Rafgeymar hafa lækkað í verði Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2017 16:10 Rafgeymar hafa lækkað í verði frá síðustu könnun FÍB árið 2014. Nú styttist óðum í að vetur konungur gengur í garð og margur bíleigandinn hefur eflaust þegar komið að bílnum sínum straumlausum eftir frostkalda nótt eða á eftir að gera það. Haustið er nefnilega sá árstími sem best leiðir í ljós veikleika rafgeymisins í bílnum og hvort tími sé kominn til að endurnýja hann. En hvað kostar nýr rafgeymir í algengustu fólksbílana? FÍB kannaði verð á rafgeymum og hefur birt niðurstöður þeirrar könnunar. Talsverðar breytingar, þá aðallega til lækkunar, hafa orðið frá síðustu rafgeymaverðkönnun FÍB sem gerð var 14. október 2014. Þá kostaði ódýrasti rafgeymirinn 14.995 krónur en sá dýrasti kostaði 26.560 krónur. Frá þeim tíma hefur vegið meðaltal af gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónu lækkað um 20%. Þann 1. janúar 2015 lækkaði almennt þrep virðisaukaskatts úr 25,5% í 24% og á sama tíma voru vörugjöld á rafgeyma m.a. lögð af. Innkoma Costco síðasta vor hefur einnig haft áhrif á markaðinn. Costco hefur reyndar hækkað verðið á Bosch 60 Ah rafgeyminum um ríflega 21% frá því í vor en þá kostaði hann 9.999 kr. Hjá Vöku kostar Bosch 60 Ah rafgeymir 15.990 kr og hjá Kemi kostar sami geymir 17.188 kr. Athygli vekur að ódýrasti rafgeymirinn 2014 var Exide 62 Ah hjá Bauhaus sem kostaði 14.995 kr. en þessi sami geymir kostar í dag hjá Bauhaus 21.295 kr.Costco er með lægsta verðið á Bosch 60 Ah geyminum. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Nú styttist óðum í að vetur konungur gengur í garð og margur bíleigandinn hefur eflaust þegar komið að bílnum sínum straumlausum eftir frostkalda nótt eða á eftir að gera það. Haustið er nefnilega sá árstími sem best leiðir í ljós veikleika rafgeymisins í bílnum og hvort tími sé kominn til að endurnýja hann. En hvað kostar nýr rafgeymir í algengustu fólksbílana? FÍB kannaði verð á rafgeymum og hefur birt niðurstöður þeirrar könnunar. Talsverðar breytingar, þá aðallega til lækkunar, hafa orðið frá síðustu rafgeymaverðkönnun FÍB sem gerð var 14. október 2014. Þá kostaði ódýrasti rafgeymirinn 14.995 krónur en sá dýrasti kostaði 26.560 krónur. Frá þeim tíma hefur vegið meðaltal af gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónu lækkað um 20%. Þann 1. janúar 2015 lækkaði almennt þrep virðisaukaskatts úr 25,5% í 24% og á sama tíma voru vörugjöld á rafgeyma m.a. lögð af. Innkoma Costco síðasta vor hefur einnig haft áhrif á markaðinn. Costco hefur reyndar hækkað verðið á Bosch 60 Ah rafgeyminum um ríflega 21% frá því í vor en þá kostaði hann 9.999 kr. Hjá Vöku kostar Bosch 60 Ah rafgeymir 15.990 kr og hjá Kemi kostar sami geymir 17.188 kr. Athygli vekur að ódýrasti rafgeymirinn 2014 var Exide 62 Ah hjá Bauhaus sem kostaði 14.995 kr. en þessi sami geymir kostar í dag hjá Bauhaus 21.295 kr.Costco er með lægsta verðið á Bosch 60 Ah geyminum.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent