Hætta framleiðslu House of Cards Birgir Olgeirsson skrifar 30. október 2017 20:37 Sjötta og síðasta serían af House of Cards verðu sýnd á næsta ári. Vísir/Getty Sjötta serían af House of Cards þáttaröðinni verður sú síðasta. Greint er frá þessu á vef Variety. Fimmta serían var frumsýnd á Netflix í maí síðastliðnum. Framleiðslan á sjöttu seríunni hefur verið í fullum gangi og verður hún væntanlega frumsýnd á næsta ári. Fregnir af því að þetta verði síðasta þáttaröðinni koma í kjölfar ásakana á hendur aðalleikara þáttanna, Kevin Spacey, um að hafa áreitt fjórtán ára pilt kynferðislega árið 1986. Sá er leikarinn Anthony Rapp sem leikur í þáttunum Star Trek: Discovery. Spacey bað Rapp afsökunar opinberlega í yfirlýsingu sem hann birti á Twitter. Í yfirlýsingunni sagðist Spacey ekki muna eftir þessu atviki og tilkynnti hann um leið að hann væri kominn út úr skápnum og ætlaði framvegis að lifa sem samkynhneigður maður opinberlega. Spacey var harðlega gagnrýndur fyrir þetta framferði og sakaður um að beina athygli frá ásökunum Rapp með því að koma út úr skápnum. House of Cards er eitt af flaggskipum streymisveitunnar Netflix. Fyrsta þáttaröðin var frumsýnd árið 2013 og kom streymisveitunni á kortið sem framleiðanda gæða sjónvarpsefnis en hún hefur verið tilnefnd til 53 Emmy-verðlauna. Í þáttaröðinni leikur Spacey Frank Underwood, lævísan þingmann sem beitir klækjum til að verða forseti Bandaríkjanna. Bíó og sjónvarp Mál Kevin Spacey Netflix MeToo Tengdar fréttir Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Sjötta serían af House of Cards þáttaröðinni verður sú síðasta. Greint er frá þessu á vef Variety. Fimmta serían var frumsýnd á Netflix í maí síðastliðnum. Framleiðslan á sjöttu seríunni hefur verið í fullum gangi og verður hún væntanlega frumsýnd á næsta ári. Fregnir af því að þetta verði síðasta þáttaröðinni koma í kjölfar ásakana á hendur aðalleikara þáttanna, Kevin Spacey, um að hafa áreitt fjórtán ára pilt kynferðislega árið 1986. Sá er leikarinn Anthony Rapp sem leikur í þáttunum Star Trek: Discovery. Spacey bað Rapp afsökunar opinberlega í yfirlýsingu sem hann birti á Twitter. Í yfirlýsingunni sagðist Spacey ekki muna eftir þessu atviki og tilkynnti hann um leið að hann væri kominn út úr skápnum og ætlaði framvegis að lifa sem samkynhneigður maður opinberlega. Spacey var harðlega gagnrýndur fyrir þetta framferði og sakaður um að beina athygli frá ásökunum Rapp með því að koma út úr skápnum. House of Cards er eitt af flaggskipum streymisveitunnar Netflix. Fyrsta þáttaröðin var frumsýnd árið 2013 og kom streymisveitunni á kortið sem framleiðanda gæða sjónvarpsefnis en hún hefur verið tilnefnd til 53 Emmy-verðlauna. Í þáttaröðinni leikur Spacey Frank Underwood, lævísan þingmann sem beitir klækjum til að verða forseti Bandaríkjanna.
Bíó og sjónvarp Mál Kevin Spacey Netflix MeToo Tengdar fréttir Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33
Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58