Vill ekki setja tónlistina í box Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 20. október 2017 16:15 Jónína ætlar að flytja eigin lög í Kaldalóni í Hörpu í kvöld. Vísir/Stefán Tónlistarkonan Jónína Ara heldur útgáfutónleika í Kaldalóni í Hörpu í kvöld kl.20. Hún ætlar að flytja lög af nýju plötunni sinni, Remember. Jónína Ara hefur fengist við tónlist um alllangt skeið og gítarinn er aldrei langt undan. Remember er önnur platan sem Jónína sendir sér en þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur fram í Hörpu. „Ég samdi öll lög og texta á plötunni sjálf og verð með einvala lið með mér á sviðinu. Mér finnst fremur erfitt að setja tónlistina mína í ákveðið box en á plötunni má finna þjóðlagatónlist og blús, kántrí og rokk,“ segir Jónína, sem fjármagnaði plötuútgáfuna með söfnun á Karolina Fund. „Ég hef alltaf haft unun af tónlist. Ég er fædd og uppalin á Hofi í Öræfasveit og í sveitinni var ekki hægt að velja um eitthvert ákveðið hljóðfæri til að læra á. Ég fékk þó tækifæri til að læra á þau hljóðfæri sem voru til á heimilinu; gítar, harmóníku og píanó.“Trúbadorakeppnin kom öllu af stað Jónína fór með sigur af hólmi í trúbadorakeppni Rásar 2 árið 2003 og það varð til þess að hún ákvað að reyna frekar fyrir sér í tónlist. „Til gamans sendi ég lag inn í keppnina og það var auðvitað mjög gaman að vinna. Það var mikil hvatning og varð til þess að ég ákvað að fara til Danmerkur í tónlistarnám. Fyrst fór ég á gítarbraut og síðan á tæknibraut þar sem ég lærði hljóðblöndun fyrir stúdíó og tónleikahald. Ég vildi líka vita hvernig tæknin virkaði og það var bæði áhugavert og lærdómsríkt,“ rifjar Jónína upp.Allir vilja slá í gegn Þaðan lá svo leiðin til Los Angeles í þriggja ára tónlistarnám við Musicians Institute. Jónína lauk diplóma í Associate in Art and Performance með Independent Artist sem aukafag. Hún segir Los Angeles mjög líflega og skemmtilega borg en þar snúist þó allt um að koma sér á framfæri. „Það er mikil keppni í gangi og allir að reyna að slá í gegn. Auðvitað er mikil tenging við tónlist í LA, ég söng mikið, samdi tónlist og hlustaði á tónlist en ég kom líka heim á hverju ári til að vinna og ná góðu jarðsambandi.“ Að námi loknu tók við þriggja vikna tónleikaferð um Bandaríkin. Jónína ók á milli staða með tjald í skottinu og gítarinn í aftursætinu. „Um leið og ég var komin út fyrir LA var fólk svo opið og fannst gaman og spennandi að hitta einhvern frá öðru landi sem kom að spila. Það var yndislegt og mjög gefandi. Ég flutti svo heim aftur en ári síðar fór ég aftur út og túraði með sænskri vinkonu minni um alla vesturströnd Bandaríkjanna.“ Evrópuferð í spilunum Hér heima hefur Jónína víða komið fram. Undanfarin fjögur ár hefur hún spilað „off venue“ á Airwaves tónlistarhátíðinni og ætlunin er að spila á hátíðinni í ár. „Ég er að skipuleggja túr um Evrópu á næsta ári og svo er stefnan að koma fram hér heima en það verður ekki fyrr en eftir áramótin. Mér finnst gaman að vera frjáls og gera það sem mér dettur í hug. Ég viðurkenni alveg að það er ekki alltaf auðvelt fyrir konur að koma sér áfram innan tónlistarbransans en ég hef trú á sjálfri mér og gaman af því sem ég er að gera svo ég læt það ekki stöðva mig.“ Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarkonan Jónína Ara heldur útgáfutónleika í Kaldalóni í Hörpu í kvöld kl.20. Hún ætlar að flytja lög af nýju plötunni sinni, Remember. Jónína Ara hefur fengist við tónlist um alllangt skeið og gítarinn er aldrei langt undan. Remember er önnur platan sem Jónína sendir sér en þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur fram í Hörpu. „Ég samdi öll lög og texta á plötunni sjálf og verð með einvala lið með mér á sviðinu. Mér finnst fremur erfitt að setja tónlistina mína í ákveðið box en á plötunni má finna þjóðlagatónlist og blús, kántrí og rokk,“ segir Jónína, sem fjármagnaði plötuútgáfuna með söfnun á Karolina Fund. „Ég hef alltaf haft unun af tónlist. Ég er fædd og uppalin á Hofi í Öræfasveit og í sveitinni var ekki hægt að velja um eitthvert ákveðið hljóðfæri til að læra á. Ég fékk þó tækifæri til að læra á þau hljóðfæri sem voru til á heimilinu; gítar, harmóníku og píanó.“Trúbadorakeppnin kom öllu af stað Jónína fór með sigur af hólmi í trúbadorakeppni Rásar 2 árið 2003 og það varð til þess að hún ákvað að reyna frekar fyrir sér í tónlist. „Til gamans sendi ég lag inn í keppnina og það var auðvitað mjög gaman að vinna. Það var mikil hvatning og varð til þess að ég ákvað að fara til Danmerkur í tónlistarnám. Fyrst fór ég á gítarbraut og síðan á tæknibraut þar sem ég lærði hljóðblöndun fyrir stúdíó og tónleikahald. Ég vildi líka vita hvernig tæknin virkaði og það var bæði áhugavert og lærdómsríkt,“ rifjar Jónína upp.Allir vilja slá í gegn Þaðan lá svo leiðin til Los Angeles í þriggja ára tónlistarnám við Musicians Institute. Jónína lauk diplóma í Associate in Art and Performance með Independent Artist sem aukafag. Hún segir Los Angeles mjög líflega og skemmtilega borg en þar snúist þó allt um að koma sér á framfæri. „Það er mikil keppni í gangi og allir að reyna að slá í gegn. Auðvitað er mikil tenging við tónlist í LA, ég söng mikið, samdi tónlist og hlustaði á tónlist en ég kom líka heim á hverju ári til að vinna og ná góðu jarðsambandi.“ Að námi loknu tók við þriggja vikna tónleikaferð um Bandaríkin. Jónína ók á milli staða með tjald í skottinu og gítarinn í aftursætinu. „Um leið og ég var komin út fyrir LA var fólk svo opið og fannst gaman og spennandi að hitta einhvern frá öðru landi sem kom að spila. Það var yndislegt og mjög gefandi. Ég flutti svo heim aftur en ári síðar fór ég aftur út og túraði með sænskri vinkonu minni um alla vesturströnd Bandaríkjanna.“ Evrópuferð í spilunum Hér heima hefur Jónína víða komið fram. Undanfarin fjögur ár hefur hún spilað „off venue“ á Airwaves tónlistarhátíðinni og ætlunin er að spila á hátíðinni í ár. „Ég er að skipuleggja túr um Evrópu á næsta ári og svo er stefnan að koma fram hér heima en það verður ekki fyrr en eftir áramótin. Mér finnst gaman að vera frjáls og gera það sem mér dettur í hug. Ég viðurkenni alveg að það er ekki alltaf auðvelt fyrir konur að koma sér áfram innan tónlistarbransans en ég hef trú á sjálfri mér og gaman af því sem ég er að gera svo ég læt það ekki stöðva mig.“
Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira