Komst loks á topplistann eftir 23ja ára bið Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2017 21:30 Þvílíkur ferill hjá Mariuh Carey. Hér sést hún fagna með jólasveininum. Vísir / Getty Images Flestir kannast við lagið All I Want for Christmas Is You með söngkonunni Mariuh Carey og er lagið órjúfanlegur partur af jólahaldinu í hugum margra. Það kemur því einhverjum eflaust á óvart að lagið var í fyrsta sinn í ár að ná inn í efstu tíu sætin á vinsældarlistanum Billboard Hot 100. Lagið situr nú í níunda sæti listans en toppsætið verma þau Ed Sheeran og Beyoncé með lagið Perfect. Þess má geta að All I Want for Christmas Is You er á fjórðu plötu Mariuh, Merry Christmas, sem kom út árið 1994. Hún hefur því beðið eftir því að komast í efstu sæti Billboard Hot 100-listans í 23 ár. „Þetta er ótrúleg jólagjöf! Sem lagasmiður er það mikill heiður fyrir mig að þetta lag hafi náð inn í efstu tíu sætin á Billboard Hot 100-listanum í fyrsta sinn,“ segir Mariah í samtali við Billboard, gjörsamlega í skýjunum. „Í sannleika sagt hélt ég að þetta myndi aldrei gerast en ég er svo þakklát öllum sem kunna að meta þetta lag og að það sé partur af jólahefðum margra. Það hlýjar mér um hjartarætur og ég er svo stolt af þessu lagi sem ég samdi sem barn á litla Casio-hljómborðið mitt,“ bætir Mariah við. Þetta er í 28 sinn sem Mariah nær inn í efstu sæti Billboard Hot 100-listans. Síðast þegar það gerðist var það lagið Obsessed árið 2009 sem nældi sér í sjöunda sætið. Alls hafa átján lög Mariuh náð fyrsta sæti Billboard Hot 100-listans, sem er besti árangur einsöngvara í sögu listans. Jól Jólalög Tengdar fréttir Hvenær er í lagi að byrja að spila jólalög? Það hafa margir Íslendingar mjög sterkar skoðanir á því hvenær jólalögin eiga að fara í tækin. 10. nóvember 2017 11:30 Hvert er besta jólalag allra tíma? Það er fátt jólalegra en að hlusta á góðan spilunarlista af jólalögum og komast í gott hátíðarskap í leiðinni. 20. desember 2016 11:30 Mest lesið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Lífið Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Lífið Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Lífið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Lífið Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Tíska og hönnun „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Flestir kannast við lagið All I Want for Christmas Is You með söngkonunni Mariuh Carey og er lagið órjúfanlegur partur af jólahaldinu í hugum margra. Það kemur því einhverjum eflaust á óvart að lagið var í fyrsta sinn í ár að ná inn í efstu tíu sætin á vinsældarlistanum Billboard Hot 100. Lagið situr nú í níunda sæti listans en toppsætið verma þau Ed Sheeran og Beyoncé með lagið Perfect. Þess má geta að All I Want for Christmas Is You er á fjórðu plötu Mariuh, Merry Christmas, sem kom út árið 1994. Hún hefur því beðið eftir því að komast í efstu sæti Billboard Hot 100-listans í 23 ár. „Þetta er ótrúleg jólagjöf! Sem lagasmiður er það mikill heiður fyrir mig að þetta lag hafi náð inn í efstu tíu sætin á Billboard Hot 100-listanum í fyrsta sinn,“ segir Mariah í samtali við Billboard, gjörsamlega í skýjunum. „Í sannleika sagt hélt ég að þetta myndi aldrei gerast en ég er svo þakklát öllum sem kunna að meta þetta lag og að það sé partur af jólahefðum margra. Það hlýjar mér um hjartarætur og ég er svo stolt af þessu lagi sem ég samdi sem barn á litla Casio-hljómborðið mitt,“ bætir Mariah við. Þetta er í 28 sinn sem Mariah nær inn í efstu sæti Billboard Hot 100-listans. Síðast þegar það gerðist var það lagið Obsessed árið 2009 sem nældi sér í sjöunda sætið. Alls hafa átján lög Mariuh náð fyrsta sæti Billboard Hot 100-listans, sem er besti árangur einsöngvara í sögu listans.
Jól Jólalög Tengdar fréttir Hvenær er í lagi að byrja að spila jólalög? Það hafa margir Íslendingar mjög sterkar skoðanir á því hvenær jólalögin eiga að fara í tækin. 10. nóvember 2017 11:30 Hvert er besta jólalag allra tíma? Það er fátt jólalegra en að hlusta á góðan spilunarlista af jólalögum og komast í gott hátíðarskap í leiðinni. 20. desember 2016 11:30 Mest lesið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Lífið Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Lífið Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Lífið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Lífið Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Tíska og hönnun „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hvenær er í lagi að byrja að spila jólalög? Það hafa margir Íslendingar mjög sterkar skoðanir á því hvenær jólalögin eiga að fara í tækin. 10. nóvember 2017 11:30
Hvert er besta jólalag allra tíma? Það er fátt jólalegra en að hlusta á góðan spilunarlista af jólalögum og komast í gott hátíðarskap í leiðinni. 20. desember 2016 11:30