Spænskur bróðir Skoda Kodiaq og VW Tiguan Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2017 14:37 Svona lítur hinn nýi jepplingur Seat út. Það hlaut ekki að líða að löngu þangað til Skoda Kodiaq og VW Tiguan eignuðust nýjan bróður með Seat merkinu á húddinu. Spæsnski framleiðandinn Seat ætlar að kynna þennan jeppling áður en árið er á enda og hann er byggður á sama MQB undirvagni og hinir bræður hans. Bíllinn verður framleiddur í Þýskalandi og í boði verða margar bensín- og dísilvélar. Mjög margir íhlutir verða sameiginlegir í þessum nýja bíl Seat og hinum bræðrum hans og sparar stóra Volkswagen bílasamstæðan sér mikinn þróunar- og framleiðslukostnað fyrir vikið. Hann fær þó stærra grill og Seat merkið að framan verður talsvert stærra en VW og Skoda merkið á hinum bílunum. Nafn bílsins er ekki ljóst ewnnþá en sögur herma að Seat ætlað velja á milli nafnanna Alboran, Aranda, Avila og Tarraco. Seat mun byrja að taka á móti pöntunum á bílnum snemma á næsta ári. Víst er að hann verður í boði með 1,4 lítra og 2,0 lítra TSI bensínvélum sem og 2,0 lítra TDI dísilvél og plug-in-hybrid útfærsla verður líklega í spilunum líka. Líklegt verð á bílnum er 33.800 evrur. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent
Það hlaut ekki að líða að löngu þangað til Skoda Kodiaq og VW Tiguan eignuðust nýjan bróður með Seat merkinu á húddinu. Spæsnski framleiðandinn Seat ætlar að kynna þennan jeppling áður en árið er á enda og hann er byggður á sama MQB undirvagni og hinir bræður hans. Bíllinn verður framleiddur í Þýskalandi og í boði verða margar bensín- og dísilvélar. Mjög margir íhlutir verða sameiginlegir í þessum nýja bíl Seat og hinum bræðrum hans og sparar stóra Volkswagen bílasamstæðan sér mikinn þróunar- og framleiðslukostnað fyrir vikið. Hann fær þó stærra grill og Seat merkið að framan verður talsvert stærra en VW og Skoda merkið á hinum bílunum. Nafn bílsins er ekki ljóst ewnnþá en sögur herma að Seat ætlað velja á milli nafnanna Alboran, Aranda, Avila og Tarraco. Seat mun byrja að taka á móti pöntunum á bílnum snemma á næsta ári. Víst er að hann verður í boði með 1,4 lítra og 2,0 lítra TSI bensínvélum sem og 2,0 lítra TDI dísilvél og plug-in-hybrid útfærsla verður líklega í spilunum líka. Líklegt verð á bílnum er 33.800 evrur.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent