Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 76-75 | Háspennu sigur Stjörnunnar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 21:30 Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka. vísir/ernir Stjarnan vann sterkan sigur á Haukum í áttundu umferð Domino’s deildar kvenna í körfubolta í kvöld í háspennu leik í Ásgarði í Garðabæ. Það tók gestina úr Hafnarfirði góðar fimm mínútur eða svo að vakna í Ásgarði, en heimakonur náðu 16 stiga forskoti undir lok fyrsta leikhluta, og leiddu 27-15 að honum loknum. Leikurinn snerist svo við í öðrum leikhluta og Haukarnir fóru að geta sundurspilað vörn Stjörnunnar með einföldum sendingum og byrjuðu að spila vörnina sjálfar. Munurinn á liðunum var aðeins tvö stig í hálfleik. Um miðjan þriðja leikhluta komust Haukar yfir í fyrsta skipti í leiknum, en það varði ekki lengi og voru heimakonur fljótt komnar með yfirhöndina aftur. Svipað var uppi á teningnum í fjórða leikhluta. Haukar náðu að komast yfir snemma í leikhlutanum, en Stjarnan náði forystunni strax aftur. Loka mínúturnar voru æsispennandi og skiptust liðin á að hafa forystu. Þegar aðeins 0.3 sekúndubrot voru eftir braut Dýrfinna Arnardóttir á Danielle Rodriguez og sendi hana á vítalínuna, staðan 74-75. Hin bandaríska var hin rólegasta og setti skotin bæði niður og tryggði Stjörnunni sigur, 76-75.Afhverju vann Stjarnan? Að segja hundaheppni í lokin er kannski að taka of mikið frá góðum leik Stjörnunnar, en þessi villa undir blálokin færði þeim sigur sem líklegast hefði annars ekki náðst að vinnast. Hins vegar þá spilaði Stjarnan virkilega vel. Komust í góða forystu, misstu hana niður eins og kemur oft fyrir. Þá fóru þær ekki í það að hengja haus heldur héldu bara áfram, tóku forystuna aftur og nýttu sér svo smá heppnisstimpil í lokin.Hverjir stóðu upp úr? Bríet Sif Hinriksdóttir átti virkilega flottan leik fyrir Stjörnuna, barðist vel í vörninni og setti niður mikilvæg stig. Ragna Margrét Brynjarsdóttir var einnig mjög sterk sem og Danielle Rodriguez. Hjá Haukum bar Helena Sverrisdóttir af. Rósa Björk Pétursdóttir átti fínan leik sem og Cherise Daniel.Hvað gekk illa? Byrjun leiksins hjá Haukum. Þær mættu ekki til leiks fyrr en góðar fimm mínútur voru búnar af leiknum og voru í raun ekki að spila vel allan fyrsta leikhlutann. Fundu engar glufur á varnarleik Stjörnunnar og var eins og þær hefðu gleymt því hvernig eigi að spila vörn þar sem þær náðu vart að stoppa eina einustu sókn Stjörnunnar í leikhlutanum.Hvað gerist næst? Það er stutt hvíld þessa dagana og er næsta umferð spiluð á laugardaginn. Haukar fara til Njarðvíkur og Stjarnan mætir spútnik-liði Breiðabliks.Stjarnan-Haukar 76-75 (27-15, 11-21, 18-18, 20-21)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 26/13 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 15/11 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/14 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 13/7 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 5/4 fráköst, Jenný Harðardóttir 4.Haukar: Cherise Michelle Daniel 19/4 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Helena Sverrisdóttir 19/20 fráköst/6 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 14/9 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 7, Anna Lóa Óskarsdóttir 7, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6, Þóra Kristín Jónsdóttir 3/5 fráköst.Pétur: Algjörir töffarar „Þetta var alvöru leikur. Sveiflurnar í þessum leik voru svakalegar, en mér fannst gæðin góð,“ sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Mér fannst bæði lið vera að spila vel, eflaust vorum við aðeins heppin þarna undir restina, ég sá ekki hvað gerist þar.“ „Við vorum komnar með gott forskot í fyrri og gott forskot í seinni. Þær komu til baka og við vorum komnar undir með fimm stigum þegar það voru ein og hálf mínúta eftir. Komum til baka sterkt og þetta var kærkominn sigur. Við þurftum á þessu að halda.“ Pétur vildi þó ekki viðurkenna að það hefði verið að fara um hann á hliðarlínunni undir lokin, þrátt fyrir að Haukar hefðu unnið sig betur inn í leikinn. „Það gekk vel og það gekk illa, en maður verður að hafa taugar í þetta. Leikmennirnir mínir redduðu þessu í dag. Risa þristur frá Sylvíu og sóknarfrákast frá Rögnu Maríu þetta eru bara algjörir töffarar sem ég er að þjálfa.“ „Frábært að mínir leikmenn hafi sýnt þennan karakter og unnið besta lið landsins,“ sagði Pétur. En hvernig mat Pétur þennan leik? „Gæðin góð, góður körfubolti. Frábært að þessi leikur hafi verið í beinni, eykur vonandi áhorfið á kvennaboltann,“ sagði Pétur Már Sigurðsson að lokum.Ingvar: Allt of kaflaskiptar Er átti að ná í Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfara Hauka, í viðtal var hann upptekinn í hrókasamræðum við dómara leiksins. Hann sagðist þó ekki hafa verið að rökræða þessa loka villu. „Ég veit ekki nákvæmlega hvort það hafi verið villa eða ekki. Það var annað atriði í leiknum sem við vorum að diskútera, ekki þessa síðustu villu. Við áttum að gera betur þar, setja meiri boltapressu á Maríu með boltann, áttum að setja meiri pressu á hana og hreinlega brjóta á henni. Ekki gefa þeim tækifæri á að senda á Dani.“ „Mér fannst hann ekkert sérstakur,“ sagði Ingvar aðspurður hvað honum fannst um leikinn. „Mér fannst við allt of kaflaskiptar. Byrjuðum skelfilega illa og byrjuðum aftur þriðja leikhluta skelfilega. Nánast með unninn leik í höndunum en reynsluleysi og klaufaskapur að brjóta ekki og gefa þeim færi á að sækja þessa villu.“ Gerðu þessar slæmu mínútur í byrjun leiksins úti um hann? „Það segir sig sjálft að það situr í mönnum og þetta er erfitt. Við vorum lélegar í rauninni allan fyrsta leikhlutann. Nei, ég held að á endanum hafi þetta ekki kostað [sigurinn], við vorum búnar að koma okkur í þannig stöðu.“ „Það er fullt af jákvæðum hlutum. En við erum allt of kaflaskiptar, það vantaði smá skynsemi, að taka réttar ákvarðanir í lokin. Margt fínt þessu, en ég finn það betur þegar ég skoða leikinn betur,“ sagði Ingvar Þór Guðjónsson. Dominos-deild kvenna
Stjarnan vann sterkan sigur á Haukum í áttundu umferð Domino’s deildar kvenna í körfubolta í kvöld í háspennu leik í Ásgarði í Garðabæ. Það tók gestina úr Hafnarfirði góðar fimm mínútur eða svo að vakna í Ásgarði, en heimakonur náðu 16 stiga forskoti undir lok fyrsta leikhluta, og leiddu 27-15 að honum loknum. Leikurinn snerist svo við í öðrum leikhluta og Haukarnir fóru að geta sundurspilað vörn Stjörnunnar með einföldum sendingum og byrjuðu að spila vörnina sjálfar. Munurinn á liðunum var aðeins tvö stig í hálfleik. Um miðjan þriðja leikhluta komust Haukar yfir í fyrsta skipti í leiknum, en það varði ekki lengi og voru heimakonur fljótt komnar með yfirhöndina aftur. Svipað var uppi á teningnum í fjórða leikhluta. Haukar náðu að komast yfir snemma í leikhlutanum, en Stjarnan náði forystunni strax aftur. Loka mínúturnar voru æsispennandi og skiptust liðin á að hafa forystu. Þegar aðeins 0.3 sekúndubrot voru eftir braut Dýrfinna Arnardóttir á Danielle Rodriguez og sendi hana á vítalínuna, staðan 74-75. Hin bandaríska var hin rólegasta og setti skotin bæði niður og tryggði Stjörnunni sigur, 76-75.Afhverju vann Stjarnan? Að segja hundaheppni í lokin er kannski að taka of mikið frá góðum leik Stjörnunnar, en þessi villa undir blálokin færði þeim sigur sem líklegast hefði annars ekki náðst að vinnast. Hins vegar þá spilaði Stjarnan virkilega vel. Komust í góða forystu, misstu hana niður eins og kemur oft fyrir. Þá fóru þær ekki í það að hengja haus heldur héldu bara áfram, tóku forystuna aftur og nýttu sér svo smá heppnisstimpil í lokin.Hverjir stóðu upp úr? Bríet Sif Hinriksdóttir átti virkilega flottan leik fyrir Stjörnuna, barðist vel í vörninni og setti niður mikilvæg stig. Ragna Margrét Brynjarsdóttir var einnig mjög sterk sem og Danielle Rodriguez. Hjá Haukum bar Helena Sverrisdóttir af. Rósa Björk Pétursdóttir átti fínan leik sem og Cherise