Lagið er af plötunni hans Two Trains. Karlakórinn Fóstbræður syngur með Högna í laginu.
Hesturinn Darri leikur stórt hlutverk í myndbandinu sem sjá má hér að neðan. Það var Högni sjálfur sem leikstýrði myndbandinu ásamt Mána Sigfússyni.
Í seinustu viku skrifaði söngvarinn Högni Egilsson undir samning við breska plötufyrirtækið Erased Tapes og í haust kemur út fyrsta sólóplatan hans. Hann segir ómetanlegt að finna gott plötufyrirtæki til að vinna með því slíkt fyrirtæki er eins og heimili tónlistarinnar.