Rafmagnaður strætisvagn á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2017 14:46 Mercedes-Benz Citaro rafmagnsstrætó í prufunum. Mercedes-Benz hyggst hefja í lok næsta árs framleiðslu á Mercedes-Benz Citaro strætisvagni sem mun ganga eingöngu fyrir rafmagni. Strætisvagninn hefur engan útblástur og er sérlega hljóðlátur, enda hreinn rafbíll. Þróun á strætisvagninum er nú í fullum gangi hjá Daimler AG, móðurfélagi Mercedes-Benz og eru ýmsar prófanir nú þegar í gangi á bílnum. Framleiðsla á þessum nýja og rafdrifna strætisvagni verður bylting í samgöngutækni í borgum og bæjum að mati forsvarsmanna Daimler enda bæði hagkvæmur og sérlega umhverfisvænn. Hinn nýi Mercedes-Benz Citaro verður með háþróaða rafmótora og lithium-ion rafhlöður. Þessi 100% rafknúni strætisvagn frá Mercedes-Benz er væntanlegur á markað eftir níu mánuði. Citaro strætisvagninn hefur verið framleiddur undanfarið sem Hybrid-bíll og með brunavélum og hefur verið vinsæll sem slíkur. Fimmtíu þúsund Citaro strætisvagnar eru nú komnir á markað með slíkum aflgjöfum en líklegt má telja að ný útfærsla stræstisvagnsins sem hreinn rafbíll verði mjög vinsæl þegar hún kemur á markað eftir rúmt ár. Á ráðstefnunni Áfram Veginn sem Bílgreinasambandið og KPMG héldu í Hörpu 15. nóvember sl. kom fram að drægni þessa strætisvagns verður fyrst um sinn um 150 kílómetrar en mun fara upp í rúma 450 kílómetra innan 2-3 ára þegar vagninn verður fáanlegur með enn öflugri rafbúnaði. Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið
Mercedes-Benz hyggst hefja í lok næsta árs framleiðslu á Mercedes-Benz Citaro strætisvagni sem mun ganga eingöngu fyrir rafmagni. Strætisvagninn hefur engan útblástur og er sérlega hljóðlátur, enda hreinn rafbíll. Þróun á strætisvagninum er nú í fullum gangi hjá Daimler AG, móðurfélagi Mercedes-Benz og eru ýmsar prófanir nú þegar í gangi á bílnum. Framleiðsla á þessum nýja og rafdrifna strætisvagni verður bylting í samgöngutækni í borgum og bæjum að mati forsvarsmanna Daimler enda bæði hagkvæmur og sérlega umhverfisvænn. Hinn nýi Mercedes-Benz Citaro verður með háþróaða rafmótora og lithium-ion rafhlöður. Þessi 100% rafknúni strætisvagn frá Mercedes-Benz er væntanlegur á markað eftir níu mánuði. Citaro strætisvagninn hefur verið framleiddur undanfarið sem Hybrid-bíll og með brunavélum og hefur verið vinsæll sem slíkur. Fimmtíu þúsund Citaro strætisvagnar eru nú komnir á markað með slíkum aflgjöfum en líklegt má telja að ný útfærsla stræstisvagnsins sem hreinn rafbíll verði mjög vinsæl þegar hún kemur á markað eftir rúmt ár. Á ráðstefnunni Áfram Veginn sem Bílgreinasambandið og KPMG héldu í Hörpu 15. nóvember sl. kom fram að drægni þessa strætisvagns verður fyrst um sinn um 150 kílómetrar en mun fara upp í rúma 450 kílómetra innan 2-3 ára þegar vagninn verður fáanlegur með enn öflugri rafbúnaði.
Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið