Volvo reisir Polestar verksmiðju í Kína Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2017 09:00 Polestar 1 verður mikill orkubolti og alls 600 hestöfl. Volvo Kraftabíladeild Volvo, sem fengið hefur heitið Polestar mun einnig fá eigin verksmiðju og er smíði hennar hafin í Chengdu í Kína. Þar fjárfestir Volvo, eða öllu heldur eigandi Volvo, Geely fyrir 78 milljarða króna. Verksmiðjan á að verða tilbúin um miðbik næsta árs, en ekki er þó stefnt að útkomu fyrsta bílsins sem þar verður smíðaður, Polestar 1, fyrr en árið 2019. Þessi nýja verksmiðja verður að sögn Volvo manna umhverfisvænasta bílaverksmiðja í Kína, en í leiðinni sú skilvirkasta. Volvo ætlar að kynna næsta bíl Polestar, þ.e. Polestar 2 einnig á árinu 2019 og verður hann á stærð við Tesla Model 3 bílinn. Heyrst hefur síðan af þróunarvinnu Polestar 3, sem verður jeppi á stærð við Tesla Model X. Polestar 1 á að verða 600 hestafla orkubolti í formi tengiltvinnbíls. Hann verður með ógnarlegt tog uppá 1.000 Nm og fjórhjóladrif þar sem rafmótorar drífa afturhjólin og 2,0 lítra bensínvél framhjólin. Polestar 1 á að geta farið fyrstu 150 kílómetrana á rafmagni eingöngu, en á EV-stillingu er hann eingöngu afturhjóladrifinn. Polestar 1 mun þó kosta skildinginn því heyrst hefur að verðmiðinn á honum verði 177.000 dollarar, eða um 18 milljónir króna.Innanrými Polestar1 verður kunnglegt frá nýrri Volvo bílum. Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent
Kraftabíladeild Volvo, sem fengið hefur heitið Polestar mun einnig fá eigin verksmiðju og er smíði hennar hafin í Chengdu í Kína. Þar fjárfestir Volvo, eða öllu heldur eigandi Volvo, Geely fyrir 78 milljarða króna. Verksmiðjan á að verða tilbúin um miðbik næsta árs, en ekki er þó stefnt að útkomu fyrsta bílsins sem þar verður smíðaður, Polestar 1, fyrr en árið 2019. Þessi nýja verksmiðja verður að sögn Volvo manna umhverfisvænasta bílaverksmiðja í Kína, en í leiðinni sú skilvirkasta. Volvo ætlar að kynna næsta bíl Polestar, þ.e. Polestar 2 einnig á árinu 2019 og verður hann á stærð við Tesla Model 3 bílinn. Heyrst hefur síðan af þróunarvinnu Polestar 3, sem verður jeppi á stærð við Tesla Model X. Polestar 1 á að verða 600 hestafla orkubolti í formi tengiltvinnbíls. Hann verður með ógnarlegt tog uppá 1.000 Nm og fjórhjóladrif þar sem rafmótorar drífa afturhjólin og 2,0 lítra bensínvél framhjólin. Polestar 1 á að geta farið fyrstu 150 kílómetrana á rafmagni eingöngu, en á EV-stillingu er hann eingöngu afturhjóladrifinn. Polestar 1 mun þó kosta skildinginn því heyrst hefur að verðmiðinn á honum verði 177.000 dollarar, eða um 18 milljónir króna.Innanrými Polestar1 verður kunnglegt frá nýrri Volvo bílum.
Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent