Næsta Bjalla rafmögnuð og afturhjóladrifin Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2017 15:34 Gamla Bjallan markaði tímamót og næsta gerð hennar gæti einnig gert það. Í höfuðstöðvum Volkswagen hefur framtíð Bjöllunnar verið til umræðu uppá síðkastið og líklegast þykir að næsta kynslóð hennar verði í boði sem hreinræktaður rafmagnsbíll. Að auki yrði hún afturhjóladrifin líkt og þegar hún fyrst kom fram á sjónarsviðið árið 1938. Núna er vélin frammí Bjöllunni og drifið einnig að framan. Ef að Bjallan verður rafmagnsdrifin yrði hún örugglega afturhjóladrifin og með því haldið í gamla hefð og akstursánægjan aukin í leiðinni. Bílarisinn Volkswagen ætlar að kynna 30 nýjar gerðir bíla sem drifnir verða rafmagni á næstu 10 árin og því alls ekki skrítið ef Bjallan yrði einn þeirra, í stað þess að láta þessa goðsögn á meðal bíla syngja alfarið sitt skeið. Bjallan gekk í endurnýjun lífdaga árið 1997 og er nú af þriðju kynslóð síðan þá, en fjórða kynslóðin verður líklega þeirra mest stefnumarkandi ef í henni verður eingöngu rafmagnsdrifrás. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent
Í höfuðstöðvum Volkswagen hefur framtíð Bjöllunnar verið til umræðu uppá síðkastið og líklegast þykir að næsta kynslóð hennar verði í boði sem hreinræktaður rafmagnsbíll. Að auki yrði hún afturhjóladrifin líkt og þegar hún fyrst kom fram á sjónarsviðið árið 1938. Núna er vélin frammí Bjöllunni og drifið einnig að framan. Ef að Bjallan verður rafmagnsdrifin yrði hún örugglega afturhjóladrifin og með því haldið í gamla hefð og akstursánægjan aukin í leiðinni. Bílarisinn Volkswagen ætlar að kynna 30 nýjar gerðir bíla sem drifnir verða rafmagni á næstu 10 árin og því alls ekki skrítið ef Bjallan yrði einn þeirra, í stað þess að láta þessa goðsögn á meðal bíla syngja alfarið sitt skeið. Bjallan gekk í endurnýjun lífdaga árið 1997 og er nú af þriðju kynslóð síðan þá, en fjórða kynslóðin verður líklega þeirra mest stefnumarkandi ef í henni verður eingöngu rafmagnsdrifrás.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent