Ofsakuldi, tempraður Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Í samræðum við leigubílstjóra og móttökustarfsmenn hótela víðsvegar um veröldina hef ég oft fullyrt að það verði „alls ekki eins kalt á Íslandi og maður myndi halda“. Þessar samræður hef ég nær alltaf átt að sumri til í heitum löndum, þegar íslenskur vetur er bara óræður vísir að minningu úr fjarlægri fortíð, og ég kannski á leiðinni í skemmtigöngu í hlýrri golu með svalandi íspinna í handtöskunni. „Það er sko temprað loftslag á Íslandi,“ segi ég við útlendingana og maka á mig sólarolíu og höfuðið á mér hringsnýst í svo heiftarlegri D-vítamínvímu að ég er farin að segja orð eins og temprað. „Það verður alveg svolítið kalt, en ekki svona öfgakalt eins og til dæmis í New York eða eitthvað, skilurðu.“ En nú er nóvember og ég er stödd í Reykjavík. Það er vetur, ég er með varaþurrk á lokastigi og það er sko mjög kalt. Alveg öfgakalt. Rokið nístir mig þráfaldlega inn að beini, eins og öll árin á undan, og ég man að það er vissulega ástæða fyrir því að önnur hver verslun í miðbænum selur lítil tröll með víkingahjálma en fyrst og fremst dúnúlpur. Ég held að þetta sé hreinlega þjóðernishyggja, þessi viðleitni til að uppræta hugmyndina um Ísland sem gaddfreðna eyðitúndru. „Nei, sko, þú ert að hugsa um Grænland. Það er næs á Íslandi.“ Fjarlægðin gerir fjöllin nefnilega blá, segja sumir, en svo kemur nóvember og fjöllin breiða úr sér rétt fyrir utan svefnherbergisgluggann. Og ef maður rýnir staðfastlega í gegnum haglélshrinurnar og mengunarslikjuna við sjóndeildarhringinn sér maður að þau eru hvít. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Í samræðum við leigubílstjóra og móttökustarfsmenn hótela víðsvegar um veröldina hef ég oft fullyrt að það verði „alls ekki eins kalt á Íslandi og maður myndi halda“. Þessar samræður hef ég nær alltaf átt að sumri til í heitum löndum, þegar íslenskur vetur er bara óræður vísir að minningu úr fjarlægri fortíð, og ég kannski á leiðinni í skemmtigöngu í hlýrri golu með svalandi íspinna í handtöskunni. „Það er sko temprað loftslag á Íslandi,“ segi ég við útlendingana og maka á mig sólarolíu og höfuðið á mér hringsnýst í svo heiftarlegri D-vítamínvímu að ég er farin að segja orð eins og temprað. „Það verður alveg svolítið kalt, en ekki svona öfgakalt eins og til dæmis í New York eða eitthvað, skilurðu.“ En nú er nóvember og ég er stödd í Reykjavík. Það er vetur, ég er með varaþurrk á lokastigi og það er sko mjög kalt. Alveg öfgakalt. Rokið nístir mig þráfaldlega inn að beini, eins og öll árin á undan, og ég man að það er vissulega ástæða fyrir því að önnur hver verslun í miðbænum selur lítil tröll með víkingahjálma en fyrst og fremst dúnúlpur. Ég held að þetta sé hreinlega þjóðernishyggja, þessi viðleitni til að uppræta hugmyndina um Ísland sem gaddfreðna eyðitúndru. „Nei, sko, þú ert að hugsa um Grænland. Það er næs á Íslandi.“ Fjarlægðin gerir fjöllin nefnilega blá, segja sumir, en svo kemur nóvember og fjöllin breiða úr sér rétt fyrir utan svefnherbergisgluggann. Og ef maður rýnir staðfastlega í gegnum haglélshrinurnar og mengunarslikjuna við sjóndeildarhringinn sér maður að þau eru hvít.
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun