Tengitvinnbíllinn Hyundai IONIQ frumsýndur Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2017 14:52 Hyundai Ionic tengiltvinnbíllinn. Hyundai Ionic fékk næst flest stigin í vali Bandalags íslsenskra bílablaðamanna í ár og telst virkilega athyglisverður bíll. Hyundai í Garðabæ frumsýnir á morgun, laugardag milli kl. 12 og 16, tengitvinnbílinn Hyundai IONIQ Plug in Hybrid. Þetta er annar bíllinn í röð þriggja mismunandi útgáfa framleiðandans á sama millistærðarfólksbílnum. Fyrr á árinu kom IONIQ sem hreinn rafmagnsbíll og í gær sigraði hann í sínum flokki í vali á Bíl ársins 2017. Bíllinn sem Hyundai í Garðabæ frumsýnir á morgun, laugardaginn 4. nóvember, er með tvo orkjugjafa, annars vegar 1,6 lítra Atkinson GDi-bensínvél og hins vegar 44,5 kW hybrid-rafmótor, sem tengdar eru sex þrepa sjálfskiptingu með tvöfaldri kúplingu. Með einum rofa er bílnum ekið á hreinni rafstillingu og þar með án nokkurs útblásturs. Í hreinni rafstillingu dregur IONIQ allt að 63 km á öflugri 8,9 kWh litíum-ion rafhlöðunni. Einnig er hægt að stilla á Hybrid-stillingu þar sem báðar vélarnar vinna saman, t.d. á langferðalögum milli landshluta. Saman skila vélarnar samtals 141 hestafli.Vel búinn kosturTengitvinnbíllinn Hyundai IONIQ er mjög sambærilegur rafmagnsbílnum hvað búnað snertir; búinn 7 ̋ LCD-upplýsingaskjá í mælaborði, þráðlausri farsýmahleðslu og viðvörun gleymist síminn í bílnum og fleiru. Hann er einnig búinn góðum öryggisbúnaði, þar á meðal sjö loftpúðum, sjálfstæðri neyðarhemlun (AEB), gagnvirkum hraðastilli sem hægir á bílnum nálgist hann næsta bíl á undan, akreinavara og fleiru eins og hægt er að kynna sér nánar á vefnum Hyundai.is.Comfort og PremiumTengitvinnbíllinn Hyundai IONIQ PHEV Comfort kostar 4.590 þúsundir króna og IONIQ PHEV Premium 4.890 þúsundir króna og er dýrari útgáfan búin auknum búnaði, svo sem leðuráklæði á sætum, blindhornsviðvörun, rafdrifnum framsætum með minnisstisllingum svo fátt eitt sé nefnt. Hyundai veitir 5 ára ábyrgð á IONIQ með ótakmörkuðum akstri og 8 ára ábyrgð á rafhlöðu bílsins, eða allt að 200.000 km. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Hyundai í Garðabæ frumsýnir á morgun, laugardag milli kl. 12 og 16, tengitvinnbílinn Hyundai IONIQ Plug in Hybrid. Þetta er annar bíllinn í röð þriggja mismunandi útgáfa framleiðandans á sama millistærðarfólksbílnum. Fyrr á árinu kom IONIQ sem hreinn rafmagnsbíll og í gær sigraði hann í sínum flokki í vali á Bíl ársins 2017. Bíllinn sem Hyundai í Garðabæ frumsýnir á morgun, laugardaginn 4. nóvember, er með tvo orkjugjafa, annars vegar 1,6 lítra Atkinson GDi-bensínvél og hins vegar 44,5 kW hybrid-rafmótor, sem tengdar eru sex þrepa sjálfskiptingu með tvöfaldri kúplingu. Með einum rofa er bílnum ekið á hreinni rafstillingu og þar með án nokkurs útblásturs. Í hreinni rafstillingu dregur IONIQ allt að 63 km á öflugri 8,9 kWh litíum-ion rafhlöðunni. Einnig er hægt að stilla á Hybrid-stillingu þar sem báðar vélarnar vinna saman, t.d. á langferðalögum milli landshluta. Saman skila vélarnar samtals 141 hestafli.Vel búinn kosturTengitvinnbíllinn Hyundai IONIQ er mjög sambærilegur rafmagnsbílnum hvað búnað snertir; búinn 7 ̋ LCD-upplýsingaskjá í mælaborði, þráðlausri farsýmahleðslu og viðvörun gleymist síminn í bílnum og fleiru. Hann er einnig búinn góðum öryggisbúnaði, þar á meðal sjö loftpúðum, sjálfstæðri neyðarhemlun (AEB), gagnvirkum hraðastilli sem hægir á bílnum nálgist hann næsta bíl á undan, akreinavara og fleiru eins og hægt er að kynna sér nánar á vefnum Hyundai.is.Comfort og PremiumTengitvinnbíllinn Hyundai IONIQ PHEV Comfort kostar 4.590 þúsundir króna og IONIQ PHEV Premium 4.890 þúsundir króna og er dýrari útgáfan búin auknum búnaði, svo sem leðuráklæði á sætum, blindhornsviðvörun, rafdrifnum framsætum með minnisstisllingum svo fátt eitt sé nefnt. Hyundai veitir 5 ára ábyrgð á IONIQ með ótakmörkuðum akstri og 8 ára ábyrgð á rafhlöðu bílsins, eða allt að 200.000 km.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent