Óskalisti fyrir kosningar 2017 Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. október 2017 07:00 Ég veit ekki enn hvað ég ætla að kjósa. Samt er ég í mjög góðri æfingu. Síðan ég fékk kosningarétt árið 2011 hef ég kosið í tvennum forsetakosningum og einum sveitarstjórnarkosningum. Ég kaus um Icesave og stjórnarskrána. Í lok mánaðar kýs ég svo í mínum þriðju alþingiskosningum. Þetta er lygilega mikið af X-um við hina og þessa flokka og loforð um frían bjór og breytingar. En mér finnst ég enn þá standa máttlaus frammi fyrir framtíð minni á Íslandi og ég held að mörgum á mínum aldri líði eins. Þess vegna er ég hér með lítinn lista, bara krúttlegan jafnvel – og sanngjarnan, finnst mér – en alls ekki tæmandi, af hlutum sem ég vil að verði kippt í lag. Ég eftirlæt svo svokallaðri „ríkisstjórn“ að finna út hvernig best sé að fara að því.1.Heilbrigðiskerfið: Laga það, takk. Mig langar til þess að sjúkrahús á þessu landi séu ekki bókstaflega að rotna utan af starfsfólki og sjúklingum. Mig langar að téðu starfsfólki séu borguð almennileg laun. Og aflúxusvæðið sálfræðiþjónustu, til dæmis.2.Menntamálin: Laga þau líka, gerið það. Plís. Byggið upp námslánakerfi með þarfir alvöru námsmanna í fyrsta sæti. Skerið ekki allt inn að beini. Látið ekki krakkana í Listaháskólanum sækja tíma í mygluðu húsi sem átti að rífa fyrir mörgum árum. Í alvöru talað.3. Húsnæðismarkaðurinn: Laga hann. Strax. Komið almennilega til móts við fólk sem vill kaupa sér fyrstu íbúðina. Gerið eitthvað í leigumarkaðnum því annars getum við ekki búið hérna.4.Flóttamenn: Takið á móti fleirum. Og skammist ykkar. Hef ég yfirhöfuð trú á því að eitthvað batni eftir næstu kosningar? Ég veit það ekki. Kannski skila ég bara auðu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun
Ég veit ekki enn hvað ég ætla að kjósa. Samt er ég í mjög góðri æfingu. Síðan ég fékk kosningarétt árið 2011 hef ég kosið í tvennum forsetakosningum og einum sveitarstjórnarkosningum. Ég kaus um Icesave og stjórnarskrána. Í lok mánaðar kýs ég svo í mínum þriðju alþingiskosningum. Þetta er lygilega mikið af X-um við hina og þessa flokka og loforð um frían bjór og breytingar. En mér finnst ég enn þá standa máttlaus frammi fyrir framtíð minni á Íslandi og ég held að mörgum á mínum aldri líði eins. Þess vegna er ég hér með lítinn lista, bara krúttlegan jafnvel – og sanngjarnan, finnst mér – en alls ekki tæmandi, af hlutum sem ég vil að verði kippt í lag. Ég eftirlæt svo svokallaðri „ríkisstjórn“ að finna út hvernig best sé að fara að því.1.Heilbrigðiskerfið: Laga það, takk. Mig langar til þess að sjúkrahús á þessu landi séu ekki bókstaflega að rotna utan af starfsfólki og sjúklingum. Mig langar að téðu starfsfólki séu borguð almennileg laun. Og aflúxusvæðið sálfræðiþjónustu, til dæmis.2.Menntamálin: Laga þau líka, gerið það. Plís. Byggið upp námslánakerfi með þarfir alvöru námsmanna í fyrsta sæti. Skerið ekki allt inn að beini. Látið ekki krakkana í Listaháskólanum sækja tíma í mygluðu húsi sem átti að rífa fyrir mörgum árum. Í alvöru talað.3. Húsnæðismarkaðurinn: Laga hann. Strax. Komið almennilega til móts við fólk sem vill kaupa sér fyrstu íbúðina. Gerið eitthvað í leigumarkaðnum því annars getum við ekki búið hérna.4.Flóttamenn: Takið á móti fleirum. Og skammist ykkar. Hef ég yfirhöfuð trú á því að eitthvað batni eftir næstu kosningar? Ég veit það ekki. Kannski skila ég bara auðu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.