Styttist í fyrsta rafmagnsbílinn hjá Jaguar Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2017 14:17 Jaguar I-PACE í prufunum í Bandaríkjunum Jaguar Lokaprófanir á fyrsta hreinræktaða rafbíl Jaguar, hinum glæsilega I-PACE sportjeppa sem kemur á markað á næsta ári, hafa farið fram að undanförnu á hraðbrautunum í nágrenni Los Angeles í Bandaríkjunum. Á þróunartíma bílsins hefur Jaguar smíðað meira en tvö hundruð frumgerðir af bílnum og ekið þeim rúmlega 2,4 milljónir kílómetra í ellefu þúsund klukkustundir. Myndbandið hér fyrir neðan er frá Sunset Boulevard í LA þaðan sem I-PACE var ekið til Morro Bay í San Luis Obispo, rúmlega 300 km leið. Eitt ár er síðan Jaguar kynnti hugmynd sína að I-PACE, fyrsta rafbíl framleiðandans á bílasýningunni í Los Angeles og nú er hann mættur þangað aftur, fáeinum mánuðum áður en hann fer í almenna sölu. Þúsundir áhugasamra og hugsanlegra viðskiptavina hafa nú þegar lýst áhuga sínum á I-PACE á vefsíðu Jaguar með því að smella á hnappinn „I want one“ og taka frá bíl á sínu nafni eða greiða inn á kaupverðið. Þeir sem lagt hafa inn pöntun verða í forgangi í afhendingu bíla þegar salan hefst formlega í mars. Gert er ráð fyrir að til BL komi fyrstu bílarnir síðla næsta sumars 2018 og þá í nýjan og glæsilegan sýningarsal Jaguar Land Rover við Hestháls í Reykjavík, þar sem byggingaframkvæmdir standa nú sem hæst. Jaguar er umhugað um viðskiptavini sína og þá sem sýna merkinu áhuga. Ann Voyer frá Pasadena hafði samband við Jaguar til að spyrja um drægni rafhlöðunnar í nýja bílnum, en hún er að velta fyrir sér kaupum á I-PACE. Hún spurði hvort hún gæti ekið I-PACE á einni hleðslu um 300 km leið ekið eftir uppáhalsveginum sínum með vesturströnd Kaliforníu. Til að svara spurningunni bauð Simon Patel, verkfræðingur í hönnunarteyni I-PACE, Voyer í bíltúr frá Sunset Boulevard til Morro Bay í San Luis. Lagt var af stað með Lithium-Ion rafhlöðuna fullhlaðna og komið á áfangastað um kvöldið eftir rúmlega 300 km ferðalag. Þá var enn nóg rafmagn eftir á rafhlöðunni og það kom Ian Hoban, einum af yfirmönnum Jaguar, ekki á óvart. „Við erum búin að framkvæma prófanir á I-PACE sem spanna rúmlega 2,4 milljónir kílómetra í akstri og vitum að bíllinn er algerlega fær um að fara í langferðalag á einni hleðslu. I-PACE er einnig með rafhlöðu sem hægt er að hlaða á tiltölulega skömmum tíma,“ segir Hoban. Það eru margir sem bíða spenntir eftir að þessi lúxusrafmagnsbíll komi á markað, en Jaguar gefur nánari upplýsingar um I-PACE á næstu mánuðum, svo sem varðandi einstakan útbúnað, verð og fleira.Nýtt hús undir sölu Jaguar og Land Rover bíla BL rís nú við Hestháls. Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent
Lokaprófanir á fyrsta hreinræktaða rafbíl Jaguar, hinum glæsilega I-PACE sportjeppa sem kemur á markað á næsta ári, hafa farið fram að undanförnu á hraðbrautunum í nágrenni Los Angeles í Bandaríkjunum. Á þróunartíma bílsins hefur Jaguar smíðað meira en tvö hundruð frumgerðir af bílnum og ekið þeim rúmlega 2,4 milljónir kílómetra í ellefu þúsund klukkustundir. Myndbandið hér fyrir neðan er frá Sunset Boulevard í LA þaðan sem I-PACE var ekið til Morro Bay í San Luis Obispo, rúmlega 300 km leið. Eitt ár er síðan Jaguar kynnti hugmynd sína að I-PACE, fyrsta rafbíl framleiðandans á bílasýningunni í Los Angeles og nú er hann mættur þangað aftur, fáeinum mánuðum áður en hann fer í almenna sölu. Þúsundir áhugasamra og hugsanlegra viðskiptavina hafa nú þegar lýst áhuga sínum á I-PACE á vefsíðu Jaguar með því að smella á hnappinn „I want one“ og taka frá bíl á sínu nafni eða greiða inn á kaupverðið. Þeir sem lagt hafa inn pöntun verða í forgangi í afhendingu bíla þegar salan hefst formlega í mars. Gert er ráð fyrir að til BL komi fyrstu bílarnir síðla næsta sumars 2018 og þá í nýjan og glæsilegan sýningarsal Jaguar Land Rover við Hestháls í Reykjavík, þar sem byggingaframkvæmdir standa nú sem hæst. Jaguar er umhugað um viðskiptavini sína og þá sem sýna merkinu áhuga. Ann Voyer frá Pasadena hafði samband við Jaguar til að spyrja um drægni rafhlöðunnar í nýja bílnum, en hún er að velta fyrir sér kaupum á I-PACE. Hún spurði hvort hún gæti ekið I-PACE á einni hleðslu um 300 km leið ekið eftir uppáhalsveginum sínum með vesturströnd Kaliforníu. Til að svara spurningunni bauð Simon Patel, verkfræðingur í hönnunarteyni I-PACE, Voyer í bíltúr frá Sunset Boulevard til Morro Bay í San Luis. Lagt var af stað með Lithium-Ion rafhlöðuna fullhlaðna og komið á áfangastað um kvöldið eftir rúmlega 300 km ferðalag. Þá var enn nóg rafmagn eftir á rafhlöðunni og það kom Ian Hoban, einum af yfirmönnum Jaguar, ekki á óvart. „Við erum búin að framkvæma prófanir á I-PACE sem spanna rúmlega 2,4 milljónir kílómetra í akstri og vitum að bíllinn er algerlega fær um að fara í langferðalag á einni hleðslu. I-PACE er einnig með rafhlöðu sem hægt er að hlaða á tiltölulega skömmum tíma,“ segir Hoban. Það eru margir sem bíða spenntir eftir að þessi lúxusrafmagnsbíll komi á markað, en Jaguar gefur nánari upplýsingar um I-PACE á næstu mánuðum, svo sem varðandi einstakan útbúnað, verð og fleira.Nýtt hús undir sölu Jaguar og Land Rover bíla BL rís nú við Hestháls.
Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent