Nissan Navara jeppi á næsta ári? Finnur Thorlacius skrifar 31. október 2017 10:19 Sést hefur til prófana Nissan á yfirbyggðum Navara bíl. Nissan Navara pallbíllinn er einstaklega vel heppnaður bíll og vinsæll og því hefur Nissan áhuga á því að selja hann einnig með yfirbyggingu að aftan og þá verður hægt að kalla hann jeppa. Ekki síst telur Nissan þörf á því vegna þess að Nissan Pathfinder er ekki lengur í boði og því vantað Nissan jeppa í þessum stærðarflokki og því einfaldast að byggja yfir Navara. Nissan mun sýna þennan bíl á bílasýningunni í Peking í apríl á næsta ári, en ekki er ljóst fyrir hvaða markaði þessi bíll verður hugsaður. Sumir hafa bent á að hann gæti eingöngu verið ætlaður á markað í Ástralíu, en vonandi víðar. Ekki er heldur ljóst hvort Nissan hugsi hann sem bíl með þriðju sætaröðinni, en ef það verður raunin er líklegt að hann verði einnig ætlaður á Bandaríkjamarkað. Ekki þarf að taka það fram að þessi bíll verður byggður á grind eins og Navara pallbíllinn, svo þarna gæti verið kominn bíll sem hentugur væri fyrir breytingar og stærri dekk. Slíkur bíll væri hentugur á markað hérlendis. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent
Nissan Navara pallbíllinn er einstaklega vel heppnaður bíll og vinsæll og því hefur Nissan áhuga á því að selja hann einnig með yfirbyggingu að aftan og þá verður hægt að kalla hann jeppa. Ekki síst telur Nissan þörf á því vegna þess að Nissan Pathfinder er ekki lengur í boði og því vantað Nissan jeppa í þessum stærðarflokki og því einfaldast að byggja yfir Navara. Nissan mun sýna þennan bíl á bílasýningunni í Peking í apríl á næsta ári, en ekki er ljóst fyrir hvaða markaði þessi bíll verður hugsaður. Sumir hafa bent á að hann gæti eingöngu verið ætlaður á markað í Ástralíu, en vonandi víðar. Ekki er heldur ljóst hvort Nissan hugsi hann sem bíl með þriðju sætaröðinni, en ef það verður raunin er líklegt að hann verði einnig ætlaður á Bandaríkjamarkað. Ekki þarf að taka það fram að þessi bíll verður byggður á grind eins og Navara pallbíllinn, svo þarna gæti verið kominn bíll sem hentugur væri fyrir breytingar og stærri dekk. Slíkur bíll væri hentugur á markað hérlendis.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent