Sala rafmagns- og tvinnbíla yfir 1 milljón á árinu Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2017 16:15 Nissan Leaf er mest seldi rafmagnsbíll heims. Það fer vafalaust ekki framhjá neinum að mikill vöxtur er í sölu rafmagns- og tvinnbíla í heiminum og í fyrsta skipti mun sú sala ná yfir 1 milljón bíla. Á þriðja ársfjórðungi ársins voru seldir 287.000 rafmagns- og tvinnbílar og nam vöxturinn 23% frá öðrum ársfjórðungi og 63% frá þriðja ársfjórðungi í fyrra. Það er því mikill stígandi í sölu rafmagns- og tvinnbíla. Mestur er vöxturinn í Kína og þar í landi voru helmingur allra rafmagns- og tvinnbíla seldir á þessum þriðja ársfjórðungi árisins. Þessar tölur koma líklega ekki á óvart í ljósi þess hve bílaframleiðendur keppast nú við að fjölga rafmagns- og tvinnbílum í bílaflóru sinni, ekki síst þeir kínversku. Margir bílaframleiðendur hafa lýst því yfir að allar þeirra bílgerðir verði brátt boðnar annaðhvort sem tengiltvinnbílar eða hreinræktaðir rafmagnsbílar. Ennfremur hafa margir þeirra líka lýst því yfir að brunavélar sem brenni jarðefnaeldsneyti verði innan fárra áratuga vart í boði í þeirra bílum. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent
Það fer vafalaust ekki framhjá neinum að mikill vöxtur er í sölu rafmagns- og tvinnbíla í heiminum og í fyrsta skipti mun sú sala ná yfir 1 milljón bíla. Á þriðja ársfjórðungi ársins voru seldir 287.000 rafmagns- og tvinnbílar og nam vöxturinn 23% frá öðrum ársfjórðungi og 63% frá þriðja ársfjórðungi í fyrra. Það er því mikill stígandi í sölu rafmagns- og tvinnbíla. Mestur er vöxturinn í Kína og þar í landi voru helmingur allra rafmagns- og tvinnbíla seldir á þessum þriðja ársfjórðungi árisins. Þessar tölur koma líklega ekki á óvart í ljósi þess hve bílaframleiðendur keppast nú við að fjölga rafmagns- og tvinnbílum í bílaflóru sinni, ekki síst þeir kínversku. Margir bílaframleiðendur hafa lýst því yfir að allar þeirra bílgerðir verði brátt boðnar annaðhvort sem tengiltvinnbílar eða hreinræktaðir rafmagnsbílar. Ennfremur hafa margir þeirra líka lýst því yfir að brunavélar sem brenni jarðefnaeldsneyti verði innan fárra áratuga vart í boði í þeirra bílum.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent