Hafa ekki undan að framleiða Opel Ampera-e Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2017 10:45 Opel Ampera-e rafmagnsbíllinn. Rafmagnsbíllinn Opel Ampera-e, sem ber einnig nafnið Chevrolet Bolt EV í Bandaríkjunum, er svo vinsæll að framleiðsla hans dugar engan veginn þeirra gríðareftirspurn sem eftir honum er. Sem dæmi um vinsældir hans skrifuðu 4.000 Norðmenn sig fyrir eintaki af bílnum fyrsta daginn sem opnað var fyrir pantanir í hann þarlendis. Ekki hefur tekist að afhenda nema innan við 1.000 Opel Ampera-e fram til þessa og biðlistinn því langur enn. Svo mikil er eftirspurnin að Opel og Chevrolet hafa beðið söluaðila að taka ekki niður fleiri pantanir í bílinn á næstunni. Að sögn forsvarsmanna Opel mega þeir sem síðastir hafa pantað bílinn vænta þess að fá hann ekki afgreiddan fyrr en snemma á árinu 2019. Opel Ampera-e er rafmagnsbíll með 383 km drægni. Verð Opel Ampera-e er 34.950 evrur í Evrópu, eða tæplega 4,4 milljónir króna. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Rafmagnsbíllinn Opel Ampera-e, sem ber einnig nafnið Chevrolet Bolt EV í Bandaríkjunum, er svo vinsæll að framleiðsla hans dugar engan veginn þeirra gríðareftirspurn sem eftir honum er. Sem dæmi um vinsældir hans skrifuðu 4.000 Norðmenn sig fyrir eintaki af bílnum fyrsta daginn sem opnað var fyrir pantanir í hann þarlendis. Ekki hefur tekist að afhenda nema innan við 1.000 Opel Ampera-e fram til þessa og biðlistinn því langur enn. Svo mikil er eftirspurnin að Opel og Chevrolet hafa beðið söluaðila að taka ekki niður fleiri pantanir í bílinn á næstunni. Að sögn forsvarsmanna Opel mega þeir sem síðastir hafa pantað bílinn vænta þess að fá hann ekki afgreiddan fyrr en snemma á árinu 2019. Opel Ampera-e er rafmagnsbíll með 383 km drægni. Verð Opel Ampera-e er 34.950 evrur í Evrópu, eða tæplega 4,4 milljónir króna.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent