Mitsubishi býður til 100 ára afmælisveislu Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2017 09:33 Mitsubishi Model A árgerð 1917. Mitsubishi fagnar aldarafmæli og býður til veislu laugardaginn 28. október frá 12.00 til 16.00. Mikið hefur verið um að vera á árinu í tilefni aldarafmælisins og Mitsubishi hefur boðið upp á sérstakt afmælistilboð á öllum nýjum bílum. Það er óhætt að segja að það uppátæki hafi slegið í gegn hjá íslensku þjóðinni og væntingar hafa farið fram úr björtustu vonum. Þannig hafa 390 Mitsubishi Outlander PHEV selst það sem af er árs og Sport útfærslan seldist hreinlega upp. Í staðinn hafa bæst við tvær útfærslur af þessum umhverfisvæna tengiltvinnbíl; Outlander PHEV Invite og Invite +. Mitsubishi Motors var stofnað í Japan árið 1917 og það ár kom Mitsubishi Model A á markað en hann var fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn í Japan og lagði grunninn að farsæld næstu 100 ára. Það má með sanni segja að aldarlöng saga Mitsubishi sé saga nýsköpunar. Í fimmtíu ár hefur fyrirtækið unnið að þróun rafbíla og Mitsubishi var fyrsti bílaframleiðandinn til að fjöldaframleiða þá. Rannsóknar- og þróunarvinnan hófst árið 1966 og leiddi af sér rafbílinn Mitsubishi i-MiEV sem kom á fyrirtækjamarkað í Japan árið 2009 og á almennan markað ári síðar. Þremur árum síðar var Outlander PHEV, sem gengur fyrir bæði rafmagni og bensíni, frumsýndur en hann var fyrsti tengiltvinnbíllinn í jeppaútfærslu. Outlander PHEV hefur eins og fyrr segir unnið hug og hjörtu Íslendinga og er mesti seldi tengiltvinnbíllinn á landinu, bæði í ár og 2016. Íslendingar kynntust Mitsubishi þegar innflutningur hófst árið 1973 og síðan þá hafa bílar á borð við smábílinn Mitsubishi Colt, jeppann Mitsubishi Pajero og fólksbílana Mitsubishi Lancer og Galant gert garðinn frægan. Tíðar heimsóknir í sýningarsal Mitsubishi í ár bera vitni um vinsældir japanska bílaframleiðandans. „Afmælisveislan verður haldin í sýningarsal Mitsubishi við Laugaveginn þar sem við ætlum að gera okkur glaðan dag,“ segir María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri sölusviðs Heklu. „Við munum bjóða upp á heljarinnar afmælistertu, kaffi frá Kaffitár og andlitsmálningu fyrir börnin og vonumst til að sjá sem flesta.“Mitsubishi Minica Ami L árgerð 1981. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Mitsubishi fagnar aldarafmæli og býður til veislu laugardaginn 28. október frá 12.00 til 16.00. Mikið hefur verið um að vera á árinu í tilefni aldarafmælisins og Mitsubishi hefur boðið upp á sérstakt afmælistilboð á öllum nýjum bílum. Það er óhætt að segja að það uppátæki hafi slegið í gegn hjá íslensku þjóðinni og væntingar hafa farið fram úr björtustu vonum. Þannig hafa 390 Mitsubishi Outlander PHEV selst það sem af er árs og Sport útfærslan seldist hreinlega upp. Í staðinn hafa bæst við tvær útfærslur af þessum umhverfisvæna tengiltvinnbíl; Outlander PHEV Invite og Invite +. Mitsubishi Motors var stofnað í Japan árið 1917 og það ár kom Mitsubishi Model A á markað en hann var fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn í Japan og lagði grunninn að farsæld næstu 100 ára. Það má með sanni segja að aldarlöng saga Mitsubishi sé saga nýsköpunar. Í fimmtíu ár hefur fyrirtækið unnið að þróun rafbíla og Mitsubishi var fyrsti bílaframleiðandinn til að fjöldaframleiða þá. Rannsóknar- og þróunarvinnan hófst árið 1966 og leiddi af sér rafbílinn Mitsubishi i-MiEV sem kom á fyrirtækjamarkað í Japan árið 2009 og á almennan markað ári síðar. Þremur árum síðar var Outlander PHEV, sem gengur fyrir bæði rafmagni og bensíni, frumsýndur en hann var fyrsti tengiltvinnbíllinn í jeppaútfærslu. Outlander PHEV hefur eins og fyrr segir unnið hug og hjörtu Íslendinga og er mesti seldi tengiltvinnbíllinn á landinu, bæði í ár og 2016. Íslendingar kynntust Mitsubishi þegar innflutningur hófst árið 1973 og síðan þá hafa bílar á borð við smábílinn Mitsubishi Colt, jeppann Mitsubishi Pajero og fólksbílana Mitsubishi Lancer og Galant gert garðinn frægan. Tíðar heimsóknir í sýningarsal Mitsubishi í ár bera vitni um vinsældir japanska bílaframleiðandans. „Afmælisveislan verður haldin í sýningarsal Mitsubishi við Laugaveginn þar sem við ætlum að gera okkur glaðan dag,“ segir María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri sölusviðs Heklu. „Við munum bjóða upp á heljarinnar afmælistertu, kaffi frá Kaffitár og andlitsmálningu fyrir börnin og vonumst til að sjá sem flesta.“Mitsubishi Minica Ami L árgerð 1981.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent