Lífið

Fjölmennt á heimildarmynd um Reyni sterka

Guðný Hrönn skrifar
Fólk flykktist í Smárabíó á heimildarmynd um Reyni sterka.
Fólk flykktist í Smárabíó á heimildarmynd um Reyni sterka. VÍSIR/ANTON BRINK
Það var margt um manninn á forsýningu heimildarmyndarinnar Reynir sterki á þriðjudaginn. Myndin segir frá lífshlaupi Reynis Arnar Leóssonar sem á heimsmet í heimi aflrauna en átti átakanlega ævi.

„Ég hef verið með Reyni á heilanum í 32 ár. Ég hef vitað í 20 ár að ég myndi gera þessa mynd og það tók 10 ár að gera hana,“ segir Baldvin Z., leikstjóri myndarinnar. Handritið skrifaði hann ásamt Birgi Erni Steinarsyni.

Reynir Örn Leósson var merkilegur maður og lífshlaup hans ótrúlegt. Hann var alla tíð utangarðsmaður í leit að viðurkenningu frá samfélaginu, sem hann hlaut aldrei. Foreldrar hans vildu hvorugt hafa hann hjá sér og ólst hann því upp við ótrúlega erfiðar aðstæður. Margir álitu hann vera svindlara, fyllibyttu og ræfil. 

Þegar litið er til baka og afrek hans skoðuð er ótrúlegt til þess að hugsa að hann hafi aldrei fengið neina viðurkenningu. Hann á heimsmet í heimi aflrauna, sem standa enn. Framtíðarsýn hans var ótrúleg og uppfinningar hans þykja mjög merkilegar enn þann dag í dag.

Hér fyrir neðan má fletta myndasafni frá frumsýningu myndarinnar.


Tengdar fréttir

Ótrúlegt lífshlaup Reynis sterka

Heimildarmyndinn Reynir sterki, Beyond Strength, er frumsýnd á föstudaginn í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×