Daniel.Hvað gekk illa? Byrjun leiksins hjá Haukum. Þær mættu ekki til leiks fyrr en góðar fimm mínútur voru búnar af leiknum og voru í raun ekki að spila vel allan fyrsta leikhlutann. Fundu engar glufur á varnarleik Stjörnunnar og var eins og þær hefðu gleymt því hvernig eigi að spila vörn þar sem þær náðu vart að stoppa eina einustu sókn Stjörnunnar í leikhlutanum.Hvað gerist næst? Það er stutt hvíld þessa dagana og er næsta umferð spiluð á laugardaginn. Haukar fara til Njarðvíkur og Stjarnan mætir spútnik-liði Breiðabliks.Stjarnan-Haukar 76-75 (27-15, 11-21, 18-18, 20-21)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 26/13 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 15/11 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/14 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 13/7 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 5/4 fráköst, Jenný Harðardóttir 4.Haukar: Cherise Michelle Daniel 19/4 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Helena Sverrisdóttir 19/20 fráköst/6 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 14/9 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 7, Anna Lóa Óskarsdóttir 7, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6, Þóra Kristín Jónsdóttir 3/5 fráköst.Pétur: Algjörir töffarar „Þetta var alvöru leikur. Sveiflurnar í þessum leik voru svakalegar, en mér fannst gæðin góð,“ sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Mér fannst bæði lið vera að spila vel, eflaust vorum við aðeins heppin þarna undir restina, ég sá ekki hvað gerist þar.“ „Við vorum komnar með gott forskot í fyrri og gott forskot í seinni. Þær komu til baka og við vorum komnar undir með fimm stigum þegar það voru ein og hálf mínúta eftir. Komum til baka sterkt og þetta var kærkominn sigur. Við þurftum á þessu að halda.“ Pétur vildi þó ekki viðurkenna að það hefði verið að fara um hann á hliðarlínunni undir lokin, þrátt fyrir að Haukar hefðu unnið sig betur inn í leikinn. „Það gekk vel og það gekk illa, en maður verður að hafa taugar í þetta. Leikmennirnir mínir redduðu þessu í dag. Risa þristur frá Sylvíu og sóknarfrákast frá Rögnu Maríu þetta eru bara algjörir töffarar sem ég er að þjálfa.“ „Frábært að mínir leikmenn hafi sýnt þennan karakter og unnið besta lið landsins,“ sagði Pétur. En hvernig mat Pétur þennan leik? „Gæðin góð, góður körfubolti. Frábært að þessi leikur hafi verið í beinni, eykur vonandi áhorfið á kvennaboltann,“ sagði Pétur Már Sigurðsson að lokum.Ingvar: Allt of kaflaskiptar Er átti að ná í Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfara Hauka, í viðtal var hann upptekinn í hrókasamræðum við dómara leiksins. Hann sagðist þó ekki hafa verið að rökræða þessa loka villu. „Ég veit ekki nákvæmlega hvort það hafi verið villa eða ekki. Það var annað atriði í leiknum sem við vorum að diskútera, ekki þessa síðustu villu. Við áttum að gera betur þar, setja meiri boltapressu á Maríu með boltann, áttum að setja meiri pressu á hana og hreinlega brjóta á henni. Ekki gefa þeim tækifæri á að senda á Dani.“ „Mér fannst hann ekkert sérstakur,“ sagði Ingvar aðspurður hvað honum fannst um leikinn. „Mér fannst við allt of kaflaskiptar. Byrjuðum skelfilega illa og byrjuðum aftur þriðja leikhluta skelfilega. Nánast með unninn leik í höndunum en reynsluleysi og klaufaskapur að brjóta ekki og gefa þeim færi á að sækja þessa villu.“ Gerðu þessar slæmu mínútur í byrjun leiksins úti um hann? „Það segir sig sjálft að það situr í mönnum og þetta er erfitt. Við vorum lélegar í rauninni allan fyrsta leikhlutann. Nei, ég held að á endanum hafi þetta ekki kostað [sigurinn], við vorum búnar að koma okkur í þannig stöðu.“ „Það er fullt af jákvæðum hlutum. En við erum allt of kaflaskiptar, það vantaði smá skynsemi, að taka réttar ákvarðanir í lokin. Margt fínt þessu, en ég finn það betur þegar ég skoða leikinn betur,“ sagði Ingvar Þór Guðjónsson.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum