BL fyrst umboða að selja yfir 6.000 bíla á einu ári Finnur Thorlacius skrifar 14. nóvember 2017 09:26 Mini er eitt af nýjum bílamerkjum BL.BL hóf einnig sölu Jaguar bíla á árinu. Um síðustu mánaðarmót var bílaumboðið BL búið að selja 5.914 bíla á árinu og ljóst að stutt yrði í sölu sex þúsundasta bílsins. Þegar sölutölur hjá Samgöngustofu voru skoðaðar í gær kom í ljós að seldir bílar hjá BL voru komnir í 6.024. Ekki er vitað til þess að nokkurt bílaumboð hafi áður selt yfir 6.000 bíla á einu ári. Sem dæmi er þessi sala svo til um helmingi meiri en heildarbílasalan á landinu árið 2009. BL er talsvert lang söluhæsta umboð landsins og með á milli 28 og 29 prósenta hlutdeild í heildarsölunni. Hjá umboðinu eru ein 10 bílamerki, þ.e. Hyundai, Nissan, Renault, Subaru, Dacia, BMW, Land Rover, Jaguar, Mini og Isuzu. Fjölgaði merkjunum um tvö á árinu en BL hóf að selja bíla frá Jaguar og Mini á Íslandi. BL hafði um síðustu mánaðarmót selt 1.164 fleiri bíla en árið áður og hafði salan því vaxið um 24,5% á milli ára þessa fyrstu 10 mánuði ársins. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent
Um síðustu mánaðarmót var bílaumboðið BL búið að selja 5.914 bíla á árinu og ljóst að stutt yrði í sölu sex þúsundasta bílsins. Þegar sölutölur hjá Samgöngustofu voru skoðaðar í gær kom í ljós að seldir bílar hjá BL voru komnir í 6.024. Ekki er vitað til þess að nokkurt bílaumboð hafi áður selt yfir 6.000 bíla á einu ári. Sem dæmi er þessi sala svo til um helmingi meiri en heildarbílasalan á landinu árið 2009. BL er talsvert lang söluhæsta umboð landsins og með á milli 28 og 29 prósenta hlutdeild í heildarsölunni. Hjá umboðinu eru ein 10 bílamerki, þ.e. Hyundai, Nissan, Renault, Subaru, Dacia, BMW, Land Rover, Jaguar, Mini og Isuzu. Fjölgaði merkjunum um tvö á árinu en BL hóf að selja bíla frá Jaguar og Mini á Íslandi. BL hafði um síðustu mánaðarmót selt 1.164 fleiri bíla en árið áður og hafði salan því vaxið um 24,5% á milli ára þessa fyrstu 10 mánuði ársins.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent