Framleiðslu VW Scirocco hætt Finnur Thorlacius skrifar 7. nóvember 2017 11:30 Volkswagen Scirocco hefur ávallt verið fallegur og sportlegur bíll og hálfgerð synd að framleiðslu hans sé nú hætt. Volkswagen hefur tekið þá ákvörðun að hætta framleiðslu Scirocco bíls síns eftir 43 ára framleiðslusögu bílsins, þó svo hlé hafi orðið á framleiðslunni. Scirocco hefur ávallt þótt í fallegri kantinum enda ávallt með sportlegu yfirbragði. Fyrsta kynslóð Scirocco var teiknaður af Ítalanum Georgette Guigiaro og kom hann á markað árið 1974. Önnur kynslóð bílsins kom svo 1981 og var sá bíll í framleiðslu til ársins 1992, en þá var framleiðslunni hætt í bili. Hún var svo tekin upp aftur árið 2009 er þriðja kynslóð bílsins var kynnt. Síðasta nýja útgáfa bílsins var Scirocco R með allt að 276 hestafla vél, en fá mátti Scirocco með einum 6 vélarkostum. Ástæða þess að Volkswagen hættir nú framleiðslu Scirocco er einna helst sú staðreynd að bíllinn hefur bara ekki selst nógu vel, en eftir dísilvélahneyksli Volkswagen hefur fyrirtækið skorið niður í bílgerðaúrvalinu og þá helst í þeim gerðum sem ekki seljast í miklu magni. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent
Volkswagen hefur tekið þá ákvörðun að hætta framleiðslu Scirocco bíls síns eftir 43 ára framleiðslusögu bílsins, þó svo hlé hafi orðið á framleiðslunni. Scirocco hefur ávallt þótt í fallegri kantinum enda ávallt með sportlegu yfirbragði. Fyrsta kynslóð Scirocco var teiknaður af Ítalanum Georgette Guigiaro og kom hann á markað árið 1974. Önnur kynslóð bílsins kom svo 1981 og var sá bíll í framleiðslu til ársins 1992, en þá var framleiðslunni hætt í bili. Hún var svo tekin upp aftur árið 2009 er þriðja kynslóð bílsins var kynnt. Síðasta nýja útgáfa bílsins var Scirocco R með allt að 276 hestafla vél, en fá mátti Scirocco með einum 6 vélarkostum. Ástæða þess að Volkswagen hættir nú framleiðslu Scirocco er einna helst sú staðreynd að bíllinn hefur bara ekki selst nógu vel, en eftir dísilvélahneyksli Volkswagen hefur fyrirtækið skorið niður í bílgerðaúrvalinu og þá helst í þeim gerðum sem ekki seljast í miklu magni.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent