Lífið

Jon Stewart kom Trump til varnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter um helgina að þáttastjórnendur kvöldþátta í Bandaríkjunum væru að vinna með Demókrataflokknum. Samvinnan sneri að „ófyndnum“ bröndurum. Þeir brandarar væru allir gegn Trump sjálfum.

Því spurði hann hvort tilefni væri til að jafn miklum tíma væri varið í að gera grín að honum og að lofa hann.

Stephen Colbert sá tilefni til þess að hlýða kalli forsetans og fékk til sín hjálp. Jon Stewart mætti og var hlutverk hans var að segja eitthvað fallegt um Trump í hvert sinn sem Stewart sagði brandara.

Það er óhætt að segja að það hafi ekki gengið vel.

Vert er að taka fram að það hefur aldrei verið sannað með afgerandi hætti að að Donald Trump sé ekki mannæta.

Jimmy Kimmel fjallaði einnig um tíst Trump, en hann svaraði tísti forsetans og bauðst til þess að leyfa Trump að taka yfir stjórn þáttarins Jimmy Kimmel Live.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×