Hyperloop lest áformuð í Denver Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2017 10:38 Svona gæti Hyperloop lestin í Denver litið út. Mikil alvara virðist bakvið hugmyndir borgaryfirvalda í Denver í Colorado um smíði einskonar Hyperloop lestar sem tengja á bæði miðbæ Denver við alþjóðaflugvöllinn í nágrenni Denver og tengingu við borgina Boulder í sama ríki. Ferðatími milli þessara staða verður aðeins 10 mínútur og gert er ráð fyrir um 320 km/klst ferðahraða lestarinnar í lokuðu röri. Rörið verður ekki lofttæmt og mun því lestin ekki ná viðlíka hraða og gert er ráð fyrir í lofttæmdum lestum að hugmynd Elon Musk eigandi og forstjóra Tesla, en hann var fyrstur til að kynna þessar svokölluðu Hyperloop lesta. Í lofttæmdu röri má ná allt að 1.000 km hraða. Það er fyrirtækið Arrivo sem er í samstarfi við borgaryfirvöld í Denver um þessa lausn á miklum umferðarvanda sem Denver stendur frammi fyrir. Þar er umferðin orðin svo þung að byltingarkenndra lausna er þörf. Í þessari fyrirhuguðu Hyperloop lest í Denver er gert ráð fyrir að einnig verði hægt að flytja vörur og bíla á þar til gerðum sleðum inní rörinu og ætti það að minnka einnig stórlega alla þá vöruflutninga sem um Denver fer nú á götum borgarinnar. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Mikil alvara virðist bakvið hugmyndir borgaryfirvalda í Denver í Colorado um smíði einskonar Hyperloop lestar sem tengja á bæði miðbæ Denver við alþjóðaflugvöllinn í nágrenni Denver og tengingu við borgina Boulder í sama ríki. Ferðatími milli þessara staða verður aðeins 10 mínútur og gert er ráð fyrir um 320 km/klst ferðahraða lestarinnar í lokuðu röri. Rörið verður ekki lofttæmt og mun því lestin ekki ná viðlíka hraða og gert er ráð fyrir í lofttæmdum lestum að hugmynd Elon Musk eigandi og forstjóra Tesla, en hann var fyrstur til að kynna þessar svokölluðu Hyperloop lesta. Í lofttæmdu röri má ná allt að 1.000 km hraða. Það er fyrirtækið Arrivo sem er í samstarfi við borgaryfirvöld í Denver um þessa lausn á miklum umferðarvanda sem Denver stendur frammi fyrir. Þar er umferðin orðin svo þung að byltingarkenndra lausna er þörf. Í þessari fyrirhuguðu Hyperloop lest í Denver er gert ráð fyrir að einnig verði hægt að flytja vörur og bíla á þar til gerðum sleðum inní rörinu og ætti það að minnka einnig stórlega alla þá vöruflutninga sem um Denver fer nú á götum borgarinnar.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent