Svanurinn vann til verðlauna í Kaíró Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2017 13:27 Myndin byggir á samnefndri skáldsögu eftir Guðberg Bergsson. Sena Kvikmyndin Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Kaíró í gær. Myndin vann til verðlauna í flokknum „Shadi Abdel Salam Prize for Best Film”. Í tilkynningu frá Senu segir að myndin byggi á samnefndri verðlaunaskáldsögu eftir Guðberg Bergsson sem þýdd hafi verið á fjölda tungumála. „Dómarar höfðu orð á því hversu grípandi og sannfærandi myndin væri og að hún hefði við sig sérstaka áferð og innra líf sem sjaldséð væri á hvíta tjaldinu. Svanurinn er fyrsta kvikmynd Ásu Helgu í fullri lengd en hún lauk kvikmyndanámi frá Columbia háskólanum í New York árið 2013 og hafa stuttmyndir hennar vakið athygli og ferðast víða á kvikmyndahátíðum víða um heim.Ása Helga Hjörleifsdóttir.senaFramleiðendur eru Hlín Jóhannesdóttir og Birgitta Björnsdóttir hjá Vintage Pictures en Birgitta tók við verðlaununum fyrir hönd Ásu Helgu. Meðal viðstaddra voru stórstjörnur á borð við Nicholas Cage, Hilary Swank og Adrien Brody sem öll fengu viðurkenningar á hátíðinni. Sem endranær vakti frammistaða Grímu Valsdóttur sérsaka athygli, en hún leikur aðalhlutverkið, hina 9 ára gömlu Sól,“ segir í tilkynningunni. Kvikmyndin verður frumsýnd á Íslandi í janúar næstkomandi. Menning Tengdar fréttir Ása valin besti leikstjórinn á kvikmyndahátíð á Indlandi Ása Helga Hjörleifsdóttir, handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Svanurinn, hlaut á föstudag verðlaun fyrir bestu leikstjórn á kvikmyndahátíðinni í Kolkata á Indlandi. 22. nóvember 2017 16:30 Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kvikmyndin Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Kaíró í gær. Myndin vann til verðlauna í flokknum „Shadi Abdel Salam Prize for Best Film”. Í tilkynningu frá Senu segir að myndin byggi á samnefndri verðlaunaskáldsögu eftir Guðberg Bergsson sem þýdd hafi verið á fjölda tungumála. „Dómarar höfðu orð á því hversu grípandi og sannfærandi myndin væri og að hún hefði við sig sérstaka áferð og innra líf sem sjaldséð væri á hvíta tjaldinu. Svanurinn er fyrsta kvikmynd Ásu Helgu í fullri lengd en hún lauk kvikmyndanámi frá Columbia háskólanum í New York árið 2013 og hafa stuttmyndir hennar vakið athygli og ferðast víða á kvikmyndahátíðum víða um heim.Ása Helga Hjörleifsdóttir.senaFramleiðendur eru Hlín Jóhannesdóttir og Birgitta Björnsdóttir hjá Vintage Pictures en Birgitta tók við verðlaununum fyrir hönd Ásu Helgu. Meðal viðstaddra voru stórstjörnur á borð við Nicholas Cage, Hilary Swank og Adrien Brody sem öll fengu viðurkenningar á hátíðinni. Sem endranær vakti frammistaða Grímu Valsdóttur sérsaka athygli, en hún leikur aðalhlutverkið, hina 9 ára gömlu Sól,“ segir í tilkynningunni. Kvikmyndin verður frumsýnd á Íslandi í janúar næstkomandi.
Menning Tengdar fréttir Ása valin besti leikstjórinn á kvikmyndahátíð á Indlandi Ása Helga Hjörleifsdóttir, handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Svanurinn, hlaut á föstudag verðlaun fyrir bestu leikstjórn á kvikmyndahátíðinni í Kolkata á Indlandi. 22. nóvember 2017 16:30 Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Ása valin besti leikstjórinn á kvikmyndahátíð á Indlandi Ása Helga Hjörleifsdóttir, handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Svanurinn, hlaut á föstudag verðlaun fyrir bestu leikstjórn á kvikmyndahátíðinni í Kolkata á Indlandi. 22. nóvember 2017 16:30
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein