Fótbolti

Emil stalst í kirkju til að fara með bænir fyrir Króatíuleikinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Emil Hallfreðsson
Emil Hallfreðsson vísir/ernir
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var í áhugaverðu viðtali í útvarpsþættinum Markmannshanskarnir hans Albert Camus sem var á dagskrá Rásar 1 í dag.

Emil er afar trúaður maður og ræðir um samband íþróttamanns við Guð. Þar segir hann meðal annars frá því þegar hann stalst af hótelherbergi til að skjótast í Fíladelfíukirkjuna og fara með bænir fyrir mikilvægan leik gegn Króatíu síðasta sumar.

„Ég vakna um morguninn og er bara í góðum fíling en er samt smá stressaður, ég hef ekkert alltaf verið í byrjunarliðinu í landsliðinu.“

„Við tökum létta æfingu um morguninn og eftir hana gefast svona 45 mínútur. Maður á að vera á hótelinu og á ekkert að fara út af því á leikdegi. En ég hugsa, ég ætla að þjóta upp í kirkju, í Fíló, og láta biðja fyrir mér fyrir leikinn í kvöld,“ segir Emil.

Það fór heldur betur vel því Ísland vann svo einn fræknasta sigur sinn frá upphafi og steig stórt skref í átt að HM í Rússlandi.

Með því að smella hér má hlusta á þáttinn í heild sinni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×