Segir Game of Thrones hefjast aftur 2019 Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2017 10:21 Sophie Turner. Vísir/GEtty Leikkonan Sophie Turner, sem er hvað þekktust fyrir að leika Sönsu Stark í Game of Thrones, segir að áttunda og síðasta þáttaröð verði ekki sýnd fyrr en á árinu 2019. Þetta sagði Turner í viðtali við við Variety. Um er að ræða sex þætti og verður hver þeirra allt að einn og hálfur tími að lengd. Talsmaður HBO sagði þó við Polygon að fyrirtækið gæti ekki staðfest hvenær sýning þáttanna hefst, að svo stöddu. Fregnir hafa borist af því að tökur muni mögulega standa yfir til næsta sumars. Þáttum sem Game of Thrones fylgir mikil eftirvinnsla og kannski sérstaklega núna þegar drekunum og hinum dauðu er farið að bregða meira fyrir. Tökur munu fara fram hér á landi í febrúar. Búist er við því að þær muni taka nokkra daga en ekki er vitað hvar tökurnar fara fram. Það mun að einhverju leyti ráðast af snjó. Ljóst þykir að HBO hagnast á því að sýna þættina árið 2019. Eins og bent er á á vef Entertainment Weekly var sjöunda þáttaröð sýnd svo seint á árinu að hún er að keppa um Emmy verðlaun á næsta ári. Þá er HBO einnig að fara að sýna nýja þáttaröð Westworld á næsta ári og forsvarsmenn HBO vilja án efa ekki að þeir þættir séu í beinni samkeppni við Game of Thrones. Í áðurnefndu viðtali ræddi Turner einnig hvernig næsta þáttaröð verður fyrir Sönsu og þá með sérstöku tilliti til þess að hún og Arya Stark drápu (loksins) Petyr Baelish eða Littlefinger. „Þetta verður flókið fyrir hana, því við enda síðustu þáttaraðar fannst henni eins og hún hefði stillt öllu upp. Fjölskyldan hennar var komin aftur saman og þau stjórnuðu Norðrinu á ný. Þessa þáttaröð hefur ný ógn stungið upp kollinum og allt í einu er hún komin aftur í djúpu laugina og það án Littlefinger. Það verður prófraun fyrir hana að sjá hvort hún komist í gegnum þetta. Það verður erfitt fyrir hana án þess að hafa þennan kænskumeistara sér við hlið.“ Game of Thrones Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Leikkonan Sophie Turner, sem er hvað þekktust fyrir að leika Sönsu Stark í Game of Thrones, segir að áttunda og síðasta þáttaröð verði ekki sýnd fyrr en á árinu 2019. Þetta sagði Turner í viðtali við við Variety. Um er að ræða sex þætti og verður hver þeirra allt að einn og hálfur tími að lengd. Talsmaður HBO sagði þó við Polygon að fyrirtækið gæti ekki staðfest hvenær sýning þáttanna hefst, að svo stöddu. Fregnir hafa borist af því að tökur muni mögulega standa yfir til næsta sumars. Þáttum sem Game of Thrones fylgir mikil eftirvinnsla og kannski sérstaklega núna þegar drekunum og hinum dauðu er farið að bregða meira fyrir. Tökur munu fara fram hér á landi í febrúar. Búist er við því að þær muni taka nokkra daga en ekki er vitað hvar tökurnar fara fram. Það mun að einhverju leyti ráðast af snjó. Ljóst þykir að HBO hagnast á því að sýna þættina árið 2019. Eins og bent er á á vef Entertainment Weekly var sjöunda þáttaröð sýnd svo seint á árinu að hún er að keppa um Emmy verðlaun á næsta ári. Þá er HBO einnig að fara að sýna nýja þáttaröð Westworld á næsta ári og forsvarsmenn HBO vilja án efa ekki að þeir þættir séu í beinni samkeppni við Game of Thrones. Í áðurnefndu viðtali ræddi Turner einnig hvernig næsta þáttaröð verður fyrir Sönsu og þá með sérstöku tilliti til þess að hún og Arya Stark drápu (loksins) Petyr Baelish eða Littlefinger. „Þetta verður flókið fyrir hana, því við enda síðustu þáttaraðar fannst henni eins og hún hefði stillt öllu upp. Fjölskyldan hennar var komin aftur saman og þau stjórnuðu Norðrinu á ný. Þessa þáttaröð hefur ný ógn stungið upp kollinum og allt í einu er hún komin aftur í djúpu laugina og það án Littlefinger. Það verður prófraun fyrir hana að sjá hvort hún komist í gegnum þetta. Það verður erfitt fyrir hana án þess að hafa þennan kænskumeistara sér við hlið.“
Game of Thrones Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira