Einn án ábyrgðar Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 07:00 Jæja, þá er það vitað. Borgarlögmaður er búinn að úrskurða að Dagur borgarstjóri bar ekki lagalega ábyrgð á biluninni í skólpdælunni, en eins og allir muna flæddi óhreinsað skólp í sjó fram dögum og vikum saman. Jafnframt segir borgarlögmaður að borgarstjóri sé ekki ábyrgur fyrir heilbrigðisnefnd Reykjavíkur. Rifja má upp að ráðning nýs borgarlögmanns nú í haust var mjög umdeild, staðan auglýst í einu dagblaði og sérstaka athygli vakti að forseti borgarstjórnar studdi ekki tillögu borgarstjóra um ráðninguna. Og nú er borgarlögmaðurinn nýi búinn að úrskurða um ábyrgðarleysi Dags. En þessi úrskurður borgarlögmannsins er algerlega tilgangslaus. Allir sem hafa fylgst með borgarmálum undanfarin ár vita að Dagur ber ekki ábyrgð á borgarmálum, hvorki lagalega né pólitíska. Í hvert einasta sinn sem eitthvað fer úrskeiðis gerist það sama, ekki næst í borgarstjóra og ef í hann næst þá er svarið alltaf það sama, einhver annar ber ábyrgðina. Helst er það ríkisvaldinu sem um er að kenna, að minnsta kosti á ríkið að leysa málið. Hver man ekki eftir dekkjakurlinu á sparkvöllunum. Önnur sveitarfélög drifu í því að redda málinu, en borgarstjórinn sagði að ekkert yrði leyst nema með aðkomu ríkisvaldsins. Hörmuleg fjárhagsstaða borgarinnar, ástandið á leikskólunum, umferðartafirnar, hirðuleysið og sóðaskapurinn eða ástandið á húsnæðismarkaðinum, svo fátt eitt sé nefnt, allt fellur þetta undir allsherjar ábyrgðarleysi Dags. En þegar kemur að almannatengslum, þá þarf enginn að efast um ábyrgðina. Fella jólatré, skipta um dekk, dansa á sviði o.s.frv. á þessu ber borgarstjórinn fulla ábyrgð, a.m.k. þangað til borgarlögmaðurinn losar hann undan þeirri ábyrgð líka. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun
Jæja, þá er það vitað. Borgarlögmaður er búinn að úrskurða að Dagur borgarstjóri bar ekki lagalega ábyrgð á biluninni í skólpdælunni, en eins og allir muna flæddi óhreinsað skólp í sjó fram dögum og vikum saman. Jafnframt segir borgarlögmaður að borgarstjóri sé ekki ábyrgur fyrir heilbrigðisnefnd Reykjavíkur. Rifja má upp að ráðning nýs borgarlögmanns nú í haust var mjög umdeild, staðan auglýst í einu dagblaði og sérstaka athygli vakti að forseti borgarstjórnar studdi ekki tillögu borgarstjóra um ráðninguna. Og nú er borgarlögmaðurinn nýi búinn að úrskurða um ábyrgðarleysi Dags. En þessi úrskurður borgarlögmannsins er algerlega tilgangslaus. Allir sem hafa fylgst með borgarmálum undanfarin ár vita að Dagur ber ekki ábyrgð á borgarmálum, hvorki lagalega né pólitíska. Í hvert einasta sinn sem eitthvað fer úrskeiðis gerist það sama, ekki næst í borgarstjóra og ef í hann næst þá er svarið alltaf það sama, einhver annar ber ábyrgðina. Helst er það ríkisvaldinu sem um er að kenna, að minnsta kosti á ríkið að leysa málið. Hver man ekki eftir dekkjakurlinu á sparkvöllunum. Önnur sveitarfélög drifu í því að redda málinu, en borgarstjórinn sagði að ekkert yrði leyst nema með aðkomu ríkisvaldsins. Hörmuleg fjárhagsstaða borgarinnar, ástandið á leikskólunum, umferðartafirnar, hirðuleysið og sóðaskapurinn eða ástandið á húsnæðismarkaðinum, svo fátt eitt sé nefnt, allt fellur þetta undir allsherjar ábyrgðarleysi Dags. En þegar kemur að almannatengslum, þá þarf enginn að efast um ábyrgðina. Fella jólatré, skipta um dekk, dansa á sviði o.s.frv. á þessu ber borgarstjórinn fulla ábyrgð, a.m.k. þangað til borgarlögmaðurinn losar hann undan þeirri ábyrgð líka. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun