Þessar vinningskökur koma þér í jólaskap Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 20:30 Tími smákökubakstursins er að renna upp og því ekki seinna vænna en að koma sér í gírinn. Nú fer hver að verða síðastur til að taka þátt í árlegri smákökusamkeppni KORNAX. Skiladagur er á morgun, þriðjudaginn 7. nóvember, og þarf að skila inn tilvonandi vinningskökum fyrir klukkan 16. Að því tilefni ákváðum við á Lífinu að kíkja á kökurnar sem skipuðu sér í fyrstu þrjú sætin í keppninni í fyrra, en þær eru hver annarri girnilegri. Það styttist í aðventuna og vonandi gefa þessar kökur einhverjum innblástur í jólabakstrinum í ár. Súkkulaðihúðaðar smákökur Hugrúnar Brittu voru í þriðja sæti. 3. sæti - Súkkulaðihúðaðar smákökur með ristuðum pekanhnetum Bakari: Hugrún Britta Kjartansdóttir Uppskrift: 150 gr smjör (við stofuhita) 200 gr púðursykur 50 gr sykur (einnig hægt að nota hrásykur) 1 egg 2 tsk vanilludropar 350 gr KORNAX hveiti 2 tsk maíssterkja (kemur á óvart en með henni verða kökurnar mýkri í miðjunni) 1 tsk matarsódi ½ tsk salt 200 gr Nóa Síríus suðusúkkulaði 150-200 gr pekanhnetukjarnar 1-2 dl sýróp að eigin vali (gott að nota vel fljótandi sýróp, t.d. hlynsýróp) Aðferð:Stillið ofninn á 180°C. Setjið sýrópið á stóra pönnu og hitið á lágum hita. Skerið pekanhnetur í stóra bita og setjið í sýrópið. Hrærið reglulega í hnetunum svo að þær brenni ekki við. Það tekur um 10 mínútur fyrir pekanhneturnar að verða tilbúnar, en það fer eftir eldavélum. Leggið ristuðu pekanhneturnar til hliðar og látið kólna vel. Hrærið smjörið og sykurinn saman þar til deigið er orðið ljóst og létt. Bætið við eggi og vanilludropum og hrærið í um 1 mínútu. Blandið öllum þurrefnum saman í skál og setjið rólega saman við smjörblönduna. Passið að blanda þessu ekki of mikið saman því annars geta kökurnar orðið seigar. Blandið hnetunum saman við. Setjið deigið inn í ísskáp í ca. 1 klst. Hnoðið litlar kúlur úr deiginu og setjið á pappírsklædda ofnskúffu. Bakið í ca. 10 mínútur. Bræðið súkkulaðið og hjúpið kaldar kökurnar. Best er að leyfa súkkulaðinu að kólna smá, en ef þú getur ekki beðið er alveg hægt að borða þær um leið. Snjódrífurnar voru í öðru sæti. 2. sæti - Snjódrífur með pistasíuhnetum og sjávarsalti Bakari: Eyrún Eva Haraldsdóttir Uppskrift - smákökur: 2 bollar KORNAX hveiti ½ bolli púðursykur ¼ bolli sykur ¾ bolli mjúkt smjör 2 egg 1 tsk matarsódi 1 tsk vanilludropar ¼ bolli ab mjólk ½ bolli pistasíuhnetur (kjarnar) ½ bolli hvítir súkkulaðidropar frá Nóa Síríus ½ tsk salt Uppskrift - hjúpur: 300 gr hvítir súkkulaðidropar frá Nóa Síríus ½ bolli pistasíhnetur (kjarnar) ¼ tsk sjávarsalt Aðferð - smákökur:Þeytið sykur, púðursykur og smjör saman. Bætið við eggjum, einu í einu og loks vanilludropum. Hrærið restinni af þurrefnum saman við og blandið síðan ab mjólkina, pistasíuhneturnar og súkkulaðið út í. Bakið við 175°C í 10-15 mínútur.Aðferð - hjúpur:Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði, dýfið kökunum í brætt súkkulaðið. Skreytið með söxuðum hnetum og sjávarsalti. Og hér er svo sigurkakan sjálf en hún er eftir Kristínu Arnórsdóttur. 1. sæti - Pólynesíur Bakari: Kristín Arnórsdóttir Uppskrift - smákökur: 225 gr ósaltað smjör 100 gr sykur 250 gr KORNAX hveiti ¼ tsk lyftiduft ½ tsk salt 1 tsk vanilludropar 2 msk mjólk Uppskrift - kókostoppur:400 gr ljósar karamellur250 gr kókosmjöl3 msk rjómi½ tsk salt100 gr Nóa Síríus suðusúkkulaði Aðferð smákökur: Hrærið smjör og sykur saman í hrærivél eða með handþeytara. Sigtið saman öll þurrefnin og hrærið þeim vel saman við sykurinn og smjörið í þremur áföngum. Bætið mjólkinni og vanilludropunum saman við með höndum þar til deigið helst vel saman. Skiptið deiginu í tvær kúlur og vefjið inn í plastfilmu. Setjið deigið inn í ísskáp í eina klst. Takið deigið út og rúllið þar til það verður minna en ½ cm að þykkt. Skerið út smákökur með litlu glasi eða smákökuhring (um 5 cm í þvermál). Skerið svo minni hring út í hverri köku með t.d. flöskutappa eða rjómasprautustút. Bakið í miðjum ofni við 175°C í 10-12 mínútur eða þar til að kökurnar verða ljósgylltar.Kókostoppur aðferð:Ristið kókosmjölið í ofni í 10 mínútur við 175°C þangað til það verður gyllt. Gætið þess að velta því af og til svo það bakist jafnt. Bræðið karamellurnar yfir vatnsbaði og bætið rjómanum og saltinu út í þegar þær hafa bráðnað alveg. Takið frá ¼ af karamellubráðinni. Blandið kókosmjölinu við ¾ af karamellubráðinni. Þegar smákökurnar hafa kólnað er ¼ af karamellubráðinni smurt yfir smákökurnar. Því næst er kókostoppurinn mótaður í höndunum fyrir hverja köku og settur í hring ofan á karamellubráðina, kælið. Að lokum er suðusúkkulaðið brætt yfir vatnsbaði og botninn á smákökunum dýft varlega ofan í þar til súkkulaðið þekur botninn. Restin af súkkulaðinu er svo notað til að skreyta kökurnar að ofan. Sigurvegarar síðasta árs. Þeir sem vilja forvitnast meira um smákökukeppnina og baka til sigurs geta smellt hér. Eftirréttir Jólamatur Kökur og tertur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið
Nú fer hver að verða síðastur til að taka þátt í árlegri smákökusamkeppni KORNAX. Skiladagur er á morgun, þriðjudaginn 7. nóvember, og þarf að skila inn tilvonandi vinningskökum fyrir klukkan 16. Að því tilefni ákváðum við á Lífinu að kíkja á kökurnar sem skipuðu sér í fyrstu þrjú sætin í keppninni í fyrra, en þær eru hver annarri girnilegri. Það styttist í aðventuna og vonandi gefa þessar kökur einhverjum innblástur í jólabakstrinum í ár. Súkkulaðihúðaðar smákökur Hugrúnar Brittu voru í þriðja sæti. 3. sæti - Súkkulaðihúðaðar smákökur með ristuðum pekanhnetum Bakari: Hugrún Britta Kjartansdóttir Uppskrift: 150 gr smjör (við stofuhita) 200 gr púðursykur 50 gr sykur (einnig hægt að nota hrásykur) 1 egg 2 tsk vanilludropar 350 gr KORNAX hveiti 2 tsk maíssterkja (kemur á óvart en með henni verða kökurnar mýkri í miðjunni) 1 tsk matarsódi ½ tsk salt 200 gr Nóa Síríus suðusúkkulaði 150-200 gr pekanhnetukjarnar 1-2 dl sýróp að eigin vali (gott að nota vel fljótandi sýróp, t.d. hlynsýróp) Aðferð:Stillið ofninn á 180°C. Setjið sýrópið á stóra pönnu og hitið á lágum hita. Skerið pekanhnetur í stóra bita og setjið í sýrópið. Hrærið reglulega í hnetunum svo að þær brenni ekki við. Það tekur um 10 mínútur fyrir pekanhneturnar að verða tilbúnar, en það fer eftir eldavélum. Leggið ristuðu pekanhneturnar til hliðar og látið kólna vel. Hrærið smjörið og sykurinn saman þar til deigið er orðið ljóst og létt. Bætið við eggi og vanilludropum og hrærið í um 1 mínútu. Blandið öllum þurrefnum saman í skál og setjið rólega saman við smjörblönduna. Passið að blanda þessu ekki of mikið saman því annars geta kökurnar orðið seigar. Blandið hnetunum saman við. Setjið deigið inn í ísskáp í ca. 1 klst. Hnoðið litlar kúlur úr deiginu og setjið á pappírsklædda ofnskúffu. Bakið í ca. 10 mínútur. Bræðið súkkulaðið og hjúpið kaldar kökurnar. Best er að leyfa súkkulaðinu að kólna smá, en ef þú getur ekki beðið er alveg hægt að borða þær um leið. Snjódrífurnar voru í öðru sæti. 2. sæti - Snjódrífur með pistasíuhnetum og sjávarsalti Bakari: Eyrún Eva Haraldsdóttir Uppskrift - smákökur: 2 bollar KORNAX hveiti ½ bolli púðursykur ¼ bolli sykur ¾ bolli mjúkt smjör 2 egg 1 tsk matarsódi 1 tsk vanilludropar ¼ bolli ab mjólk ½ bolli pistasíuhnetur (kjarnar) ½ bolli hvítir súkkulaðidropar frá Nóa Síríus ½ tsk salt Uppskrift - hjúpur: 300 gr hvítir súkkulaðidropar frá Nóa Síríus ½ bolli pistasíhnetur (kjarnar) ¼ tsk sjávarsalt Aðferð - smákökur:Þeytið sykur, púðursykur og smjör saman. Bætið við eggjum, einu í einu og loks vanilludropum. Hrærið restinni af þurrefnum saman við og blandið síðan ab mjólkina, pistasíuhneturnar og súkkulaðið út í. Bakið við 175°C í 10-15 mínútur.Aðferð - hjúpur:Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði, dýfið kökunum í brætt súkkulaðið. Skreytið með söxuðum hnetum og sjávarsalti. Og hér er svo sigurkakan sjálf en hún er eftir Kristínu Arnórsdóttur. 1. sæti - Pólynesíur Bakari: Kristín Arnórsdóttir Uppskrift - smákökur: 225 gr ósaltað smjör 100 gr sykur 250 gr KORNAX hveiti ¼ tsk lyftiduft ½ tsk salt 1 tsk vanilludropar 2 msk mjólk Uppskrift - kókostoppur:400 gr ljósar karamellur250 gr kókosmjöl3 msk rjómi½ tsk salt100 gr Nóa Síríus suðusúkkulaði Aðferð smákökur: Hrærið smjör og sykur saman í hrærivél eða með handþeytara. Sigtið saman öll þurrefnin og hrærið þeim vel saman við sykurinn og smjörið í þremur áföngum. Bætið mjólkinni og vanilludropunum saman við með höndum þar til deigið helst vel saman. Skiptið deiginu í tvær kúlur og vefjið inn í plastfilmu. Setjið deigið inn í ísskáp í eina klst. Takið deigið út og rúllið þar til það verður minna en ½ cm að þykkt. Skerið út smákökur með litlu glasi eða smákökuhring (um 5 cm í þvermál). Skerið svo minni hring út í hverri köku með t.d. flöskutappa eða rjómasprautustút. Bakið í miðjum ofni við 175°C í 10-12 mínútur eða þar til að kökurnar verða ljósgylltar.Kókostoppur aðferð:Ristið kókosmjölið í ofni í 10 mínútur við 175°C þangað til það verður gyllt. Gætið þess að velta því af og til svo það bakist jafnt. Bræðið karamellurnar yfir vatnsbaði og bætið rjómanum og saltinu út í þegar þær hafa bráðnað alveg. Takið frá ¼ af karamellubráðinni. Blandið kókosmjölinu við ¾ af karamellubráðinni. Þegar smákökurnar hafa kólnað er ¼ af karamellubráðinni smurt yfir smákökurnar. Því næst er kókostoppurinn mótaður í höndunum fyrir hverja köku og settur í hring ofan á karamellubráðina, kælið. Að lokum er suðusúkkulaðið brætt yfir vatnsbaði og botninn á smákökunum dýft varlega ofan í þar til súkkulaðið þekur botninn. Restin af súkkulaðinu er svo notað til að skreyta kökurnar að ofan. Sigurvegarar síðasta árs. Þeir sem vilja forvitnast meira um smákökukeppnina og baka til sigurs geta smellt hér.
Eftirréttir Jólamatur Kökur og tertur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið