Engir VW tengiltvinnbílar fyrir Bandaríkjamarkað Finnur Thorlacius skrifar 15. nóvember 2017 11:17 Volkswagen Golf GTE er einn þeirra tengiltvinnbíla Volkswagen sem ekki virðist eiga erindi á Bandaríkjamarkaði. Þó svo að öll áhersla hjá Volkswagen, sem og mörgum öðrum evrópskum bílaframleiðendum, sé á framleiðslu tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla ætlar Volkswagen ekki að bjóða neinn slíkan bíl á markaði í Bandaríkjunum. Þannig er staðan nú og verður það á næstunni ef marka má orð forstjóra Volkswagen, Herbert Diess. Hann telur að það muni alls ekki svara kostnaði að bjóða slíka bíla á markaði sem hefur mjög takmarkaðan áhuga á slíkum bílum. Sala tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla er fremur dræm í Bandaríkjunum og er það að mestu rakið til þess hve ódýrt eldsneyti er þar í landi. Audi, sem tilheyrir Volkswagen býður hinsvegar Audi A3 e-tron tengiltvinnbílinn á ákveðnum markaðssvæðum í Bandaríkjunum, en ekki Audi Q7 e-tron jeppann af sömu ástæðu og Volkswagen býður ekki sína tengiltvinnbíla í Bandaríkjunum. Hin stóra Volkswagen bílafjölskylda ætlar að kynna nýjan tengiltvinn- eða rafmagnsbíl í hverjum mánuði næstu 15 mánuðina, en ekki er líklegt að nokkur þeirra rati að ströndum Bandaríkjanna, þar er einfaldlega lítil eftirspurn eftir þeim. Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent
Þó svo að öll áhersla hjá Volkswagen, sem og mörgum öðrum evrópskum bílaframleiðendum, sé á framleiðslu tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla ætlar Volkswagen ekki að bjóða neinn slíkan bíl á markaði í Bandaríkjunum. Þannig er staðan nú og verður það á næstunni ef marka má orð forstjóra Volkswagen, Herbert Diess. Hann telur að það muni alls ekki svara kostnaði að bjóða slíka bíla á markaði sem hefur mjög takmarkaðan áhuga á slíkum bílum. Sala tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla er fremur dræm í Bandaríkjunum og er það að mestu rakið til þess hve ódýrt eldsneyti er þar í landi. Audi, sem tilheyrir Volkswagen býður hinsvegar Audi A3 e-tron tengiltvinnbílinn á ákveðnum markaðssvæðum í Bandaríkjunum, en ekki Audi Q7 e-tron jeppann af sömu ástæðu og Volkswagen býður ekki sína tengiltvinnbíla í Bandaríkjunum. Hin stóra Volkswagen bílafjölskylda ætlar að kynna nýjan tengiltvinn- eða rafmagnsbíl í hverjum mánuði næstu 15 mánuðina, en ekki er líklegt að nokkur þeirra rati að ströndum Bandaríkjanna, þar er einfaldlega lítil eftirspurn eftir þeim.
Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent