Bíó og sjónvarp

Neil Patrick Harris sagði Matt Damon vera „rusl“

Samúel Karl Ólason skrifar
Leikarinn frægi Neil Patrick Harris fyllti skó Jimmy Kimmel í gær og stýrði spjallþætti hans. Sonur Kimmel gekkst nýverið undir hjartaaðgerð og fór Kimmel í frí frá kvöldþætti sínum í vikunni. Harris tilkynnti nýjasta verkefni sitt þar sem hann leikur með Matt Damon, erkifjanda Jimmy Kimmel, og var hann sammála því að Damon væri hræðileg manneskja. Hann sagði Damon vera „rusl“.

Þá ræddi hann við þau Armie Hammer, Timothée Chalamet og Vanessu Kirby. Þar að auki fékk hann dýrasérfræðinginn Jules Sylvester til sín sem sýndi honum nokkur stórhættuleg dýr.

Upphitun Upphafsræða Kjölta sveinka eða flensusprauta Hótar starfsfólki Kimmel Viðtal við Armie Hammer Viðtal við Armie Hammer og Timothée Chalamet Viðtal við Vanessu Kirby Snákar og önnur hættuleg dýr





Fleiri fréttir

Sjá meira


×