Sala rafmagns- og tvinnbíla yfir 1 milljón á árinu Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2017 16:15 Nissan Leaf er mest seldi rafmagnsbíll heims. Það fer vafalaust ekki framhjá neinum að mikill vöxtur er í sölu rafmagns- og tvinnbíla í heiminum og í fyrsta skipti mun sú sala ná yfir 1 milljón bíla. Á þriðja ársfjórðungi ársins voru seldir 287.000 rafmagns- og tvinnbílar og nam vöxturinn 23% frá öðrum ársfjórðungi og 63% frá þriðja ársfjórðungi í fyrra. Það er því mikill stígandi í sölu rafmagns- og tvinnbíla. Mestur er vöxturinn í Kína og þar í landi voru helmingur allra rafmagns- og tvinnbíla seldir á þessum þriðja ársfjórðungi árisins. Þessar tölur koma líklega ekki á óvart í ljósi þess hve bílaframleiðendur keppast nú við að fjölga rafmagns- og tvinnbílum í bílaflóru sinni, ekki síst þeir kínversku. Margir bílaframleiðendur hafa lýst því yfir að allar þeirra bílgerðir verði brátt boðnar annaðhvort sem tengiltvinnbílar eða hreinræktaðir rafmagnsbílar. Ennfremur hafa margir þeirra líka lýst því yfir að brunavélar sem brenni jarðefnaeldsneyti verði innan fárra áratuga vart í boði í þeirra bílum. Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent
Það fer vafalaust ekki framhjá neinum að mikill vöxtur er í sölu rafmagns- og tvinnbíla í heiminum og í fyrsta skipti mun sú sala ná yfir 1 milljón bíla. Á þriðja ársfjórðungi ársins voru seldir 287.000 rafmagns- og tvinnbílar og nam vöxturinn 23% frá öðrum ársfjórðungi og 63% frá þriðja ársfjórðungi í fyrra. Það er því mikill stígandi í sölu rafmagns- og tvinnbíla. Mestur er vöxturinn í Kína og þar í landi voru helmingur allra rafmagns- og tvinnbíla seldir á þessum þriðja ársfjórðungi árisins. Þessar tölur koma líklega ekki á óvart í ljósi þess hve bílaframleiðendur keppast nú við að fjölga rafmagns- og tvinnbílum í bílaflóru sinni, ekki síst þeir kínversku. Margir bílaframleiðendur hafa lýst því yfir að allar þeirra bílgerðir verði brátt boðnar annaðhvort sem tengiltvinnbílar eða hreinræktaðir rafmagnsbílar. Ennfremur hafa margir þeirra líka lýst því yfir að brunavélar sem brenni jarðefnaeldsneyti verði innan fárra áratuga vart í boði í þeirra bílum.
Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent