Alejandro lýtur engum reglum í Sicario 2 Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2017 22:22 Benicio del Toro í Josh Brolin í Sicario 2. IMDB Leikararnir Benicio Del Toro og Josh Brolin snúa aftur sem Alejandro og Matt Graver í Sicario 2: Soldado. Fyrri myndin kom út árið 2015 og hlaut mikið lof og tilnefningar til þriggja Óskarsverðlauna. Þar á meðal hlaut íslenska kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson tilnefningu fyrir tónlist sína í kvikmyndinni. Jóhann snýr þó ekki aftur í þessari framhaldsmynd heldur er það íslenska kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir sem semur tónlistina fyrir þessa mynd.Hildur hefur tvívegis unnið til Edduverðlauna fyrir tónlist, annars vegar fyrir Eiðinn og hins vegar fyrir Ófærð en hún deildi þeim verðlaunum með Jóhanni Jóhannssyni og Rutger Hoedmaekers. Í Sicario 2 hefur hefur enn frekari harka færst í baráttuna við eiturlyfjasamtök á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Hafa eiturlyfjasamtökin meðal annars tekið upp á því að smygla hryðjuverkamönnum yfir landamærin til Bandaríkjanna. Til að berjast gegn þessu er leitað til CIA-fulltrúans Matt Graver sem hefur samband við hinn leyndardómsfulla Alejandro og tilkynnir honum að í þetta skiptið þurfi hann ekki að fara eftir neinum reglum. Leikstjóri fyrri myndarinnar, Denis Villeneuve, er fjarri góðu gamni og hefur leikstjórinn Stefano Sollima tekið við stjórntaumunum. Þá mun Emily Blunt ekki snúa aftur sem Kate Macer úr fyrri myndinni. Myndin verður frumsýnd í júní á næsta ári. Hér fyrir neðan má heyra brot úr tónlist Jóhanns úr Sicario. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leikararnir Benicio Del Toro og Josh Brolin snúa aftur sem Alejandro og Matt Graver í Sicario 2: Soldado. Fyrri myndin kom út árið 2015 og hlaut mikið lof og tilnefningar til þriggja Óskarsverðlauna. Þar á meðal hlaut íslenska kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson tilnefningu fyrir tónlist sína í kvikmyndinni. Jóhann snýr þó ekki aftur í þessari framhaldsmynd heldur er það íslenska kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir sem semur tónlistina fyrir þessa mynd.Hildur hefur tvívegis unnið til Edduverðlauna fyrir tónlist, annars vegar fyrir Eiðinn og hins vegar fyrir Ófærð en hún deildi þeim verðlaunum með Jóhanni Jóhannssyni og Rutger Hoedmaekers. Í Sicario 2 hefur hefur enn frekari harka færst í baráttuna við eiturlyfjasamtök á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Hafa eiturlyfjasamtökin meðal annars tekið upp á því að smygla hryðjuverkamönnum yfir landamærin til Bandaríkjanna. Til að berjast gegn þessu er leitað til CIA-fulltrúans Matt Graver sem hefur samband við hinn leyndardómsfulla Alejandro og tilkynnir honum að í þetta skiptið þurfi hann ekki að fara eftir neinum reglum. Leikstjóri fyrri myndarinnar, Denis Villeneuve, er fjarri góðu gamni og hefur leikstjórinn Stefano Sollima tekið við stjórntaumunum. Þá mun Emily Blunt ekki snúa aftur sem Kate Macer úr fyrri myndinni. Myndin verður frumsýnd í júní á næsta ári. Hér fyrir neðan má heyra brot úr tónlist Jóhanns úr Sicario.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein