki á snilldinni hljóta að hafa týnt barninu í sér, hafa aldrei fattað Star Wars eða eru að reyna að spila sig voða intellektúal og töff með því að tala myndina niður. Við þannig fólk er aðeins eitt að segja: „I find your lack of faith disturbing. Og veriði bara heima. Ykkur var aldrei boðið í þetta partí.“ Öll þið hin, góða skemmtun!Niðurstaða: Æsispennandi og skemmtilegt ævintýri. Stjörnustríð eins og við höfum aldrei séð það áður en samt eins fullkomin Star Wars-mynd og alvöru aðdáendur gætu óskað sér. Gæsahúð í tvo og hálfan klukkutíma.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Áskoraranir í fyrra: Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Bráðum verður hún frú Beast Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira