Tónlist

Björk syngur um ástina í Blissing Me

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björk á tónleikum í Georgíu fyrr á árinu.
Björk á tónleikum í Georgíu fyrr á árinu. vísir/getty
Björk gefur í dag út nýtt myndband við annað lagið sem kemur út af nýrri plötu hennar Utopia sem væntanleg er þann 24. nóvember næstkomandi.

Lagið heitir Blissing Me. Björk syngur um ástina og lýsir því hvernig hún verður ástfangin en af hverjum eða hverju er ekki alveg ljóst enda virðist af texta lagsins að dæma sem söngkonan sé ekki alveg viss um það heldur.

Fyrsta lagið sem Björk gaf út af Utopiu heitir The Gate og kom út í byrjun september. Plötunnar er beðið með eftirvæntingu, eins og reyndar á við um flestar plötur Bjarkar. Síðasta plata hennar, Vulnicura, kom út árið 2015 og fjallaði að mestu leyti um skilnað hennar og listamannsins Matthew Barney.

Vulnicura var því mjög persónuleg og oft á tíðum sorgleg en Björk hefur sagt að Utopia fjalli um ástina og þá einhvers konar yfirskilvitlegan hátt. Í viðtali við New York Times í vikunni sagði Björk jafnframt að platan væri ástarbréf til bjartsýninnar.

Myndbandið við Blissing Me má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×