Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Breiðablik 60-75 | Blikar sóttu sigur í Njarðvík Þór Símon Hafþórsson skrifar 28. október 2017 18:45 Ivory Crawford var með 34 stig og 17 fráköst í liði Breiðabliks. vísir/eyþór Njarðvík fékk í dag Breiðablik í heimsókn í Ljónagryfjuna í Dominos deild kvenna í körfubolta. Leikurinn var mjög jafn framan af en þrátt fyrir að Breiðablik náði tvívegis góðri forystu í fyrri hálfleik var það Njarðvík sem fór inn í hlé með forystu, þökk sé góðri baráttu og seiglu. En á endanum var orkan og bensínið búið hjá Njarðvík og stelpurnar í Breiðablik tóku fram úr og uppskáru gestirnir á endanum sigur. Lokatölur 67-81, Breiðablik í vil.Af hverju vann Breiðablik? Heilt yfir er Breiðablik bara betra lið en Njarðvík. Svo einfalt er það. Njarðvíkur liðið barðist vel en slæm mistök urðu liðinu oft af falli og í raun var Breiðablik sterkari aðilinn allan leikinn þrátt fyrir að Njarðvík hafi farið með forystu inn í hálfleik. Breiðablik er búið að sanna sig gegn stóru liðunum í vetur og nú kláraði liðið erfitt verkefni í Ljónagryfjunni með sæmd. Breiðablik virðist vera að vaxa vel inn í deildina og ljóst að nýliðarnir eru engin lömb að leika sér við.Hverjar stóðu upp úr? Ivory Crawford var hreint út sagt mögnuð í þessum leik og skoraði 38 stig og tók 18 fráköst. Njarðvík réð hreinlega ekki við hana og margar af þessum körfum voru hreint út sagt ótrúlegar. Breiðablik virðist hafa fundið algjöran gimstein. En Breiðablik er ekki eitt um að hafa fundið gimstein. Njarðvík fékk á dögunum til sín leikmanninn, Shalonda Winton, og hún var frábær og gaf Ivory ekkert eftir. Shalonda skoraði 32 stig fyrir Njarðvík og tók 17 fráköst. Ef Njarðvík ætlar sér að vinna einhverja leiki í vetur er ljóst að Shalonda mun gegna lykilhlutverki í vetur.Hvað gekk illa? Njarðvíkur ljónynjunar gerðu sér of oft sekar um slæm mistök. Einfaldar sendingar voru að klikka og þær gáfu boltann alltof oft frá sér. Það vantaði ekkert upp á hugarfarið eða baráttuna en Breiðablik var bara númeri of stórt fyrir Njarðvík og það stefnir allt í langan vetur fyrir nýliðana.Njarðvík-Breiðablik 60-75 (13-17, 21-15, 13-23, 13-20)Njarðvík: Shalonda R. Winton 30/14 fráköst, Hrund Skúladóttir 15, Ína María Einarsdóttir 6/4 fráköst, Björk Gunnarsdótir 5/5 fráköst, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 4/10 fráköst, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, María Jónsdóttir 0/9 fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 0, Erna Freydís Traustadóttir 0, Hulda Bergsteinsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.Breiðablik: Ivory Crawford 34/17 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 11/4 fráköst, Aldís Erna Pálsdóttir 10/5 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 10/4 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5, Lovísa Falsdóttir 3, Isabella Ósk Sigurðardóttir 2/10 fráköst/4 varin skot, Melkorka Sól Péturdóttir 0, Marín Laufey Davíðsdóttir 0, Birgit Ósk Snorradóttir 0, Inga Sif Sigfúsdóttir 0, Arndís Þóra Þórisdóttir 0, Hafrún Erna Haraldsdóttir 0, Kristín Rós Sigurðardóttir 0.Hildur: Vorum stressaðar fyrir leik Hildur Sigurðardóttir, þjálfari Breiðabliks, var ánægð með sigurinn og sérstaklega í ljósi þess að það var taugatitringur í stelpunum fyrir leik. „Við vorum pínu stressaðar fyrir leik. Vissum ekki alveg hvar Njarðvíkur liðið stæði með nýjan erlendan leikmann í liðinu. Þær eru mjög efnilegar þannig þetta var mjög góður sigur.“ Ivory Crawford átti stórleik í dag og skoraði 38 stig og tók 18 fráköst. Hildur kveðst vera ánægð með hana og sérstaklega þegar hún heldur sig inn á vellinum allar 40 mínúturnar. „Hún var virkilega góð í dag og hún er að læra smátt og smátt á körfuboltan hér á Íslandi. Hún hefur verið að lenda í villu vandræðum en í dag passaði hún sig og spilaði góða vörn.“Hallgrímur: Okkar besti leikur í vetur Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur í leikslok eftir að Breiðablik landaði sigri í Ljónagryfjunni. „Mjög sárt. Framan af var þetta okkar besti leikur í vetur en í lokinn vorum við bara búnar á gasinu í lokin.“ Leikurinn var mjög jafn fram að fjórða leikhluta en þá féll leikur Njarðvíkur niður og Breiðablik tók stjórnina. „Það voru margir litlir hlutir sem klikkuðu hjá okkur á ögurstundu. Það er hægt að skrifa það af stórum hluta á okkur í þjálfarateyminu og svo vantar einbeitinguna.“ Njarðvík hefur ekki enn unnið leik það sem af er móti og segir Hallgrímur að það þýði ekkert að hugsa um það. „Við getum ekki látið hafa mikil áhrif á okkur. Ef við byrjum að einblína á að við séum að tapa of mörgum leikjum þá verðum við ekki betri í körfubolta og þ.a.l. lengist bara biðin eftir sigurleik.“Crawford: Ég skemmti mér vel Ivory Crawford átti stórleik í búningi Breiðabliks í dag er hún skoraði 38 stig og tók 18 fráköst gegn Njarðvík í nýliðaslag Dominos deildarinnar. „Þetta var góður leikur. Við spiluðum vel og ég skemmti mér vel.“ Þegar undirritaður benti henni á að hún hafi verið með 18 fráköst var Ivory mjög hissa en hún tók þó fram að hún pældi lítið í tölfræðinni og það eina sem hún gerði á vellinum væri að leggja sig alla fram. „Við erum tilbúnar í hvaða leik sem er. Ég hugsa lítið um andstæðingin og hugsa meira um mitt lið og hvað við þurfum að gera til að verða betri,“ sagði Ivory en næsti leikur liðsins er Snæfell. En er hún ánægð í Kópavoginum? „Já klárlega. Þetta er í fyrsta sinn sem ég klæðist grænu á ferlinum,“ sagði Ivory en græni liturinn virðist bara fara henni vel. Dominos-deild kvenna
Njarðvík fékk í dag Breiðablik í heimsókn í Ljónagryfjuna í Dominos deild kvenna í körfubolta. Leikurinn var mjög jafn framan af en þrátt fyrir að Breiðablik náði tvívegis góðri forystu í fyrri hálfleik var það Njarðvík sem fór inn í hlé með forystu, þökk sé góðri baráttu og seiglu. En á endanum var orkan og bensínið búið hjá Njarðvík og stelpurnar í Breiðablik tóku fram úr og uppskáru gestirnir á endanum sigur. Lokatölur 67-81, Breiðablik í vil.Af hverju vann Breiðablik? Heilt yfir er Breiðablik bara betra lið en Njarðvík. Svo einfalt er það. Njarðvíkur liðið barðist vel en slæm mistök urðu liðinu oft af falli og í raun var Breiðablik sterkari aðilinn allan leikinn þrátt fyrir að Njarðvík hafi farið með forystu inn í hálfleik. Breiðablik er búið að sanna sig gegn stóru liðunum í vetur og nú kláraði liðið erfitt verkefni í Ljónagryfjunni með sæmd. Breiðablik virðist vera að vaxa vel inn í deildina og ljóst að nýliðarnir eru engin lömb að leika sér við.Hverjar stóðu upp úr? Ivory Crawford var hreint út sagt mögnuð í þessum leik og skoraði 38 stig og tók 18 fráköst. Njarðvík réð hreinlega ekki við hana og margar af þessum körfum voru hreint út sagt ótrúlegar. Breiðablik virðist hafa fundið algjöran gimstein. En Breiðablik er ekki eitt um að hafa fundið gimstein. Njarðvík fékk á dögunum til sín leikmanninn, Shalonda Winton, og hún var frábær og gaf Ivory ekkert eftir. Shalonda skoraði 32 stig fyrir Njarðvík og tók 17 fráköst. Ef Njarðvík ætlar sér að vinna einhverja leiki í vetur er ljóst að Shalonda mun gegna lykilhlutverki í vetur.Hvað gekk illa? Njarðvíkur ljónynjunar gerðu sér of oft sekar um slæm mistök. Einfaldar sendingar voru að klikka og þær gáfu boltann alltof oft frá sér. Það vantaði ekkert upp á hugarfarið eða baráttuna en Breiðablik var bara númeri of stórt fyrir Njarðvík og það stefnir allt í langan vetur fyrir nýliðana.Njarðvík-Breiðablik 60-75 (13-17, 21-15, 13-23, 13-20)Njarðvík: Shalonda R. Winton 30/14 fráköst, Hrund Skúladóttir 15, Ína María Einarsdóttir 6/4 fráköst, Björk Gunnarsdótir 5/5 fráköst, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 4/10 fráköst, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, María Jónsdóttir 0/9 fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 0, Erna Freydís Traustadóttir 0, Hulda Bergsteinsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.Breiðablik: Ivory Crawford 34/17 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 11/4 fráköst, Aldís Erna Pálsdóttir 10/5 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 10/4 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5, Lovísa Falsdóttir 3, Isabella Ósk Sigurðardóttir 2/10 fráköst/4 varin skot, Melkorka Sól Péturdóttir 0, Marín Laufey Davíðsdóttir 0, Birgit Ósk Snorradóttir 0, Inga Sif Sigfúsdóttir 0, Arndís Þóra Þórisdóttir 0, Hafrún Erna Haraldsdóttir 0, Kristín Rós Sigurðardóttir 0.Hildur: Vorum stressaðar fyrir leik Hildur Sigurðardóttir, þjálfari Breiðabliks, var ánægð með sigurinn og sérstaklega í ljósi þess að það var taugatitringur í stelpunum fyrir leik. „Við vorum pínu stressaðar fyrir leik. Vissum ekki alveg hvar Njarðvíkur liðið stæði með nýjan erlendan leikmann í liðinu. Þær eru mjög efnilegar þannig þetta var mjög góður sigur.“ Ivory Crawford átti stórleik í dag og skoraði 38 stig og tók 18 fráköst. Hildur kveðst vera ánægð með hana og sérstaklega þegar hún heldur sig inn á vellinum allar 40 mínúturnar. „Hún var virkilega góð í dag og hún er að læra smátt og smátt á körfuboltan hér á Íslandi. Hún hefur verið að lenda í villu vandræðum en í dag passaði hún sig og spilaði góða vörn.“Hallgrímur: Okkar besti leikur í vetur Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur í leikslok eftir að Breiðablik landaði sigri í Ljónagryfjunni. „Mjög sárt. Framan af var þetta okkar besti leikur í vetur en í lokinn vorum við bara búnar á gasinu í lokin.“ Leikurinn var mjög jafn fram að fjórða leikhluta en þá féll leikur Njarðvíkur niður og Breiðablik tók stjórnina. „Það voru margir litlir hlutir sem klikkuðu hjá okkur á ögurstundu. Það er hægt að skrifa það af stórum hluta á okkur í þjálfarateyminu og svo vantar einbeitinguna.“ Njarðvík hefur ekki enn unnið leik það sem af er móti og segir Hallgrímur að það þýði ekkert að hugsa um það. „Við getum ekki látið hafa mikil áhrif á okkur. Ef við byrjum að einblína á að við séum að tapa of mörgum leikjum þá verðum við ekki betri í körfubolta og þ.a.l. lengist bara biðin eftir sigurleik.“Crawford: Ég skemmti mér vel Ivory Crawford átti stórleik í búningi Breiðabliks í dag er hún skoraði 38 stig og tók 18 fráköst gegn Njarðvík í nýliðaslag Dominos deildarinnar. „Þetta var góður leikur. Við spiluðum vel og ég skemmti mér vel.“ Þegar undirritaður benti henni á að hún hafi verið með 18 fráköst var Ivory mjög hissa en hún tók þó fram að hún pældi lítið í tölfræðinni og það eina sem hún gerði á vellinum væri að leggja sig alla fram. „Við erum tilbúnar í hvaða leik sem er. Ég hugsa lítið um andstæðingin og hugsa meira um mitt lið og hvað við þurfum að gera til að verða betri,“ sagði Ivory en næsti leikur liðsins er Snæfell. En er hún ánægð í Kópavoginum? „Já klárlega. Þetta er í fyrsta sinn sem ég klæðist grænu á ferlinum,“ sagði Ivory en græni liturinn virðist bara fara henni vel.