Er fyrir löngu byrjuð að skreyta heimilið Guðný Hrönn skrifar 23. nóvember 2017 16:00 Hver krókur og kimi heima hjá Völu er skreyttur fyrir jólin. Margir velta fyrir sér hvenær sé góður tími til að jólaskreyta heimili sitt. Því fyrr því betra vilja sumir meina. Fagurkerinn Vala Arnardóttir er ein þeirra. Hún er sannkallað jólabarn en hún byrjar að skreyta heimilið með jólaskrauti um leið og nóvember gengur í garð. „Ég set jólaljósin mín flest öll upp strax í byrjun nóvember. Mér finnst dásamlegt að lýsa skammdegið upp með þessum fallegu ljósum. Svo er ég að dunda mér að skreyta út nóvember og allt mitt jóladót er komið upp fyrir fyrsta í aðventu. Þetta er bara svo dásamlegt,“ segir Vala glöð í bragði. Vala er sannkallað jólabarn. Hún byrjar að skreyta 1. nóvember. Spurð út í hvaða viðbrögð hún fái frá vinum og fjölskyldu þegar bún byrjar að rífa jólaskrautið upp úr kössunum í nóvember. „Ég fæ bara góð viðbrögð og er oft spurð í byrjun nóvember hvort ég sé nú ekki byrjuð.“ „Fólk sem þekkir mig kippir sér lítið upp við það að hún Vala se farin að tala um jólin, skreyta og hlusta a jólalög í byrjun nóvember.“ Hvaða jólaskraut er svo í uppáhaldi? „Uppáhaldsjólaskrautið mitt er sjálft jólatréð í öllum sínum skrúða. Við erum búin að skreyta það fyrir fyrsta í aðventu. Ég held að þetta sé bara með því fallegra sem til er,“ segir Vala sem kaupir jólaskraut úr öllum áttum. „Ef ég fell fyrir því þá kaupi ég það.“ Borðstofan er skreytt hátt og lágt. „Ég er ekki mikið að föndra en jú, ég dúllast með greni, cypress og köngla í desember. Og svo geri ég alltaf eina hýasintu-skreytingu á Þorláksmessu. Við mæðgur höfum stundum gert skraut úr piparkökudegi,“ segir Vala sem þykir ómissandi að skreyta hátt og lágt fyrir jólin „Fyrir jólabarn eins mig þá gæti aldrei sleppt því að skreyta. Mér finnst fallegu ljósin og skrautið tilheyra jólunum. Og ekki má gleyma piparkökunum, kakóinu og jólalögunum. Ójá, það eru jólin!“ Vala skreytir heimilið meðal annars með könglum, ljósaseríum og greni. Föndur Jól Jólaskraut Mest lesið Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Blúndukökur Birgittu slá í gegn Jól Spænsk jól: Roscon de Reyes Jól Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn Jól Jólastöðin komin í loftið Jól Segir engin jól án sörubaksturs Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Margir velta fyrir sér hvenær sé góður tími til að jólaskreyta heimili sitt. Því fyrr því betra vilja sumir meina. Fagurkerinn Vala Arnardóttir er ein þeirra. Hún er sannkallað jólabarn en hún byrjar að skreyta heimilið með jólaskrauti um leið og nóvember gengur í garð. „Ég set jólaljósin mín flest öll upp strax í byrjun nóvember. Mér finnst dásamlegt að lýsa skammdegið upp með þessum fallegu ljósum. Svo er ég að dunda mér að skreyta út nóvember og allt mitt jóladót er komið upp fyrir fyrsta í aðventu. Þetta er bara svo dásamlegt,“ segir Vala glöð í bragði. Vala er sannkallað jólabarn. Hún byrjar að skreyta 1. nóvember. Spurð út í hvaða viðbrögð hún fái frá vinum og fjölskyldu þegar bún byrjar að rífa jólaskrautið upp úr kössunum í nóvember. „Ég fæ bara góð viðbrögð og er oft spurð í byrjun nóvember hvort ég sé nú ekki byrjuð.“ „Fólk sem þekkir mig kippir sér lítið upp við það að hún Vala se farin að tala um jólin, skreyta og hlusta a jólalög í byrjun nóvember.“ Hvaða jólaskraut er svo í uppáhaldi? „Uppáhaldsjólaskrautið mitt er sjálft jólatréð í öllum sínum skrúða. Við erum búin að skreyta það fyrir fyrsta í aðventu. Ég held að þetta sé bara með því fallegra sem til er,“ segir Vala sem kaupir jólaskraut úr öllum áttum. „Ef ég fell fyrir því þá kaupi ég það.“ Borðstofan er skreytt hátt og lágt. „Ég er ekki mikið að föndra en jú, ég dúllast með greni, cypress og köngla í desember. Og svo geri ég alltaf eina hýasintu-skreytingu á Þorláksmessu. Við mæðgur höfum stundum gert skraut úr piparkökudegi,“ segir Vala sem þykir ómissandi að skreyta hátt og lágt fyrir jólin „Fyrir jólabarn eins mig þá gæti aldrei sleppt því að skreyta. Mér finnst fallegu ljósin og skrautið tilheyra jólunum. Og ekki má gleyma piparkökunum, kakóinu og jólalögunum. Ójá, það eru jólin!“ Vala skreytir heimilið meðal annars með könglum, ljósaseríum og greni.
Föndur Jól Jólaskraut Mest lesið Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Blúndukökur Birgittu slá í gegn Jól Spænsk jól: Roscon de Reyes Jól Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn Jól Jólastöðin komin í loftið Jól Segir engin jól án sörubaksturs Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira