Gamlir vinir og myrkrið Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2017 07:00 Ég er á þrítugsaldri en bý enn í foreldrahúsum. Það er ekkert leyndarmál. Umrætt sjálfskaparvíti á sér þó fjölmargar gleðilegar hliðar. Nú þegar aðventan hefur læðst aftan að okkur öllum, hljóðlaust og fyrirvaralaust, fæ ég jólin alveg lóðbeint í æð og þarf lítið að gera sjálf. Mamma og pabbi sjá um undirbúning og ég maula á mandarínum og þykist læra undir próf. Frekar fullkomið. Svoleiðis verða jólin alltaf nokkuð einsleit, sérstaklega þegar maður hefur búið í sama húsinu með sama fólkinu í tuttugu ár. En einsleitnin fangar líka það sem manni þykir vænst um við hátíðarnar. Við tókum til dæmis upp vel valda muni úr jólaskrautssafninu í vikunni. Og það var svolítið eins og að sækja gamla vini á flugvöllinn sem maður hefur ekki séð lengi og samræðurnar eru svolítinn tíma að hrökkva í gang en áður en maður er kominn inn í Hafnarfjörð er aðskilnaðurinn horfinn úr minni beggja. Þetta voru sem sagt kunnugleg andlit sem komu upp úr kössunum. 50 ára gamall, kringluleitur jólasveinn með ljósaperu í maganum gerir skammdegið nú aðeins bærilegra. Upplýst stáljólatré, keypt rétt fyrir hrun, og klaufalegir jólaálfar úr pípuhreinsurum kitla minningataugina. Og svo syrgir maður líka fallna félaga. Ofhlaðinn aðventukrans frá Blómaverkstæði Binna háði hetjulega baráttu gegn tískustraumum. En hann hafði það að lokum ekki af. Þannig að, ef þið eruð að sligast undan jólastressi og skorti á dagsbirtu, sækið gamla vini á flugvöllinn, mælið ykkur mót við þá á kaffihúsum og komið þeim upplýstum fyrir í gluggakistunni. Látið þá hrista aðeins upp í myrkrinu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun
Ég er á þrítugsaldri en bý enn í foreldrahúsum. Það er ekkert leyndarmál. Umrætt sjálfskaparvíti á sér þó fjölmargar gleðilegar hliðar. Nú þegar aðventan hefur læðst aftan að okkur öllum, hljóðlaust og fyrirvaralaust, fæ ég jólin alveg lóðbeint í æð og þarf lítið að gera sjálf. Mamma og pabbi sjá um undirbúning og ég maula á mandarínum og þykist læra undir próf. Frekar fullkomið. Svoleiðis verða jólin alltaf nokkuð einsleit, sérstaklega þegar maður hefur búið í sama húsinu með sama fólkinu í tuttugu ár. En einsleitnin fangar líka það sem manni þykir vænst um við hátíðarnar. Við tókum til dæmis upp vel valda muni úr jólaskrautssafninu í vikunni. Og það var svolítið eins og að sækja gamla vini á flugvöllinn sem maður hefur ekki séð lengi og samræðurnar eru svolítinn tíma að hrökkva í gang en áður en maður er kominn inn í Hafnarfjörð er aðskilnaðurinn horfinn úr minni beggja. Þetta voru sem sagt kunnugleg andlit sem komu upp úr kössunum. 50 ára gamall, kringluleitur jólasveinn með ljósaperu í maganum gerir skammdegið nú aðeins bærilegra. Upplýst stáljólatré, keypt rétt fyrir hrun, og klaufalegir jólaálfar úr pípuhreinsurum kitla minningataugina. Og svo syrgir maður líka fallna félaga. Ofhlaðinn aðventukrans frá Blómaverkstæði Binna háði hetjulega baráttu gegn tískustraumum. En hann hafði það að lokum ekki af. Þannig að, ef þið eruð að sligast undan jólastressi og skorti á dagsbirtu, sækið gamla vini á flugvöllinn, mælið ykkur mót við þá á kaffihúsum og komið þeim upplýstum fyrir í gluggakistunni. Látið þá hrista aðeins upp í myrkrinu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun