Bestu og furðulegustu íslensku plötuumslögin Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. október 2017 10:15 Ótrúlega góður bældleiki og skemmtileg tilvísun í Snoop Dogg – Doggystyle umslagið Á föstudaginn var opnuð í Hönnunarsafni Íslands sýning á íslenskum plötuumslögum og af því tilefni okkur nauðsynlegt að fá nokkra álitsgjafa til að segja frá uppáhaldsplötuumslagi sínu. Álitsgjafarnir völdu einnig það plötuumslag sem þeim fannst skrítnast/skemmtilegastLiturinn, hönnunin, áferðin og allt í kringum þessa plötu er bara dásamlegt.Arnar Eggert Thoroddsen, poppfræðingurFlottast múm – Loksins erum við engin / Finally We Are No One Liturinn, hönnunin, áferðin og allt í kringum þessa plötu er bara dásamlegt. Kallar fram nostalgískar tilfinningar í manni. Tíu tommu vínylútgáfan undirstrikar þetta allt saman betur.Furðulegast Haraldur Guðni Bragason – Askur Haraldur þessi gaf plötuna út sjálfur. Af nógu er að taka í hinum svonefnda hamfarapoppsgeira en þetta umslag er með þeim allra „bestu“. Það er nánast ekki hægt að koma því í orð, hvað fer um mann þegar maður sér þetta.Titillinn á plötunni gefur tóninn fyrir ævintýralega tilgerðarlegt og þreytt umslag hjá ungum manni á uppleið.Kjartan Guðmundsson, upplýsingafulltrúiFlottast Utangarðsmenn – Geislavirkir (1980) Vafalaust á nostalgían sinn þátt í því að mér finnst þetta umslag bera höfuð og herðar yfir önnur íslensk. Kjarnorkuváin svífur yfir vötnum og rímar þannig fullkomlega við plötutitilinn, umfjöllunarefni textanna og tíðarandann í upphafi níunda áratugarins þegar stóra sprengjan gat sprungið á hverri stundu. Flott, spennandi og afar vel heppnað, og rúsínan í pylsuendanum er svo þessi ógnandi Shatter-fontur í nafni hljómsveitarinnar. Fullkomið.Furðulegast Ólafur Arnalds – For Now I Am Winter (2013) Titillinn á plötunni gefur tóninn fyrir ævintýralega tilgerðarlegt og þreytt umslag hjá ungum manni á uppleið. Gæti auðveldlega verið gullverðlaunahafi í heimsmeistarakeppninni í klisjum, þar sem listamaðurinn horfist í augu við tilgangsleysi allra hluta á meðan sjávargangurinn og brimrótið ólgar innra með honum. Gæti þó eflaust virkað sem framúrstefnuleg auglýsing fyrir lundabúð í Smáralind.Þetta umslag eftir Sigga Eggerts er svo vel gert, kannski aðallega því þér finnst umslagið standa fyrir það sem þú ert að hlusta á.Þura Stína, hönnuður og plötusnúðurFlottast Apparat Organ Quartet – Pólýfónía Þetta umslag eftir Sigga Eggerts er svo vel gert, kannski aðallega því þér finnst umslagið standa fyrir það sem þú ert að hlusta á.Furðulegast Tvíhöfði – Allt Þetta er auðvitað bara alveg grilluð pæling og plötukoverin í samræmi við það, mjög kómísk og skrýtin en samt svo geggjuð.Fríkað og fallegt á sama tíma.Magnús Leifsson, leikstjóriFlottast Megas & Spilverk þjóðanna – Á bleikum náttkjólum Ég kemst alltaf að þeirri niðurstöðu að þetta sé besta plötuumslagið. Fríkað og fallegt á sama tíma.Furðulegast Diddi Fel – Hesthúsið Ég elska þetta plötuumslag. Ótrúlega góður bældleiki og skemmtileg tilvísun í Snoop Dogg – Doggystyle umslagið. Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Á föstudaginn var opnuð í Hönnunarsafni Íslands sýning á íslenskum plötuumslögum og af því tilefni okkur nauðsynlegt að fá nokkra álitsgjafa til að segja frá uppáhaldsplötuumslagi sínu. Álitsgjafarnir völdu einnig það plötuumslag sem þeim fannst skrítnast/skemmtilegastLiturinn, hönnunin, áferðin og allt í kringum þessa plötu er bara dásamlegt.Arnar Eggert Thoroddsen, poppfræðingurFlottast múm – Loksins erum við engin / Finally We Are No One Liturinn, hönnunin, áferðin og allt í kringum þessa plötu er bara dásamlegt. Kallar fram nostalgískar tilfinningar í manni. Tíu tommu vínylútgáfan undirstrikar þetta allt saman betur.Furðulegast Haraldur Guðni Bragason – Askur Haraldur þessi gaf plötuna út sjálfur. Af nógu er að taka í hinum svonefnda hamfarapoppsgeira en þetta umslag er með þeim allra „bestu“. Það er nánast ekki hægt að koma því í orð, hvað fer um mann þegar maður sér þetta.Titillinn á plötunni gefur tóninn fyrir ævintýralega tilgerðarlegt og þreytt umslag hjá ungum manni á uppleið.Kjartan Guðmundsson, upplýsingafulltrúiFlottast Utangarðsmenn – Geislavirkir (1980) Vafalaust á nostalgían sinn þátt í því að mér finnst þetta umslag bera höfuð og herðar yfir önnur íslensk. Kjarnorkuváin svífur yfir vötnum og rímar þannig fullkomlega við plötutitilinn, umfjöllunarefni textanna og tíðarandann í upphafi níunda áratugarins þegar stóra sprengjan gat sprungið á hverri stundu. Flott, spennandi og afar vel heppnað, og rúsínan í pylsuendanum er svo þessi ógnandi Shatter-fontur í nafni hljómsveitarinnar. Fullkomið.Furðulegast Ólafur Arnalds – For Now I Am Winter (2013) Titillinn á plötunni gefur tóninn fyrir ævintýralega tilgerðarlegt og þreytt umslag hjá ungum manni á uppleið. Gæti auðveldlega verið gullverðlaunahafi í heimsmeistarakeppninni í klisjum, þar sem listamaðurinn horfist í augu við tilgangsleysi allra hluta á meðan sjávargangurinn og brimrótið ólgar innra með honum. Gæti þó eflaust virkað sem framúrstefnuleg auglýsing fyrir lundabúð í Smáralind.Þetta umslag eftir Sigga Eggerts er svo vel gert, kannski aðallega því þér finnst umslagið standa fyrir það sem þú ert að hlusta á.Þura Stína, hönnuður og plötusnúðurFlottast Apparat Organ Quartet – Pólýfónía Þetta umslag eftir Sigga Eggerts er svo vel gert, kannski aðallega því þér finnst umslagið standa fyrir það sem þú ert að hlusta á.Furðulegast Tvíhöfði – Allt Þetta er auðvitað bara alveg grilluð pæling og plötukoverin í samræmi við það, mjög kómísk og skrýtin en samt svo geggjuð.Fríkað og fallegt á sama tíma.Magnús Leifsson, leikstjóriFlottast Megas & Spilverk þjóðanna – Á bleikum náttkjólum Ég kemst alltaf að þeirri niðurstöðu að þetta sé besta plötuumslagið. Fríkað og fallegt á sama tíma.Furðulegast Diddi Fel – Hesthúsið Ég elska þetta plötuumslag. Ótrúlega góður bældleiki og skemmtileg tilvísun í Snoop Dogg – Doggystyle umslagið.
Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira