Borgarholtsskóli fékk Audi TT í jólagjöf Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2017 14:56 Hulunni svift af sportkerrunni. Það var líf og fjör í sýningarsal Audi síðastliðinn föstudag þegar Hekla gaf Borgarholtsskóla nýja kennslubifreið fyrir nema á bíltæknibraut. Bíllinn er af gerðinni Audi TT og er glæsilegur tveggja dyra sportbíll. Óhætt er að fullyrða að fáir nemendur fái að leika sér með jafn skemmtilegt tryllitæki. Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu afhenti Ársæli Guðmundssyni skólameistara og Marín Björk Jónasdóttur sviðsstjóra bifreiðina við skemmtilega viðhöfn en það voru nemendur skólans og starfsfólk Heklu sem opnuðu gjöfina saman.„Það er okkur sönn ánægja að afhenda Borgarholtsskóla þennan glæsilega Audi TT sem hreyfir við öllum sem áhuga hafa á bílum. Okkur í Heklu er bæði ljúft og skylt að styðja við bakið á nemendum í bíltæknigreinum. Það er mikilvægt að tryggja þeim aðgengi að sem bestu tækjum og búnaði til að nemendur komist í snertingu við nýjustu tækni á tímum örra breytinga,“ segir Friðbert. „Borgarholtsskóli hefur alla tíð notið velvildar og skilnings hjá Heklu sem kom svo glöggt fram við afhendingu þessarar höfðinglegu gjafar. Bíllinn mun koma sér afar vel við kennslu í bíliðngreinum og svo hefur hann auðvitað gildi sem vitni um nýjustu tækni á þessu sviði. Því er ekki að leyna að kennslutækið Audi TT kemur ekki einungis til með að gagnast í kennslunni heldur hefur einnig aðdráttarafl vegna útlits og hönnunar. Samstarf skólans við atvinnulífið og bílgreinina á Íslandi er afar mikilvægt fyrir námið og endurnýjun mannafla í iðngreininni.” segir Ársæll. Umræddur Audi TT er með 230 hestafla tveggja lítra TFSI vél með tvískiptu innspýtingarkerfi, 6 gíra sjálfskiptingu með fjórhjóladrifi og er ríkulega búinn aukabúnaði. Hann er með stafrænu mælaborði, S-line útlitspakka að utan og innan og stútfullur af aðstoðarkerfum á borð við akreinavara og fjarlægðaskynjara. Hér er því sannkallaður 230 hestafla villihestur á ferðinni sem á án efa eftir að vekja enn meiri áhuga á bíltækni en áður. Þessi glæsilega Audi bifreið mun nýtast nemendum Borgarholtsskóla vel næstu árin sem kennslutæki á bíltæknibraut.Gullfallegur sá blái.Friðbert afhendir Ársæli lyklana af Audi TT bílnum. Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður
Það var líf og fjör í sýningarsal Audi síðastliðinn föstudag þegar Hekla gaf Borgarholtsskóla nýja kennslubifreið fyrir nema á bíltæknibraut. Bíllinn er af gerðinni Audi TT og er glæsilegur tveggja dyra sportbíll. Óhætt er að fullyrða að fáir nemendur fái að leika sér með jafn skemmtilegt tryllitæki. Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu afhenti Ársæli Guðmundssyni skólameistara og Marín Björk Jónasdóttur sviðsstjóra bifreiðina við skemmtilega viðhöfn en það voru nemendur skólans og starfsfólk Heklu sem opnuðu gjöfina saman.„Það er okkur sönn ánægja að afhenda Borgarholtsskóla þennan glæsilega Audi TT sem hreyfir við öllum sem áhuga hafa á bílum. Okkur í Heklu er bæði ljúft og skylt að styðja við bakið á nemendum í bíltæknigreinum. Það er mikilvægt að tryggja þeim aðgengi að sem bestu tækjum og búnaði til að nemendur komist í snertingu við nýjustu tækni á tímum örra breytinga,“ segir Friðbert. „Borgarholtsskóli hefur alla tíð notið velvildar og skilnings hjá Heklu sem kom svo glöggt fram við afhendingu þessarar höfðinglegu gjafar. Bíllinn mun koma sér afar vel við kennslu í bíliðngreinum og svo hefur hann auðvitað gildi sem vitni um nýjustu tækni á þessu sviði. Því er ekki að leyna að kennslutækið Audi TT kemur ekki einungis til með að gagnast í kennslunni heldur hefur einnig aðdráttarafl vegna útlits og hönnunar. Samstarf skólans við atvinnulífið og bílgreinina á Íslandi er afar mikilvægt fyrir námið og endurnýjun mannafla í iðngreininni.” segir Ársæll. Umræddur Audi TT er með 230 hestafla tveggja lítra TFSI vél með tvískiptu innspýtingarkerfi, 6 gíra sjálfskiptingu með fjórhjóladrifi og er ríkulega búinn aukabúnaði. Hann er með stafrænu mælaborði, S-line útlitspakka að utan og innan og stútfullur af aðstoðarkerfum á borð við akreinavara og fjarlægðaskynjara. Hér er því sannkallaður 230 hestafla villihestur á ferðinni sem á án efa eftir að vekja enn meiri áhuga á bíltækni en áður. Þessi glæsilega Audi bifreið mun nýtast nemendum Borgarholtsskóla vel næstu árin sem kennslutæki á bíltæknibraut.Gullfallegur sá blái.Friðbert afhendir Ársæli lyklana af Audi TT bílnum.
Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður