Meðvirkni Magnús Guðmundsson skrifar 4. desember 2017 07:00 Ný ríkisstjórn er tekin við völdum undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, ungrar og skarpgreindrar konu, sem nýtur vinsælda og virðingar hjá þjóðinni þvert á flokka. Það sýna kannanir okkur í gegnum tíðina svo ekki verður um villst. En þessi nýja ríkisstjórn er engin venjuleg ríkisstjórn enda sett saman þvert yfir hinn pólitíska ás frá hægri Sjálfstæðisflokksins lengst yfir í Vinstri græn með viðkomu á hlaðinu hjá Framsókn. Það er því ekki að furða að myndun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hafi ekki gengið átakalaust fyrir sig. Ekki síst ef við höfum í huga að við kjósendur skilgreinum okkur oft pólitískt út frá því sem við erum ekki, styðjum ekki, þolum ekki og viljum ekki. Það er merkilegt að fæðingarhríðir ríkisstjórnarinnar virðast allar hafa verið í flokki Katrínar á meðan pirringurinn í hægrinu virðist helst hafa brotist út yfir því að fá ekki ráðherrastól þegar þar kom að. Um 200 úrsagnir hafa þegar verið úr VG en í kjölfar ríkisstjórnarmyndunarinnar hafa þó 80 manns skráð sig í flokkinn. Auk þess eru tveir þingmenn innan þingflokksins sem styðja ekki stjórnarsamstarfið heldur hafa í hyggju að velja og hafna í stökum málum eftir eigin sannfæringu hverju sinni. En hvað veldur þessum átökum? Jú, það er einfaldlega fyrst og fremst saga Sjálfstæðisflokksins með allri sinni spillingu, leyndarhyggju og sérhagsmunabrölti sem leiddi til þess að síðustu ríkisstjórnir með flokknum entust ekki kjörtímabilið að ógleymdu efnahagshruninu. Þessi saga æpir nú ekki beinlínis pólitískur stöðugleiki þannig að þessi andstaða við stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn er ágætlega skiljanleg. Vandinn er hins vegar að það var í raun ekki til staðar skýr kostur frá miðju til vinstri eins og margir vildu láta í veðri vaka. Í fyrsta lagi er hætt við að hugmyndin um að draga Framsóknarflokkinn og Viðreisn saman í ríkisstjórn hafi í raun verið álíka vænleg til árangurs og að sameina Kópavog og Kópasker. Þarna er einfaldlega of langt á milli. Eftir stóð því möguleikinn á að kippa með Flokki fólksins, reynslulausum með óljósa stefnu í fjölda mála, eða þá Miðjuflokknum með Sigmund Davíð í broddi fylkingar með reynslu og stefnu sem líklega fáum hefði hugnast á vinstri vængnum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í Silfrinu á RÚV í gær að það hefði verið óhjákvæmilegt í ljósi stöðunnar að hugsa skapandi við myndun ríkisstjórnar. Það er vafalaust rétt hjá Svandísi en hvort „nálgun Sjálfstæðisflokksins er önnur í ljósi veikari stöðu hans“, eins og hún sagði, er annað mál sem kjósendur eiga eftir að sannreyna. Það er í það minnsta ekki verk samstarfsflokks Sjálfstæðisflokksins að sannfæra kjósendur um að þar sé á ferðinni breyttur og bættur flokkur óháð öllum þeim málum sem kjósendur til vinstri hafa átt erfitt með að sætta sig við. Aðeins Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur getur sannað sig sem nýtt og bætt stjórnmálaafl í siðferðislegu tilliti og aðrir flokkar í þessari ríkisstjórn verða að muna að meðvirkni er engum til góðs.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. desember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Ný ríkisstjórn er tekin við völdum undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, ungrar og skarpgreindrar konu, sem nýtur vinsælda og virðingar hjá þjóðinni þvert á flokka. Það sýna kannanir okkur í gegnum tíðina svo ekki verður um villst. En þessi nýja ríkisstjórn er engin venjuleg ríkisstjórn enda sett saman þvert yfir hinn pólitíska ás frá hægri Sjálfstæðisflokksins lengst yfir í Vinstri græn með viðkomu á hlaðinu hjá Framsókn. Það er því ekki að furða að myndun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hafi ekki gengið átakalaust fyrir sig. Ekki síst ef við höfum í huga að við kjósendur skilgreinum okkur oft pólitískt út frá því sem við erum ekki, styðjum ekki, þolum ekki og viljum ekki. Það er merkilegt að fæðingarhríðir ríkisstjórnarinnar virðast allar hafa verið í flokki Katrínar á meðan pirringurinn í hægrinu virðist helst hafa brotist út yfir því að fá ekki ráðherrastól þegar þar kom að. Um 200 úrsagnir hafa þegar verið úr VG en í kjölfar ríkisstjórnarmyndunarinnar hafa þó 80 manns skráð sig í flokkinn. Auk þess eru tveir þingmenn innan þingflokksins sem styðja ekki stjórnarsamstarfið heldur hafa í hyggju að velja og hafna í stökum málum eftir eigin sannfæringu hverju sinni. En hvað veldur þessum átökum? Jú, það er einfaldlega fyrst og fremst saga Sjálfstæðisflokksins með allri sinni spillingu, leyndarhyggju og sérhagsmunabrölti sem leiddi til þess að síðustu ríkisstjórnir með flokknum entust ekki kjörtímabilið að ógleymdu efnahagshruninu. Þessi saga æpir nú ekki beinlínis pólitískur stöðugleiki þannig að þessi andstaða við stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn er ágætlega skiljanleg. Vandinn er hins vegar að það var í raun ekki til staðar skýr kostur frá miðju til vinstri eins og margir vildu láta í veðri vaka. Í fyrsta lagi er hætt við að hugmyndin um að draga Framsóknarflokkinn og Viðreisn saman í ríkisstjórn hafi í raun verið álíka vænleg til árangurs og að sameina Kópavog og Kópasker. Þarna er einfaldlega of langt á milli. Eftir stóð því möguleikinn á að kippa með Flokki fólksins, reynslulausum með óljósa stefnu í fjölda mála, eða þá Miðjuflokknum með Sigmund Davíð í broddi fylkingar með reynslu og stefnu sem líklega fáum hefði hugnast á vinstri vængnum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í Silfrinu á RÚV í gær að það hefði verið óhjákvæmilegt í ljósi stöðunnar að hugsa skapandi við myndun ríkisstjórnar. Það er vafalaust rétt hjá Svandísi en hvort „nálgun Sjálfstæðisflokksins er önnur í ljósi veikari stöðu hans“, eins og hún sagði, er annað mál sem kjósendur eiga eftir að sannreyna. Það er í það minnsta ekki verk samstarfsflokks Sjálfstæðisflokksins að sannfæra kjósendur um að þar sé á ferðinni breyttur og bættur flokkur óháð öllum þeim málum sem kjósendur til vinstri hafa átt erfitt með að sætta sig við. Aðeins Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur getur sannað sig sem nýtt og bætt stjórnmálaafl í siðferðislegu tilliti og aðrir flokkar í þessari ríkisstjórn verða að muna að meðvirkni er engum til góðs.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. desember.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun