Öllu fórnandi Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 07:00 Fyrir viku síðan. Kjósandi: Logi, er ekki öruggt að Samfó vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB? Logi: Auðvitað, þetta er mesta hagsmunamál þjóðarinnar, annað kemur ekki til greina, ófrávíkjanlegt! Kjósandi: Og þið ætlið að koma Sjálfstæðisflokknum frá og láta verða af þessu? Logi: Nákvæmlega, Samfylkingin stendur við sitt eina stefnumál, ESB er málið, evran er málið. Viltu ekki lægri vexti og betra veður, evrópskt veður? Kjósandi: Já, rólegur, er þetta þá eina stefnumálið ykkar? Logi: Tja, kannski ekki alveg eina, en já, þetta er aðalmálið, halda áfram með aðildarferlið, þjóðin á kröfu á því að fá að kjósa, engar refjar. Fimmtudagurinn í þessari viku. Kjósandi: Logi, er ekki öruggt að Samfó vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB? Logi: Ehm, jú, sjáðu, þetta er nú kannski ekki alveg einfalt mál. Kjósandi: Ha, eruð þið ekki að fara í ríkisstjórn? Logi: Það er algjörlega klárt mál að ef Samfylkingin ætlar að vera áhrifavaldur í íslenskum stjórnmálum á næstu árum þá þurfum við að vera skynsöm og raunsæ og við munum nálgast málið út frá því – (hér endurtekur Logi svar sitt á RÚV um sama mál). Kjósandi: Bíddu, ertu að segja að það sé skynsemi og raunsæi að leyfa ekki þjóðinni að kjósa um áframhaldandi aðildarumsókn? Logi: Það hefur margt breyst. Kjósandi: Frá því í síðustu viku? Logi: Æ, þú skilur ekki stjórnmál. Kjósandi: Heyrðu Logi, er það kannski pólitískt ómögulegt fyrir þessa ríkisstjórn að leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um málið? Logi: Tja, já svona þannig, já. Kjósandi: Pólitískur ómöguleiki, já, nú skil ég. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun
Fyrir viku síðan. Kjósandi: Logi, er ekki öruggt að Samfó vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB? Logi: Auðvitað, þetta er mesta hagsmunamál þjóðarinnar, annað kemur ekki til greina, ófrávíkjanlegt! Kjósandi: Og þið ætlið að koma Sjálfstæðisflokknum frá og láta verða af þessu? Logi: Nákvæmlega, Samfylkingin stendur við sitt eina stefnumál, ESB er málið, evran er málið. Viltu ekki lægri vexti og betra veður, evrópskt veður? Kjósandi: Já, rólegur, er þetta þá eina stefnumálið ykkar? Logi: Tja, kannski ekki alveg eina, en já, þetta er aðalmálið, halda áfram með aðildarferlið, þjóðin á kröfu á því að fá að kjósa, engar refjar. Fimmtudagurinn í þessari viku. Kjósandi: Logi, er ekki öruggt að Samfó vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB? Logi: Ehm, jú, sjáðu, þetta er nú kannski ekki alveg einfalt mál. Kjósandi: Ha, eruð þið ekki að fara í ríkisstjórn? Logi: Það er algjörlega klárt mál að ef Samfylkingin ætlar að vera áhrifavaldur í íslenskum stjórnmálum á næstu árum þá þurfum við að vera skynsöm og raunsæ og við munum nálgast málið út frá því – (hér endurtekur Logi svar sitt á RÚV um sama mál). Kjósandi: Bíddu, ertu að segja að það sé skynsemi og raunsæi að leyfa ekki þjóðinni að kjósa um áframhaldandi aðildarumsókn? Logi: Það hefur margt breyst. Kjósandi: Frá því í síðustu viku? Logi: Æ, þú skilur ekki stjórnmál. Kjósandi: Heyrðu Logi, er það kannski pólitískt ómögulegt fyrir þessa ríkisstjórn að leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um málið? Logi: Tja, já svona þannig, já. Kjósandi: Pólitískur ómöguleiki, já, nú skil ég. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun