Sjáðu stiklu úr Black Mirror-þættinum sem var tekinn upp á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 27. nóvember 2017 18:14 Þátturinn var tekinn upp hér á landi í febrúar og mars síðastliðnum. Netflix Nú hefur stikla litið dagsins ljós úr þættinum Crocodile sem verður sá þriðji í röðinni í fjórðu seríunni af Black Mirror. Þátturinn var tekinn upp hér á landi í febrúar síðastliðnum þar sem tökuliðið sást meðal annars í miðborg Reykjavíkur. Fóru tökurnar einnig fram í yfirgefinni hlöðu við Grænavatn og við Kleifarvatn í mats síðastliðnum. Þátturinn mun fylgjast með persónum sem reyna að rifja upp tildrög bílslyss með hjálp tækninnar. Leikstjóri þáttarins er John Hilcoat, sem á að baki myndirnar The Road og Lawless, en með aðalhlutverk fara Andre Riseborough, Andrew Gower og Kiran Sonia Sawar. Íslenska framleiðslufyrirtækið True North hélt utan um tökur þáttarins hér á landi en tólf Íslendingar eru nefndir sem hluti af tökuteyminu, að því er fram kemur á vef IMDB. Black Mirror er breskur vísindaskáldskapur úr smiðju Charlie Brooker þar sem má finna mikla háðsádeilu á nútímasamfélag og áhrif nútímatækni á það. Hefur hver þáttur sjálfstæðan söguþráð sem gerist annað hvort í hliðstæðri veröld eða í nálægðri framtíð. Fyrsti þátturinn var frumsýndur á Channel 4 í Bretlandi í desember árið 2011 en Netflix tók hann upp á sína arma og var þriðja þáttaröðin frumsýnd þar í fyrra. Fjórða þáttaröðin verður sýnd á Netflix en ekki liggur fyrir hvenær hún verður frumsýnd. Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Black Mirror-þáttur verður tekinn upp í og við Reykjavík Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir. 13. febrúar 2017 15:12 Alþingi aðstoðaði við tökur á Black Mirror Tökur fóru fram við Ráðhús Reykjavíkur um liðna helgi. 28. febrúar 2017 14:17 Fyrsta stiklan fyrir Íslandsskotnu þáttaröð Black Mirror Einn þáttur fjórðu þáttaraðar Black Mirror var tekinn upp á Íslandi. 26. ágúst 2017 07:51 Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Nú hefur stikla litið dagsins ljós úr þættinum Crocodile sem verður sá þriðji í röðinni í fjórðu seríunni af Black Mirror. Þátturinn var tekinn upp hér á landi í febrúar síðastliðnum þar sem tökuliðið sást meðal annars í miðborg Reykjavíkur. Fóru tökurnar einnig fram í yfirgefinni hlöðu við Grænavatn og við Kleifarvatn í mats síðastliðnum. Þátturinn mun fylgjast með persónum sem reyna að rifja upp tildrög bílslyss með hjálp tækninnar. Leikstjóri þáttarins er John Hilcoat, sem á að baki myndirnar The Road og Lawless, en með aðalhlutverk fara Andre Riseborough, Andrew Gower og Kiran Sonia Sawar. Íslenska framleiðslufyrirtækið True North hélt utan um tökur þáttarins hér á landi en tólf Íslendingar eru nefndir sem hluti af tökuteyminu, að því er fram kemur á vef IMDB. Black Mirror er breskur vísindaskáldskapur úr smiðju Charlie Brooker þar sem má finna mikla háðsádeilu á nútímasamfélag og áhrif nútímatækni á það. Hefur hver þáttur sjálfstæðan söguþráð sem gerist annað hvort í hliðstæðri veröld eða í nálægðri framtíð. Fyrsti þátturinn var frumsýndur á Channel 4 í Bretlandi í desember árið 2011 en Netflix tók hann upp á sína arma og var þriðja þáttaröðin frumsýnd þar í fyrra. Fjórða þáttaröðin verður sýnd á Netflix en ekki liggur fyrir hvenær hún verður frumsýnd.
Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Black Mirror-þáttur verður tekinn upp í og við Reykjavík Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir. 13. febrúar 2017 15:12 Alþingi aðstoðaði við tökur á Black Mirror Tökur fóru fram við Ráðhús Reykjavíkur um liðna helgi. 28. febrúar 2017 14:17 Fyrsta stiklan fyrir Íslandsskotnu þáttaröð Black Mirror Einn þáttur fjórðu þáttaraðar Black Mirror var tekinn upp á Íslandi. 26. ágúst 2017 07:51 Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Black Mirror-þáttur verður tekinn upp í og við Reykjavík Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir. 13. febrúar 2017 15:12
Alþingi aðstoðaði við tökur á Black Mirror Tökur fóru fram við Ráðhús Reykjavíkur um liðna helgi. 28. febrúar 2017 14:17
Fyrsta stiklan fyrir Íslandsskotnu þáttaröð Black Mirror Einn þáttur fjórðu þáttaraðar Black Mirror var tekinn upp á Íslandi. 26. ágúst 2017 07:51